Afmælisblað Hauka - 15.02.1946, Side 32
Sundlaug Hafnarfjarðar
að grafa grunn fyrir sundlaugina, en vegna ým-
issa örðugleika miðaði verkinu hægt álram þar til
á árinu 1941. Þá var hafin bygging sjálfrar laug-
arinnar.
Arið eftir tók bærinn raunverulega sundlaug-
arbygginguna í sínar hendur, með skipun svo-
nefnds sundlaugarráðs. Sundlaugarráðið hagaði
þó þannig starfi sínu, að fullt tillit var tekið til
samþykkta og ákvarðana sundlaugarnefndar.
Fyrir dugnað og framtak sundlaugarráðs gekk
bygging sundlaugarinnar mun betur en hægt var
að búast við, og 29. ágtist 1943 var sundlaugin
komin upp, og var hún vígð þann dag með mik-
dli viðhöfn.
Er laugin liið myndarlegasta mannvirki, mun
fullkomnari en áætlað var í fyrstu, en óyfirbyggð.
Er það stór galli hvað snertir vetrarrekstur henn-
ar, hinsvegar er liún skemmtilegri óyfirbyggð að
sumarlagi í góðri tíð.
Þótt knattspyrnuvöllurinn á Hvaleyrarholti
nægði Haukum hin fyrstu ár félagsins, fór ekki
hjá því að liann yrði allt of lítill þegar félaginu
óx fiskur um hrygg og það eignaðist 1. flokk í
knattspyrnu og fór að reyna sig við knattspyrnu-
félögin i Reykjavík.
Þess vegna lögðu Haukar í það mikla vinnu og
fjármuni að lagfæra og stækka völlinn, en sú við-
gerð dugði skammt og var séð strax á árinu 1935,
að hinar einu úrbætur sem dyggðu væri stór og
fullkominn völlur á hagkvæmari stað en sá gamli.
Það var á skemmtifundi Hauka 1935, sem hug-
myndin um fullkomið íþróttasvæði í Víðistöð-
um kom fyrst formlega fram, í erindi sem þar var
flutt um þessi mál.
Hinsvegar hafði oft áður á nreðal íþróttamanna
verið rætt um Víðistaðina senr hinn fyrirheitna
stað fyrir íþróttastarfsemina, og það var í alla
staði eðlilegt. Hugur æskunnar hafði ávallt laðast
að þessu svæði. Þar fóru fram fyrstu íþróttaæfing-
arnar úti og þar var gerður fyrsti vísirinn að í-
þróttavelli. Þar að auki voru Víðistaðir eina
svæðið í nágrenni bæjarins, sem rúmar leikvelli,
áhorfendasvæði, hris og bílastæði, og annað sem
þarf að koma fyrir á fullkomnu íþróttasvæði.
Síðan þessi hugmynd kom fram fyrst í Hauk-
um, hefur margt verið gert til þess að koma henni
í framkvæmd.
Samþykktir voru gerðar innan Hauka um að fá
íþróttafélögin í bænum til þess að ljá 'málinu
fylgi sitt, og Haukar liafa lagt sig fram af fremsta
megni í baráttunni fyrir framgangi málsins.
Árið 1943 náðist sá árangur, að bæjarstjórn
skrifaði íþróttaráði Hafnarfjarðar bréf og óskaði
32
A F M Æ L I S B L A Ð H A U K A