Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Blaðsíða 21

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Blaðsíða 21
Baldur Kristjónsson: Kynni mín af Haukum Mér munu lengi verða minnisstæð fyrstu kynni mín af Haukum. Það var haustið 1944, að ég byrjaði kennslu lijá jreim. Innanhússæfingar fyrir knattspyrnu- menn að vetri til höfðu allt franr að þeirn tíma naumast tíðkazt hér, en um þetta leyti var athygli manna að vakna fyrir því, hve mikið Jreir gætu notað vetrartímann ti! þjálfunar, til undirbún- ings og uppbótar hinum stutta tíma sumarsins, jregar veðrátta leyfir útiæfingar. Um þetta leyti var handknattleikurinn að byrja að ryðja sér til rúms hér. Var þegar auðsætt, að jjessi íþrótt mundi eiga vinsældum að fagna. íþróttafélögin tóku hann inn á starfsskrá sína og þá ekki hvað sízt knattspyrnufélögin. Leikurinn er skemmtilegur og aðgengilegur, jafnt konum sem körlum, yngri sem eldri, og veitir auk jress nokkuð alliliða og góða þjálfun. Haukarnir voru í þessu ekki eftirbátar annara félaga og tóku fyrir alvöru að æfa íþrótt þessa. Tvær kvöldstundir á viku hverri komu þeir sam- an í litlu og lélegu íþróttalnisi, við hin verstu skil- yrði, og stunduðu æfingar sínar af svo mikilli al- úð og áhuga, að ánægjulegt var jal'nan að vera í hópi Jreirra. Það var augljóst, að hér voru menn, sem vildu æfa sig ti! þess að ná árangri, en ekki aðeins til dægrastyttingar. Og það eru þessir eiginleikar, sem ríkt hafa jafnan síðan og ráðið mestu þar um, að Haukar hafa jafnan skipað fremstu sæti í handknattleiksmótum. Aðstaða fámenns félags við léleg æfingaskilyrði er vitanlega ekki sambærileg við „hinn stóra stað“, Reykjavík, allra sízt nú, þegar Reykjavík- urfélögin Jiafa fengið til afnota stóra og góða íþróttahöll, sem er einkar vel fallin til liandknatt- leiksæfinga. En þrátt fyrir það skyldu Haukar ekki örvænta, heldur taka brautryðjendurna sér til fyrirmyndar, setja markið ávallt hærra og vinna að því að ná lengra áfram, sýna fagran leik og drengilegan og kunna að taka því, sem að höndum ber, hvort heldur sem úrslitin l'æra sigur eða ósigur. íþróttir liverskonar, skynsamlega iðkaðar, styrkja líkamann og gera hann hæfari til meiri átaka og meiri afkasta. En það er ekki nqg, þær eiga einnig að göfga manninn, og Jrað er einmitt sá þáttur málsins, sem oft gleymist í harðri flokka- og einstaklingskeppni. Við þörfnumst meiri íþróttamenningar, íþrótta- manna, sem eru til sóma og prýði jafnt á leikvelli sem í starfi. A þann hátt verða íþróttunum bezt skil gerð. æfingar við jafn erfið skilyrði og hér um ræðir. Auk Jress hafa sumir hraustustu og beztu knatt- spyrnumennirnir stundað sjómennsku og Jrar af leiðandi haft mjög nauman tíma til æfinga, eða a!ls engan. Það má því öllum ljóst vera, að sá ár- angur, sem náðst hefur hér í bæ í knattspyrnu, er vonum framar, þegar á allt er litið. Eg er svo bjartsýnn á knattspyrnulífið hér í bæ, að ég tel, að eftir að frumskilyrðin til knatt- spyrnuiðkunar, sem sé að stækka og bæta knatt- spyrnuvöllinn og auk þess byggja skýli við liann, liafa verið framkvæmd, muni ekki langt að bíða ])ess, að hafnfirzkir knattspyrnumenn standi öðr- um knattspyrnumönnum livar sem er á landinu jafnfætis, til mikillar gleði fyrir þá, er knatt- spyrnu stunda og sóma fyrir bæjarfélagið í heild. Að endingu Jretta: Saga knattspyrnunnar er, eins og allar góðar sögur, saga örðugleika og bar- áttu, oft við þröngsýni og viljaleysi ýmissa. En eitt er víst, að Haukar, auk margra ann- arra unnenda þessarar fögru íþróttar knattspyrnu- manna, starfa dyggilega að framgangi hennar, svo að hún megi útbreiðast, þroskast og þroska þá, er hana stunda. A FMÆLISBI. A Ð II A U K A 21

x

Afmælisblað Hauka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.