Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Blaðsíða 8

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Blaðsíða 8
ÁVARP KJARTANS ÓLAFSSONAR 1. formanns íþróttaráðs Hafnarfjarðar Ekki vakti það mikla atliygli liér í bænum, þeg- ar Knattspyrnufélagið „Haukar“ var stofnað fyr- ir 15 árum. Þess var heldur ekki að vænta, að það þætti miklum tíðindum sæta, þótt rúmlega tugur drengja á fermingaraldri byndist samtökum í því skyni að iðka íþróttir. Við hinir eldri menn, sem vissum um þetta fyrirtæki drengjanna, munum í mesta lagi hafa litið svo á, að þeir gætu liaft gott af að spreyta sig á þessu, en fæstum okkar mun hafa dottið í hug, að þessi samtök hins fámenna hóps mundu marka djúp spor eða eiga sér langa sögu. En sjálfir voru drengirnir á annarri skoðun. Þeirra litlu kollar voru fullir af áhuga og stórum framtíðaráformum. Félagið þeirra átti að verða stórt og öflugt íþróttafélag og láta mikið að sér kveða. Og þessi fámenni drengjahópur hóf ótrauð- ur baráttuna við örðugleikana, sem voru margir og miklir. Ástæðan til íþróttaiðkana var slæm og ekki höfðu þeir ráð á neinum fjármunum til úr- bóta. Sjálfir ruddu þeir dálítinn íþróttavöll til bráðabirgða í tómstundum sínum og þar hittust þeir til íþróttaiðkana á kvöldum, þegar þeir höfðu lokið vinnu eða skólagöngu. Þeir héldu marga málfundi og bollalögðu um framtíðina. Um skeið gáfu þeir út lítið blað, til að koma áhugamálum sínum á framfæri og afla þeim fylgis. Drengirnir áttu góðan hauk í hqyni, þar sem var séra Friðrik Friðriksson. Við hann höfðu þeir ráðfært sig um félagsstofnunina. Hann hvatti þá til dáða og gaf félagi þeirra nafn. Hann fylgdist með viðleitni þeirra og var þeim hollur vinur og ráðgjafi. Leiðsögn þessa ágæta manns og örðug- leikarnir, sem hinir ungu stofnendur félagsins glímdu við og yfirunnu, reyndist félaginu hið Irollasta veganesti, og að því býr það enn í dag. Knattspyrnufélagið „Haukar“ var fámennt fyrstu árin og átti erfiða aðstöðu, en brátt kom að því, að það óx að félagatölu og efldist á allan hátt. — Góður vilji og ötulleiki stofnendanna reyndist sigursæll. Nú um langt skeið hefur þetta félag talið fjölmenni innan sinna vébanda og starfsemi þess staðið með miklum ljlóma. það hefur eflt ungt fólk til afreka í íþróttum og látið mikið gott af sér leiða. Félagið hefur á liðnum ár- um átt mikinn og merkilegan þátt í því, að uppala æskulýð þessa bæjar við holla líkamsmennt og heilbrigt líf. Fordæmið, sem það hefur gefið, má á margan liátt vera öðrum til fyrirmyndar. Nú á 15 ára afmælinu getur félagið því með gleði litið svo ógerlegt reyndist að koma honum upp fyrir þennan vetur. En hálfnað er verk þá hafið er. Nú er grunnurinn undir skálann tilbúinn, svo að hægt verður að hefja byggingu lians fyrr að vori. Öll vinna við grunninn var unnin í sjálfboða- vinnu, og er það ætlunin, að byggja skálann að eins miklu leyti og liægt er án aðkeyptrar vinnu. Það er líka siðferðisleg skylda okkar að sýna, að við viljum eitthvað á okkur leggja, þegar mál okk- ar fá jafn góðar nndirtektir hjá stjórnarvöldum bæjarins og raun ber vitni um í þessu máli. Þess vegna vil ég minna alla hafnfirzka íþrótta- menn á hið forna spakmæli: Margar henditr vinna létt verk.“ Leggjum senr flest hönd á plóg- inn, jafnt þau, sem skíðaíþróttinni unna og þau, sem leggja stund á frjálsar íþróttir, og þá mun okkur vinnast létt að konta skálanum upp í sumar. Að lokum vil ég, fyrir hönd Skíða- og skauta- félags Hafnarfjarðar færa Haukum innilegustu óskir um frægð og frama á komandi árurn og þakka þeim störf þeirra í þágu hafnfirzkra íþrótta- mála á liðnum árum. Þórsbergi, um áramótin 1945—’46 AFMÆLISBLAfi H A U K A

x

Afmælisblað Hauka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.