Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Side 12

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Side 12
II. FLOKKUR 1932: Efsta röð frá v.: Böðvar B. Sigurðsson, Jóhann Björns- son, Ósliar A. Gíslason, Guðmundur Þórðarson, Guð- sveinn Þorbjörnsson. Miðröð: Nikulás Grimsson, Einar Jóhannsson, Hall- grimur Steingrimsson. Fremsta röð: Ársœll Pálsson, Bjarni Sveinsson, Óskar Evertsson. Um vorið hófst mót í knattspyrnu milli félag- anna Hauka og Þjálfa, og var keppt í 2. og 3. flokki, tveimur umferðum í hvorum flokki. Unnu Haukar báða leikina í 3. fl., en Þjálfi sigraði í 2. flokki eftir þrjá leiki. Haukar unnu fyrsta leik- inn í þeim flokki, en Þjálfi báða hina. Um sumarið var svo keppt í fyrstu leikjunum við utanbæjarfélög, en það voru 3. fl. Vals og 1. fl. Danska íþróttafélagsins í Reykjavík. Töpuðu Haukar báðum þeim leikjum. Um haustið heldur svo Þjálfi knattspyrnumót, og fóru leikar á sömu leið og um vorið, að í 3. fl. sigra Haukar, en í 2. fl. sigrar Þjálii. Með þessu má segja að ijúki fyrsta þætti í sögu Hauka. Félagið hafði komizt yfir byrjunarörðug- leikana, og var þar með rofin sri deyfð, sem hvílt Iiafði yfir íþróttalífinn í Hafnarfirði, og það er óhætt að fullyrða, að það hafi verið áhrifin frá K.F.U.M., senr þá urðn félaginu til góðs. 2. Árið 1932, um haustið, hættir Knattspyrnufé- lagið Þjálfi starfsemi sinni, og var þá mjög líklegt, að afturkippur myndi korna í starfsemi Hauka, en svo varð þó ekki. Formaður Hauka var þá Óskar A. Gíslason og rná þakka honnm það, að félagslífið skyldi ekki bíða neinn hnekki. Auk þess sem Óskar var mjög góður knattspyrnumað- ur og áhugasamur félagi, var hann ávallt prúð- mannlegur í framkomu, jafiit á leikvellinum sem utan hans, og reyndum við yngri félagarnir, en hann var einn af elztu félögum Hauka, að tenrja okkur framkomu Iians og leikni í knattspyrnu. Það virtist því ekki uppörvandi fyrir Óskar að taka við forustu félagsins, en einmitt þá um sum- arið 1933 minnast eldri félagar fnargra skemmti- legra leikja við félögin í Reykjavík. Var þá leikið við flest félögin þar, en þó oftast við Val, og auk þess við ýms smáfélög, sem drengir í ýmsunr bæj- arhlutum Reykjavíkur höfðu stofnað með sér. í desember 1933 var haldinn aðalfundur í fé- laginu ogvar þá Hermann Guðmundsson kosinn formaður þess, en aðrir, er kosnir voru í stjórn, voru þessir: Bjarni Sveinsson, Jóhann Björnsson og Arnlaugur Sigurjónsson. Hermann hélt ötid- lega áfranr starfi Óskars, sem vegna atvinnu sinn- ar flutti til Reykjavíkur. Ég hef áður getið um stærstu störf Hermanns, senr hann lrefnr tekið að sér fyrir félagið, en störf Hernranns jrau ár, senr hann var formaður þess, voru mörg og vissulega erlið. Fyrsta verk Hermanns og liinnar nýkjörnu stjórnar var að reyna að vekja almennan áhuga bæjarbúa á íþróttum, og á fundi í félaginu í janú- ar 1934 var m. a. rætt um það, með hvaða ráðum það yrði gert. Var rætt um það á fundinum, að gefið skyldi út blað og voru félagsmenn hlynntir því, að það skyldi gert. Voru um þetta allfjörugar umræður og var loks samþykkt, að gefið skyldi út prentað mánaðarblað. í ritnelnd hins fyrirhugaða blaðs voru kosnir: Hermann Guðmundsson, Arn- laugur Sigurjónsson, Karl Auðunsson, Magnús Kjartansson og Gestur Gamalíelsson. Það, sem vakti fyrir stjórnendnm félagsins með útgáfu þessa blaðs, var tvennt: I. að vekja al- mennan áhuga bæjarbúa á íþróttum, 2. að hefja áróður fyrir jrví, að skilyrði íþróttamanna til íþróttaæfinga yrðu bætt. Blaðið, sem hlaut nafnið Haukur, kom út fjórum sinnum og var borið í hvert einasta hús í bænum ókeypis. „Haukur“ var prentaður í Prentsmiðju Hafnarfjarðar, og rituðu í það ýmsir málsmetandi menn í bænum og auk þess nokkrir félagsmenn. Mátti glöggt sjá, að útgáfa blaðsins vakti at- hygli fólks í bænum, enda þótt nokkur unglings- bragur væri á sumum greinum þess, því ]>eir fé- 12 AFMÆLISBLAÐ IIAUKA

x

Afmælisblað Hauka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.