Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Side 9

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Side 9
9 Wurth á Íslandi ehf XCO ehf Z - brautir og gluggatjöld Þorsteinn Bergmann ehf Þrír Frakkar hjá Úlfari, veitingahús Ökuskólinn í Mjódd ehf SELTJARNARNES Horn í horn ehf, parketlagnir Önn ehf, verkfræðistofa KÓPAVOGUR ALARK arkitektar ehf Alhliða pípulagnir sf Bazaar Reykjavík ehf Bifreiðastillingin ehf Bifreiðaverkstæði Kópavogs ehf Bifreiðaverkstæðið Stimpill ehf Blikksmiðjan Vík ehf Bólstrun Ásgríms Þ Ásgrímssonar ehf Dressmann á Íslandi ehf Einar Ágústsson & Co ehf Fararsnið, sælkeragöngur um Ítalíu Flugfreyjufélag Íslands Fríkirkjan Kefas GG Sport Glermenn ehf goddi.is Greitt Gróðrarstöðin Storð ehf Grunnlagnir ehf, pípulagnaþjónusta Hagblikk ehf Hefilverk ehf Hilmar Bjarnason ehf, rafverktaki Hitatækni ehf Hjörtur Eiríksson sf Hoist vinnulyftur Húsfélagaþjónustan ehf IClean ehf Iðnaðarlausnir ehf Ísfix ehf JS ljósasmiðjan - Sláttuvélamarkaðurinn Kambur ehf Karína ehf Kraftvélar ehf Lindakirkja Línan ehf LK pípulagnir ehf Loft og raftæki ehf Malbiksviðgerðir ehf Nobex ehf Pústverkstæði Hjá Einari Reiðhjólaverslunin Hjólið ehf Skólamyndir ehf Suðurverk hf Söluturninn Smári Tröllalagnir ehf, pípulagningaþjónusta Tækniþjónusta Ragnars G Gunnarssonar Vatn ehf Visitor, ferðaskrifstofa Zenus - sófar & gluggatjöld Þróunarsamvinna ber ávöxt er samstarfsverkefni félagasamtaka sem starfa á vettvangi alþjóðlegra mannúðarmála og hjálpar- starfs sem og utanríkisráðuneytis. Markmið þess er að vekja athygli á mikilvægi þróunarsamvinnu en samkvæmt heimsmark- miðum Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun er útrýming hungurs og fátæktar í öllum sínum birtingarmyndum brýnasta verkefnið á heimsvísu og skilyrði fyrir sjálfbæra þróun. Vitundarvakningin í ár var skipulögð dagana 9. – 13. septem- ber og fólst í því að veita fyrirtækjum á Íslandi upplýsingar um samvinnutækifæri sem standa þeim til boða en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir aukið samstarf atvinnulífs, félagasamtaka og stjórnvalda forsendu þess að raunverulegur árangur náist við að útræma fátækt og auka velsæld í lágtekjuríkj- um í heiminum. Um 90 fulltrúar fyrirtækja, félagasamtaka og utanríkisráðuneytis tóku þátt í málstofu sem haldin var þann 10. september. Þar var meðal annars fjallað um samstarfssjóð atvinnulífs og stjórnvalda sem er ætlað að virkja þekkingu, fjármag og frumkvæði íslenskra fyrirtækja í þróunarsamvinnu. Þá sögðu fulltrúar fyrirtækja og félagasamtaka frá verkefnum sem íslensk fyrirtæki koma nú þegar að í þróunarsamvinnu. „Starfsfólk, viðskiptavinir og fjárfestar gera æ meiri kröfur til fyrirtækja um samfélagslega ábyrga hegðun. Með þátttöku í þróunarsamvinnu geta fyrirtæki aukið stolt starfsmanna sinna og gefið viðskiptavinum og fjárfestum skýran og ábyrgan valkost. Þátttaka í þróunarsamvinnu er tækifæri fyrir fyrirtæki, sama hversu stór eða smá þau eru, til þess að leggja sitt af mörkum svo heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun náist á tilsettum tíma. Fyr- irtæki geta lagt lóð sín á vogarskálarnar með ýmsum hætti, hvort sem það eru fjárframlög, aðgengi að starfsfólki eða stuðningur í formi þekkingar eða búnaðar,“ sagði Áslaug Ármannsdóttir, verkefnisstýra Þróunarsamvinna ber ávöxt þetta árið. Fulltrúar félagasamtaka sem standa að vitundarvakningu um mikilvægi þróunarsamvinnu og baráttunnar gegn fátækt og hungri í heiminum. Frá vinstri: Kristín Ólafsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Laufey Birgisdóttir frá ABC barnahjálp, Harpa Júlíusdóttir frá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Ragnar Schram frá SOS Barnaþorpunum, Áslaug Ármannsdóttir verkefnisstýra Þróunarsamvinna ber ávöxt árið 2019, Kristín Hjálmtýsdóttir frá Rauða krossinum, Erna Reynisdóttir frá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, Stella Samúelsdóttir frá UN Women á Íslandi, Stefán Örn Gíslason frá Unicef og Ragnar Gunnarsson frá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga. Brýnt að íslensk fyrirtæki taki þátt í þróunarsamvinnu

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.