Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Qupperneq 7

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Qupperneq 7
7 Gjögur hf Guðmundur Arason ehf-GA Smíðajárn Gullkistan skrautgripaverslun www.thjodbuningasilfur.is Gullsmiðurinn í Mjódd Hagi ehf-Hilti Halldór Jónsson ehf Hákon Bjarnason ehf Hár Class hársnyrtistofa Hársnyrtistofan Arnarbakka ehf Henson sports Herrafataverslun Birgis ehf Hið íslenska bókmenntafélag Hjá GuðjónÓ ehf Hjá Hrafnhildi Hjúkrunarheimilið Skjól Hljóðfærahúsið ehf Hótel Leifur Eiríksson ehf Hótel Óðinsvé Hrafnistuheimilin Hreinsitækni ehf Hreyfill Höfðahöllin bílasala Höfðakaffi ehf IBH ehf Intellecta ehf Íbúðagisting.is Ísbúðin Erluís Íslenska auglýsingastofan Ísold ehf Íþróttasamband fatlaðra JE Skjanni ehf, byggingaverktakar JHM Sport ehf Jónar Transport hf K.F.O. ehf Keiluhöllin Egilshöll Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Kjöreign ehf, fasteignasala Klettur - sala og þjónusta ehf Klettur-Skipaafgreiðsla ehf KOM almannatengsl Krumma ehf Landssamband lögreglumanna Listvinahúsið, leirkerasmíði Litróf ehf LOGOS lögmannsþjónusta Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf Lögfræðiþjónusta Sigurðar Sigurjónssonar hrl Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Magnús og Steingrímur ehf Margt smátt ehf Matthías ehf Málningarvörur ehf Merlo Seafood Multivac ehf Múrarameistarafélag Reykjavíkur Myconceptstore Nasdaq Iceland Neshamar ehf Menntun gjörbreytir aðstæðum unglinga í fátækra- hverfum Í Úganda er Hjálparstarf kirkjunnar í samstarfi við samtökin Ugandan Youth Development Link, UYDEL, sem hafa ára- tuga reynslu af því að vinna með ungu fólki í fátækrahverfum Kampala og eru leiðandi í baráttunni gegn mansali og barna- þrælkun í landinu. Í höfuðborginni reka UYDEL smiðjur fyrir börn og ungmenni á aldrinum 13-24 ára og fjármagnar Hjálparstarf kirkjunnar starfið í þremur þeirra. Í smiðjunum þremur stunda um 500 unglingar nám ár hvert. Markmiðið er að unga fólkið öðlist verk- kunnáttu sem það getur nýtt til að sjá sér farborða, að það taki þátt í uppbyggilegum tómstundum og námskeiðum sem styrkja sjálfsmyndina og að þau séu upplýst um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Í smiðjunum geta unglingarnir valið sér ýmis svið og öðlast nægilega færni til að verða gjaldgeng á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð. Einnig eru á dagskrá dans, leik- og sönglist og íþróttir. Mikið er lagt upp úr því að styrkja sjálfsmynd unglinganna sem koma úr ömurlegum aðstæðum í fátækrahverfunum. „Áður var eins og ég væri ekki til en núna vinn ég fyrir mér, ráðstafa launum mínum eins og ég kýs og fólk virðir mig,“ sagði Salóme, tvítug stúlka, sem útskrifaðist úr smiðju UYDEL árið 2018 og vinnur nú sem herbergisþerna á stóru hóteli í Kampala, höfuðborg Úganda. Hjálparstarf kirkjunnar fjármagnar kennsluna og starfið í smiðj- unni. Í maí síðastliðnum fóru framkvæmdastjóri og fræðslu- fulltrúi Hjálparstarfsins í vettvangsferð til að hitta núverandi nemendur í smiðjum UYDEL jafnt sem útskrifaða til að kynnast högum þeirra betur. Salóme sagðist ánægð í vinnunni og þakkaði ítrekað fyrir tæki- færið sem hún fékk með ársnámi í smiðjunni. Eftir námið komu félagsráðgjafar UYDEL því til leiðar að Salóme kæmist á starfsnemasamning á hótelinu. Hún stóð sig vel og fékk þar fasta vinnu í framhaldinu. Salóme leggur fyrir af launum sínum vikulega en draumur hennar er safna nægu fé til að geta opnað eigin matsölubás. „Þú verður að vinna hörðum höndum til að ná árangri,“ sagði hún full bjartsýni. „Núna virðir fólk mig“

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.