Goðasteinn - 01.09.2008, Blaðsíða 181
Goðasteinn 2008
Helgina 23. - 24. júní vísiteraði biskup Fellsmúlaprestakall en þar er prófastur,
sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, sóknarprestur. Biskup hafði sama háttinn á og í
fyrri heimsóknum, predikaði í guðsþjónustum kirkna prestakallsins en þær eru
Skarðs-, Haga-, Marteinstungu- og Kálfholtskirkjur en áður hafði hann heimsótt
Arbæjarkirkju.
Það bar til tíðinda að þegar biskup vísiteraði Kálfholtskirkju kom hann ríðandi
á fráum fáki til kirkju ásamt sóknarpresti, sóknarbörnum og öðru fríðu föruneyti.
Og að aflokinni guðsþjónustu og kirkjukaffi sem drakkið var á kirkjustéttinni var
haldið heimleiðis á ný í fjölmennri hópreið með biskup í broddi fylkingar.
Dagana 16. - 18. nóvember heimsóttu biskupshjón Holtsprestakall. Sr. Halldór
Gunnarsson sóknarprestur í Holti og kona hans, frú Margrét Jónsdóttir Kjerúlf,
tóku á móti biskupi og fylgdarliði en einnig var með í för ásamt prófasti Þorvaldur
Karl Helgason biskupsritari og eiginkona hans. Líkt og í fyrri prestaköllum
heimsótti biskup allar kirkjur og predikaði og annaðist helgihald ásamt sóknar-
presti en kirkjur prestakallsins eru Stóra-Dals-, Asólfsskála-, Eyvindarhóla-,
Kross- og Akureyjarkirkjur, auk Voðmúlastaðakapellu og Skógakirkju.
í vísitasíu sinni heimsótti biskup alla söfnuði í viðkomandi prestakalli, ræddi
við sóknaiprest og sóknarnefndir og leit eftir framkvæmdum, viðhaldi og muna-
skrá á sérhverjum stað og setti sig inn í það kirkjulega starf sem unnið er við
hverja kirkju. Einnig ræddi hann við heimafólk um stöðu kirkjunnar í samfélaginu
og framtíðarsýn, um stöðu og þjónustu þjóðkirkjunnar og uppbyggingu trúar-
lífsins.
Biskup predikaði í öllum guðsþjónustum og helgistundum og óskaði sérstak-
lega eftir því að fá að hitta börnin og unglingana og gaf sér ævinlega góðan tíma
til að ræða við þau og blessa og afhenti þeim síðan að lokum litla gjöf.
Vísitasía biskups var sérlega vel heppnuð og ánægjuleg og tók heimafólk
sérdeilis vel á móti biskupi sínum. Hvar sem leið þeirra hjóna lá, var tekið á móti
þeim með kaffiveitingum, hádegis- og kvöldverðum og þeim sýnt hversu mikils
virði og dýrmætt það er fyrir það fólk sem starfar á akri kirkjunnar vítt um landið
að eiga samnefnara í biskupi Islands. Því skiptir það máli að hann komi í heim-
sóknir sem þessar og blandi geði við heimafólk, skoði og kynni sér lífsháttu,
atvinnu og kirkjustarfið. Slíkar heimsóknir styrkja stoðiraar og treysta böndin
milli þeirra sem um stjómartaumana halda í kirkjunni okkar og þeirra sem starfa
úti á hinum dreifða akri og er báðum jafn mikilvægt.
Hið ærna starf kirkjunnar í prófastsdæminu er hvarvetna unnið af miklum
dugnaði og ósérhlífni. Megi Guðs andi leiða okkur öll og styðja til góðra verka úti
á akri Drottins.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur
179