Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Side 4

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Side 4
ÁVARP BEN. G. WAAGE, forseta /. S. I. Mér er sönn ánægja að minnast 15 ára starfs- afmælis Knattspyrnufélagsins „Hauka“ í Hafnar- firði og sömuleiðis að þakka félaginu fyrir ágætt íþróttastarf á ýmsum sviðum og ánægjulegt sam- starf. Knattspyrnufélagið „Haukar“ gekk í I.S.I. 23. febrúar 1932, eða tæpu ári eftir stofnun félagsins, sem var 12. apríl 1931, eins og kunnugt er. Síðan liafa Haukar verið í Í.S.Í. og reynzt áhugasamir sambandsmenn. Þeir hafa skilið nauðsyn á vexti og viðgangi hinna frjálsu íþróttasamtaka lands- manna, Í.S.Í., þótt þeir væru fáir í fyrstu. Þeir voru aðeins þrettán, drengirnir, sem stofnuðu Knattspyrnufélagið „Hauka“, og má því telja það happatölu félagsins. Það er eins með Hauka, eins og svo mörg önnur íþróttafélög, að þau byrja smátt, en vaxa ár frá ári og sum komast í fremstu röð í einhverri íjDiótta- grein, eins og Haukar, sem nú eiga ein beztn handknattleikslið landsins, kvenna og karla. A Jieim hefur sannazt, að hægfara þróun er bezt, vissust og öruggust. Allt frá fyrsta knattspyrnu- sigri félagsins, 5. júní 1932, til þessa dags, hafa J^eir sýnt oss, að þeir eru drengir góðir, sem að- eins vilja sigra drengilega á allan hátt. Eitt atvik úr sögu Hauka er mér sérstaklega minnisstætt. Það var á þeim árum, sem hinn vin- sæli og snjalli knattspyrnumaður Halldór heit- inn Árnason (Dolli) kenndi þeim knattspyrnu. Halldór hafði lofað Haukum að koma suður í Hafnarfjörð á áríðandi félagsfund. En Jietta var um hávetur, þegar allra veðra var von, enda fór svo, að illt Var að komast héðan suður í Hafnar- fjörð vegna snjóþyngsla. En „Dolli“ var ágætur skíðamaður og steig á skíði sín og fór suður í Fjörð. Ég slóst í förina. Ferðin gekk vel suður; við komum óvænt á fundinn um kvöldið og var vel tekið. Þar voru rædd áhugamál Hauka af kappi, ákvarðanir teknar nm ýms félagsmál, eink- um þó knattspyrnuiðkanir félagsmanna næsta sumar. Ég minnist þess, hve félagsmenn voru hrifnir af „Dolla“, sem lét ófærðina ekki hefta för sína á Jzennan áríðandi fund. Það er sagt að Knattspyrnufélagið „Haukar" hafi verið stofnað á Jaeim tíma, sem Hafnfirðing- ar létu sig íþróttir litlu skipta. En Jrótt félagið hafi oft barist í bökkum fjárhagslega, Jrá hafa forystu- menn þess alltaf getað haldið starfseminni áfram og aukið hana stórum, til ómetanlegs gagns fyrir æskulýðinn í Hafnarfirði. Um margra ára skeið liafa Jaeir gefið út blað innan félagsins, sem J:>eir nefna „íþróttapiltinn", og hefur sú blaðastarfsemi haft mikla þýðingu fyrir félagsmenn og fundahöld þeirra um íþrótta- mál Hafnfirðinga, t. d. má sjá það á gjörðabókum félagsins, að Hermann Guðmundsson, Jiáverandi formaðnr Hauka, kemur fram með ákveðna til- lögu um byggingu sundlaugar í Hafnarfirði. En sundlaugin er nú ein hin mesta heilsu'lind Hal'n- firðinga. Eitt af því skemmtilegasta og um leið gagnleg- asta fyrir knattspyrnumál Hafnfirðinga á þessu 15 ára afmæli, tel ég það að nú hafa fjórir Hafnfirð- ingar (þar af þrír frá Haukum) lokið munnlegu dómaraprófi á námskeiði Í.S.Í. 1945. Um leið og ég þakka dómaraefnum þennan áhuga, vil ég vænta þess, að þeir ljúki einnig hinu verklega dómaraprófi næsta vor, svo að Hafnfirðingar fái að Jressu leyti eins góð skilyrði til knattspyrnu- þjálfunar með dómara og aðrir kaupstaðir á ís- landi. Haukar hafa farið margar glæsilegar íþróttá- ferðir um landið. Þeir hafa keppt í knattspyrnu og handknattleik á Akranesi, Keflavík, Vest- mannaeyjum, ísafirði og síðast en ekki sízt í höf- uðstaðnum. Þótt þeir hafi ekki alltaf borið sigur úr býtum, þá hafa þeir alltaf keppt vel og drengi- 4 AFMÆLISBLAÐ H A U K A

x

Afmælisblað Hauka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.