Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Qupperneq 8
8
Hjálparstarf kirkjunnar þakkar stuðninginn
Norræna ferðskrifstofan Smyril Line
Nýi tónlistarskólinn
Nýi ökuskólinn ehf
Nýtt Skil slf
Olíudreifing ehf
Orðabankinn sf
Ottó B. Arnar ehf
Ó. Johnson & Kaaber ehf
Ólafur Þorsteinsson ehf
Ósal ehf
ÓV jarðvegur ehf
Pingpong.is
Plast - miðar og tæki ehf
Premis ehf
Raflax ehf
Rafsvið sf
Réttur - ráðgjöf & málflutningur
Rikki Chan ehf
Rima Apótek
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja-
SSF
Segull ehf
Sigurborg ehf
Skorri ehf
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs
SM kvótaþing ehf
Snyrtistofan Gyðjan ehf
Sólon Bistro
Special Tours
Sport-Tæki ehf
Sprinkler pípulagnir ehf
Spör ehf, auglýsingastofa
Stansverk ehf
Sveinsbakarí
Söngskólinn í Reykjavík
Tannlæknastofa Tómasar Einarssonar
Tannréttingar sf
TCM Innheimta ehf
TEG endurskoðun ehf
Terra Export ehf
THG Arkitektar ehf
Tónastöðin ehf
Trans Atlantic ehf - ferðaskrifstofa
Trésmiðja GKS ehf
Tösku- og hanskabúðin ehf
Umbúðamiðlun ehf
Umslag ehf
Útfararstofa Svafars og Hermanns ehf
VA arkitektar ehf
Varmi ehf
VDO ehf
Verslunin Álfheimar
Verslunin Brynja ehf
Vesturröst-Sérverslun veiðimanna
Vélar og verkfæri ehf
Vélvík ehf
Við og Við sf
Virkjun ehf
VOOT Beita
VSÓ Ráðgjöf ehf
Frá árinu 1989 hafa Hjálparstarf kirkjunnar og Fósturforeldrar
stutt starf Sameinuðu indversku kirkjunnar, United Christian
Church of India eða UCCI, með því að greiða kostnað við skóla-
og heimavist fyrir börn og unglinga ásamt því að senda stök
framlög til viðhalds bygginga og til starfsemi 40 rúma sjúkrahúss
sem UCCI rekur. Starfsárið 2018 – 2019 styrktu Hjálparstarf
kirkjunnar og Fósturforeldrar 225 börn og unglinga til náms en
auk þess greiddi Hjálparstarfið laun fyrir átta kennara við skól-
ann. Heildarframlag nam 10,7 milljónum króna.
UCCI hefur starfað í Andhra Pradeshfylki í austurhluta Indlands
frá árinu 1968. Frá stofnun hefur kirkjan hjálpað fjölskyldum sem
tilheyra hópi hinna stéttlausu í fylkinu og búa við örbirgð. UCCI
rekur þar skóla, heimavist og spítala ásamt því að gefa fólki mat.
Áslaug Stefánsdóttir Indlandsvinur er upphafskona Fósturfor-
eldra en það er hópur fólks sem greiðir fyrir veru barna í skóla og
heimavist UCCI með reglulegum fjárframlögum.
Fæst barnanna eru munaðarlaus en sakir fátæktar og fordóma
komast þau ekki í almenna skóla. Þegar börnin hefja skólagöngu
hjá UCCI opnast þeim möguleiki til betra lífs en félagsleg staða
þeirra og fátækt annars býður þeim. Auk þess er þeim um leið
forðað frá óhóflegri vinnu, hungri og skorti á læknisþjónustu.
Skólastarfið er því mikilvæg forvörn gegn því að börn lendi í
vinnuþrælkun. Menntunin býr með börnunum það sem eftir er
og hefur margvísleg áhrif á möguleika þeirra til að lifa með reisn.
Samstarf Hjálparstarfs kirkjunnar og UCCI hófst í kjölfar þess
að skóli UCCI brann til kaldra kola árið 1988 en þá voru nem-
endur 400 talsins í sjö bekkjardeildum. Skólastjórinn heimsótti
þá Áslaugu til Íslands og saman leituðu þau til Hjálparstarfs
kirkjunnar um aðstoð við endurbyggingu skólans. Í byrjun árs
1989 sendi Hjálparstarfið 15.000 bandaríkjadali til verksins og
hefur samstarfið haldið áfram óslitið síðan þá.
Unglingar fá tækifæri til verknáms hjá UCCI. Meðal námsgreina eru körfugerð saumar, smíði, rafiðn og jarðrækt.
Skóli og heimavist
fyrir börn hinna stéttlausu
í þrjátíu ár