Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Síða 25

Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Síða 25
ÍSLANDSMEISTARAR í HANDKNATTLEIK INNANHÚSS 1943 Efri röð, frá vinstri: Stefán Eg- ilsson, Karl Auðunsson, Jón Egilsson. Neðri röð, frá v.: Guðsveinn Þorbjörnsson, Sigmar Guð- mundsson, Bjarni Sveinsson. skólar iðkað hann nokkuð og þá sérstaklega Menntaskólinn í Reykjavík. Þar mun handknatt- leikur hafa verið iðkaður fyrst hér á landi, og var það Valdimar Sveinbjörnsson, sem kenndi hann þar. Þegar Haukar töldu sig orðið kunna reglurnar og voru búnir að æfa um nokkurt skeið, fóru þeir að beita sér fyrir að fá lið til að keppa við, en Jrar var ekki um auðugan garð að gresja, því þá var [rað eingöngu Menntaskólinn, sem iðkaði hand- knattleik. Háðu Haukar nokkra leiki við Mennta- skólann, en ekki reyndumst við sigursælir, því að Menntaskólapiltarnir voru góðir leikmenn og vel æfðir. Um Jjetta leyti fór Knattspyrnufélagið Valur að æfa handknattleik, einkum til þess að vera í þjálfun um veturinn. Hófust þá strax leikir milli Hauka og Vals, enda höfðu þessi félög haft nokkra samvinnu. Þróunin í handknattleik frá þessum árum hef- ur verið mikil, og nú skipta þeir hundruðum, sem iðka þessa íþrótt. Ég lield að fáar íþróttir liafi rutt sér eins fljótt til rúms hér á landi og hand- knattleikur og í fáum landsmótum er meiri |>átt- taka heldur en einmitt handknattleik. Þess vegna þarf að gera meira fyrir Jressa íþróttagrein en gert hefur verið til þessa, og ber Jrá sérstaklega að nefna dómara. Þeir hafa verið fáir, og teldi ég heppilegast, að haldin yrðu dómaranámskeið, eins og knattspyrnumenn hafa gert og að dómara- AFMÆLISBLAB H A U K A Keppni milli Hauka og F. H. 17. júni 1944 25

x

Afmælisblað Hauka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Hauka
https://timarit.is/publication/1975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.