Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Síða 11
fyrstu æfingum félagsins. Á þessum sama fundi
kom það fram, að félagið skyldi hafa sinn eigin
völl til afnota, enda þótt annar völlur væri suður
á Hvaleyrarholti. Var ákveðið, að völlurinn skyldi
vera við Hraunsholt, og þá um sumarið var svo
langt komið, að völlurinn var vígður og tekinn
til afnota.
Á þirðja fundi félagsins var fyrst rætt urn nafn
þess. Kom þá fram uppástunga frá Magnúsi
Kjartanssyni, að félagið héti „Örnin“. Á fjórða
fundi félagsins kom fram uppástunga um það,
að félagið héti „Geysir“, og virtust félagsmenn
flestir sammála um það, en J>ví var síðan breytt
samkvæmt tillögu séra Friðriks Friðrikssonar og
Jrað látið heita Knattspyrnufélagið „Haukar“. Var
almenn ánægja með nafnið og þá sérstaklega
vegna þess, að hinn mikilsvirti drengjavinur séra
Friðrik skyldi gefa félaginu nafn.
Þetta sumar voru hinir ungu félagar mjög á-
hugasamir að æfa og var, eins og áður er sagt,
æfð knattspyrna og hlaup. Var knattspyrna þá
æfð þrisvar í viku á Jiinum nýja velli og ekki farið
í bifreiðum, lieldur á reiðltjólum, sem voru óspart
notuð. Sáust tveir og jafnvel þrír drengir á sama
lijólinu, og mun lögreglan liafa ltaft einliverja
vitneskju um ferðir drengjanna, en er vitað var
livert þeir voru að fara, var Jrað látið afskiptalaust.
Á jressum árum var atvinna manna stopul og
ltöfðu félagsmenn ekki mikil fjárráð. Á fyrstu
fundum félagsins var rætt um að afla ]>ví tekna
og þá með livaða hætti Jtað skyldi gert. Árið 1931
var samþykkt, að liafa hlutaveltu í félagi við K.F.
U.M. og var það fyrsti vísir að fjáröflun fyrir fé-
lagið.
Þ. 8. des. 1931 var haldinn aðalfundur í Hauk-
um og voru þá fyrstu lög félagsins lögð fram til
samþykktar. I þessum lögum var þá ákveðið, að
drengir, sem voru innan vébanda K.F.U.M., ættu
rétt á að fá inngöngu í Jrað, en þó gæti stjórn fé-
lagsins veitt drengjum, sem væru utan K.F.U.M.,
inntöku. A þessum aðalfundi var ákveðið árs-
gjald félagsmanna og skyldi Jrað vera kr. 1,50
fyrir 14 ára drengi, en 3 krónur fyrir eldri félaga
og hélzt Jrað óbreytt nokkur ár eftir |)að.
Okkur, sem þá vorum í félaginu, er það vel
minnisstætt frá jressu fyrsta ári Jress, að á skemmt-
un, er það hélt, komu nokkrir félagar úr Val í
Reykjavík og færðu Haukum að gjöf 25 krónur.
Þótti okkur Jretta mikið le, sem og var í Jrá daga.
I,aust eftir áramót 1932 var ákveðið að Haukar
skyldu ganga í Í.S.Í. þá um veturinn var byrjað
að æfa handknattleik í fimleikahúsi Barnaskólans
og Jrá heldur skipulagslítið. Sama vetur voru
nokkrir piltar úr félaginu í Flensborgarskólanum.
Hallsteinn Hinriksson, þá nýkominn frá Dan-
mörku, kenndi fimleika við skólann og hand-
knattleik. Var ])að fyrir áhrif frá piltunum, sem
voru í skólanum, að farið var að iðka handknatt-
leik innan félagsins.
í maí 1932 sendu Haukar sveit drengja á
drengjahlaup Ármanns í Reykjavík. Voru Jrað
þeir: Bjarni Sveinsson, Nikulaj Grímsson, Karl
Auðunsson, Eyjólfur Ármann, Jóhannes Einars-
son og Bragi Jensson. Af fjórum sveitum, sem
tóku þátt í þessu hlaupi, voru Haukar þriðju í
röðinni. Annar að marki var Nikulaj Grímsson.
Þetta var fyrsta íþróttamót, sem Haukar tóku
Jrátt í.
í sama mánuði hélt Knattspyrnufélagið Þjálfi,
sem þá var starfandi hér, drengjahlaup. Þátttak-
endur í hlaupinu voru 9, Jrar af voru 5 í Hauk-
um en 4 frá Þjálfa. Haukar sigruðu í hlaupinu,
áttu 1., 2., 4., 7. og 8. rnann. Fyrstur að marki var
Nikulaj Grímsson, annar Eyjólfur Ármann, báð-
ir úr Haukum. Þriðji maður var Eiríkur Sigur-
jónsson úr Þjálfa.
Um vorið 1932 var mjög rætt um það innan
félagsins, að fleiri nýir félagar skyldu teknir í það,
og á fundi, sem haldinn var 29. maí 1932, voru
teknir í félagið 11 nýir meðlimir, en áður höfðu
verið tekuir í það 5 félagar, sem allir voru með-
limir í K.F.U.M. I þessum 11 manna hóp var
Hermann Guðmundsson, sent þá strax og ávallt
síðan hefur hvatt félagsmenn til dáða. Hefur Her-
man ávallt borið hag félagsins mjög fyrir brjósti
og var um langt skeið formaður þess. Þá hefur
hann og verið fulltrúi félagsins í Í.R.H. og síðan
I. B. H., eftir að það var stofnað. Á þessum sama
fundi voru ákveðnir fyrstu kappleikar Hauka og
var keppt 5. júní við Knattspyrnufélagið Þjálfa.
Leikar fóru svo, að Haukar sigruðu í 3. flokki
með 6:0, en Þjálfi sigraði í 2. fl. með 4:0.
Þetta sama sumar, eða 1932, byrja Haukar að
æfa á íþróttavellinum á Hvaleyrarholti. I fyrstu
hafði félagið engan kennara í knattspyrnu, en er
félagsmenn höfðu verið Jrar nokkrar æfingar,
kom Gísli Sigurðsson lögregluþjónn suður á völl
til okkar og bauð okkur aðstoð sína, og var hún
þegin með þökkum. Er Gísli því fyrsti kennari
félagsins, og er skylt að geta þess, að Gísli vann
þessi störf af stakri kostgæfni og tók ekki eyris-
virði fyrir kennsluna. Gísli var svo hjá okkur um
sumarið og hvatti okkur til að koma af stað knatt-
spyrnumóti milli félaganna hér, og varð það úr,
að keyptir voru tveir bikarar til að keppa um á
vormóti í knattspyrnu.
A FMÆLISBLAB H A U K A
II