Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Blaðsíða 33
þess, að fulltrúar yrðu kjörnir af hálfu íþróttafé-
laganna, til þess að vinna með mönnum, tilnefnd-
um af bæjarstjórn, að jiví að velja stað fyrir vænt-
anlegt íþróttasvæði Hafnfirðinga, og koma því
máli í framkvæmd.
í tilefni þessa héldu íþróttafélögin sameigin-
legan fund og var þar samþykkt að lýsa því yfir,
sem vilja íþróttafélaganna í bænum, að íþrótta-
svæðinu yrði valinn staður að Víðistöðum, og var
ennfremur samþykkt að fá íþróttafulltrúa ríkis-
ins, Þorstein Einarsson, til þess að skoða alla þá
staði í nágrenni Hafnarfjarðar, sem til mála gætu
komið undir íþróttasvæðið, og fá álit hans um,
hvaða stað hann teldi lieppilegastan sem slíkan.
í áliti íþróttafulltrúa, sem hann sendi íþrótta-
fél. eftir að hann hafði lokið athugunum sínum,
kemst hann meðal annars svo að orði:
„Eftir að hafa athugað legu þessara svæða út
frá veðurfari og fjarlægð við miðju bæjarins,
einnig aðstæður til lagningar valla og brauta,
fegrun þess og vistleika, bæði fyrir íþróttaiðkend-
ur og almenning, sem kemur til þess að horfa á
æfingar og keppni, þá leyfi ég mér að dæma
Víðistaðina hentugasta svæðið fyrir framtíðar-
íþróttasvæði Hafnfirðinga."
Þetta álit íþróttafulltrúans var mikill ávinning-
ur fyrir þá, sem vildu hafa íþróttasvæðið að Víði-
stöðum, enda fór það svo, að í íþróttanefnd þeirri
sem stofnað var til með þeim hætti, er hér getur
áður um í grein þessari, var samþykkt að athuga
möguleikana á því að fá Víðistaðina keypta, og
mæla staðinn og gera síðan áætlun um kostnað
við að koma þar upp íþróttasvæði.
Því miður urðu störf íþróttanefndarinnar ekki
eins árangursrík og vonir manna stóðu til. Nefnd-
in gerði enga alvarlega tilraun til þess að semja
við eiganda Víðistaða um kaup á staðnum og eftir
tveggja ára starf var loksins látin fara fram halla-
mælingar þar.
Það voru því eigi nein undur, þótt íþróttamenn
lýstu óánægju sinni yfir þessu aðgerðarleysi
í íþróttasvæðismálinu, en það gerðu þeir á stofn-
AFMÆLISBLAÐ HAUKA
33