Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.10.2019, Blaðsíða 16
www.gjofsemgefur.is
GJÖF SEM GEFUR
Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu á Íslandi
eða erlendis um nauðsynjar. Gefðu frumlega og skemmtilega gjöf sem getur
breytt miklu fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda.
„Elsku systir, þú hefur gefið fjölskyldu í Afríku vatnsbrunn“.
Gjafabréf
fyrir fjölskyldu í Afríku.
Fyrir andvirði þessa gjafabréfs verður
fátækri fjölskyldu í Úganda eða Malaví
gefin geit. Fjölskyldurnar, þ.á m. mun-
aðarlaus börn sem búa ein, taka þátt
í þróunarverkefni með Hjálparstarfi
kirkjunnar. Fyrst er vatns aflað og það
svo nýtt til að veita á akra, til að gera
fiskiræktartjarnir eða til að halda skepnur.
Geit gefur af sér mjólk, tað til áburðar,
afkvæmi og skinn sem ýmist má nota
heima eða selja fyrir nauðþurftum. Taðið
bætir uppskeruna, fæðan verður fjöl-
breyttari með prótínum geita
og heilsan batnar. Afkoman verður
öruggari en með upp
saman og lífsgæðin meiri.
Geit
afurð
skerunni einni
Gjafabréf
Andvirði þessa gjafabréfs fer til kaupa á skólagögnum
fyrir börn á Íslandi.
Það er leikur að læra
Það verður leikur að læra með nauðsyn-
legar bækur, ritföng, skjólgóða úlpu,
tölvu og skólagjöldin greidd í framhalds-
skóla. Með þessu gjafabréfi sérð þú til
þess að unglingur frá efnalítilli fjölskyldu
á Íslandi hafi þetta allt meðferðis og sé
klár í skólann. Þú dregur úr líkum á því
að unglingurinn hætti í skóla og lendi í
vítahring lítillar menntunar, lágra launa og
fátæktar – að barn líði fyrir stöðu foreldra
sinna. Gjöf til skólabyrjunar er góð gjöf.
Gjafabréf
Andvirði þessa gjafabréfs gefur hlutdeild í brunni.
Hreint, tært og frískandi vatn er undirstaða
alls lífs í heiminum. Þó hafa 800 milljónir
manna ekki aðgang að hreinu vatni.
Brunnur breytir þessu fyrir allt að 600
manns, til frambúðar. Í þorpi í Malaví mun
lífið taka stakkaskiptum. Heilsufar batnar
og vinnuálag á stúlkum og konum verður
minna, því það er þeirra hlutverk að sækja
vatn. Stúlkur fá loksins tíma til að ganga
í skóla og konur fá meiri tíma til að sinna
börnum, ræktun og velferð fjölskyldunnar.
Þetta gjafabréf gefur 20 manns hlutdeild í
brunni og þar með vatn til áratuga.
Hreint vatn
fyrir 20 manns
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 133581