Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Side 27
sem fóru á Landsmótið fyrr á sumrinu. Munaði
okkur talsvert mikið um þær, enda var sjáanlegt
að þær, sem komu inn í lið okkar, voru ekki eins
sterkar sem þær eru ella.
Daginn eftir hélt hátíðin áfrarn. Kepptu þá
Týr og Þór og vann Týr og eignaðist þar nreð bik-
ar þann, er keppt var um. Sumarið áður, liafði
sami flokkur Týs konrið til Hafnarfjarðar í boði
Hauka, til að keppa þar. Eftir að hafa séð leik
Týs-sti'dknanna, virtist okkur sjáanleg framför
hjá þeim frá því sumarið áður og var auðsætt, að
okkur mundi reynast fullerfitt að eiga við þær,
eins og kom á daginn.
Þennan dag var farið með okkur um eyjuna og
sýnt það markverðasta.
Næsta dag, senr var sunnudagur, kepptum við
tvo leiki, þann fyrri við Tý, sem sigraði með 4:1,
en þann seinni við Þór, sem við unnum með 4:1.
Um kvöldið var okkur haldið skilnaðarsamsæti
og var þar margt til skemmtunar, m. a. ræður og
ferðasaga, en svo var dansað til morguns.
Mánudaginn var lagt af stað heirn með „Gísla
Johnsen". Gekk ferðin vel, og beið bifreið eftir
okkur á Stokkseyri. Höfðum við þar skamma við-
dvöl. Komum við heim þreyttar eftir ferðina, en
ríkar að skemmtilegum endurminningum um
hana.
Eitt af því, sem við veittum sérstaka athygli, var
hinn geysilegi undirbúningur, sem íþróttafélögin
í Eyjum leggja í þjóðhátíðina, en þau sjá til skipt-
is um hátíðina. Að þessu sinni sá Týr unr hana og
auk þess tók félagið á móti okkur nteð hinum
mesta myndarskap. Mættu önnur íþróttafélög
margt læra af hinni fórnfúsu vinnu, sem Vest-
mannaeyjafélögin leggja fram til undirbúnings
þjóðhátíðinni. Hitt er aftur á móti undir fólk-
inu sjálfu komið, hvernig hátíðin tekst, því ekki
skortir undirbúning af félaganna hálfu. Að þessu
sinni tókst hátíðin sérstaklega vel.
Það, sem hinir ýmsu flokkar læra af slíkum
ferðum, er ómetanlegt. Hingað til hefur of lítið
verið gert að því, að fara slíkar ferðir. Þær hafa
margskonar gildi, auka viðkynningu, auka þekk-
ingu fólks á hinni skemmtilegu og hollu íþrótt,
handknattleiknum.
Að endingu vil ég segja þetta: Haukar vænta
Jress, að handknattleiksflokkur kvenna frá Vest-
mannaeyjum komi á Landsmótið næsta sumar.
Að sjálfsögðu er það á valdi Í.B.V., hvernig Jrað
skipar ]>ví máli, hvort Jrað verður sameinað lið
eða ekki. Hvernig sem Jvað verður skipað, þá
segja Haukar, ef Jrað verður haldið hér sunnan-
lands: Verið velkomnar á Landsmótið 1946.
Bjarni Sveinsson:
ÍSAFJARÐARFÖR
1945
Það var létt yfir stúlkunum í Haukum, Jregar
þær lögðu af stað til ísafjarðar þann 14. jtilí s.l.
sumar, til að taka Jrátt í Landsmóti kvenna í hand-
knattleik, enda þótt þeim blandaðist ekki hugur
um, að Jrær ættu í vændum spennandi og tvísýna
keppni, eftir því sem reynslan hafði sýnt frá síð-
asta Landsmóti. En liugsunin nm Jrað, hver úrslit
leikjanna yrðu, var ekki efst á baugi hjá Jreim,
lieldur ferðalagið og eftirvæntingin yfir Jrví, að
koma í nýtt umhverfi, heilsa upp á gamla kunn-
ingja og kynnast nýjum.
Farið var með flusfvél Loltleiða, o<>' tók ferðin
vestur aðeins rúma klukkustund, og var jiví dag-
ttrinn notaður til þess að koma sér fyrir og skoða
völlinn, sem leikið skyldi á. Um kvöldið gengu
allir þátttakendur inn á handknattleiksvöllinn,
en síðan setti Sverrir Guðmundsson, formaður
Í.B.Í., mótið með ræðu. Einnig söng Sunnukór-
inn og var setning mótsins hin virðulegasta.
Þá hófst fyrsti leikur, sem var ntilli í. B. í. og
Hauka, og var hann bæði spennandi og jafn í
heild, |)ótt ísfirzku stúlkurnar næðu yfirtökum
strax í byrjun með því að skora 2 fyrstu mörkin,
þá Haukar eitt og Í.B.Í. litlu síðar annað, og end-
aði fyrri hálfleikur 3:1, Í.B.Í. í vil. Síðari hálf-
leik lauk með 2:1 Haukum í vil. Úrslitin urðu
jtví að Í.B.Í. sigraði með 4:3.
Næsta leik, sem var strax á eftir, léku Ármann
og Fimleikafélag Hafnarljarðar. Þeim leik lauk
með sigri Ármanns nteð 6:2.
Næsta dag, senr leikið var, lék Ármann gegn
Haukum og F. H. gegn Í.B.Í. Unnu Haukar með
2:1, en Í.B.Í. með 6:2.
Síðasta dasr mótsins léku Haukar gegn F. H. or-
Í.B.Í. gegn Ármanni. Sigruðu Haukar með 3:0,
en Í.B.Í. með 6:0. Urðu ísfirzku stúlkurnar þar
með íslandsmeistarar 1945.
Það, sem einkenndi leik ísfirzku stúlknanna,
var hinn mikli flýtir þeirra, dugnaður og live þær
notuðu hvert tækifæri til að skjóta á markið.
Ármannsstúlkurnar léku vel að vanda, en virt-
ust nokkuð taugaóstyrkar, enda voru ]ræ-r að verja
A F M Æ 1.1 S B L A fi H A U K A
27