Goðasteinn - 01.09.2008, Blaðsíða 99
Goðasteinn 2008
II.
Frásögnin hefst. Við erum á því herrans ári 1180.
Páll, presturinn í Reykjaholti, situr í stofu ásamt tveimur mönnum aðkomnum.
Frændi hans, Böðvar, er í heimsókn til að ræða erfðamál sem þeir eiga saman
aðild að. Böðvari til aðstoðar er tengdasonur hans, Sturla, mestur höfðingi
Vesturlands, orðlagður fyrir aðgangshörku í veraldlegum málum. Ekki bregður
hann af venju, en sækir málið af hörku og krefst ríflegs hlutar til Böðvars.
Presturinn stendur hallt, einn gegn þessu ofurefli. Er þess utan bundinn af
siðgæðislögmálum kristni sem hann er fulltrúi fyrir. Hjálparlaus sér hann hlut sinn
renna úr greip í gin þessarra gamma. Það gerir einnig kona hans, Þorbjörg, sem
álengdar fylgist með. En hún, konan, er ekki boðin að samningaborði. Hún hefur
samt sem áður meira en eins manns skap og hitnar í hamsi eftir því sem á líður -
þar til skyndilega að yfír flýtur og upp úr sýður.
Leiftrandi glampi lýsir upp stofuna eitt andartak þegar hún sveiflar búrhnífí
sínum og leggur til Sturlu. Stefnir blaðið að auga hans. Hún segir: „Nú skal ég
gera þig líkastan þeim sem þú vilt líkastur vera, en það er Oðinn.“
Sturla rétt nær að snúa andliti sínu frá og lagið kemur á kinnina. Grunnt sár, en
blóðið fossar um hann allan og gerir útlitið ískyggilegt. í einni svipan allt breytt.
Hpp er komin ný staða. Enginn talar nú um arfínn. Höfðinginn sjálfur er særður.
Höfðingjanum er misboðið.
I stundarörvæntingu býður séra Páll Sturlu að dæma sér sjálfum bætur fyrir
þennan skaða. Sturla nefnir strax 200 hundraða, óheyrilegt fé, og hverfur á braut
hið snarasta.
Fréttin af þessum atburði og fáheyrðum viðbrögðum Sturlu flýgur um sveitir.
Fólk er agndofa. Maður gengur undir manns hönd að afstýra enn meiri harmleik.
En sært stolt höfðingjans verður ekki með smámunum bætt. Og þar kemur að til er
kvaddur óumdeildur virtasti höfðingi landsins að skerast í leikinn og vinna að
sættum. Sá er Jón Loftsson í Odda. Vitringurinn fínnur Sturlu á Alþingi og mælir
til hans í einrúmi. Fjárhæðin er hærri en svo að prestur geti risið undir og munu
hljótast af mikil vandræði ef eftir skuli ganga, segir Jón við hann. Sturla lítur
hinsvegar stærra á sig en svo að hann geti sætt sig við að rifa seglin. Þetta bil þarf
að brúa og nú reynir á vitsmuni. Jón sannfærir Sturlu um að hann verði að sætta
sig við 30 hundraða ef ekki á illt að hljótast af. En býður honum þar að auki að
taka son hans ungan í fóstur. Og þótti hin mesta virðing. Hann býður Sturlu að
koma á kirkjudag í Odda að ári, 1181.
Snorri Sturluson kom tvævetur með föður sínum í Odda, og tveimur árum
síðar var faðir hans allur. Næstu sextán ár dvaldi Snorri þar við nám og störf. Jón
Loftsson dó 1197 þegar Snorri var 18 ára. Þá var honum fundinn ráðahagur með
hjálp Sæmundar fóstbróður síns og Þórðar bróður.
97