Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 12
12 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Veiðitímabil á hreindýrstarfa hófst 15. júlí og hreindýrskúa 1. ágúst. Það sem af er hafa veiðst u.þ.b. 121 tarfur og 14 kýr. Jóhann G. Gunnarsson, sér- fræðingur í teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfis- stofnun, segir veiðar fara frekar hægt af stað. „Mikið hefur verið um þokur í því hægviðri sem verið hefur undanfarnar vikur,“ segir hann. Búið sé að veiða tarfa á öllum veiðisvæðum. Þó mest á svæðum eitt og sex, þar sem kvótinn á törfum sé hvað hæstur. „Dýrin eru vel á sig komin og búið að fella nokkra tarfa sem hafa verið um og yfir 100 kg í fallþunga. Menn verða að nýta alla góða daga sem gefast í veðrinu og fylgjast vel með þannig að ekki verði örtröð seint á veiðitímanum. Þó að kvótinn sé lítill á mörgum svæðum þá getur það gerst,“ segir Jóhann. Hann bendir jafnframt á að á veiðisvæði tvö sé lítill kvóti eins og í fyrra vegna fæðar dýra á Fljótsdalsheiðinni og víðar á svæði tvö. Átta hundruð dýra kvóti Í ár er heimilt að veiða allt að 800 hreindýr; 397 kýr og 403 tarfa. Kvótinn er sá minnsti í mörg ár. Gjald fyrir veiðileyfi á tarf er 193 þúsund krónur og 110 þúsund fyrir kú. Veiðitíma á tarfa lýkur 15. september og á kýr 20. september. Á tímabilinu 1. nóvember til og með 20. nóvember eru veiðar á kúm þó heimilaðar á svæðum átta og níu samkvæmt þar til bæru veiðileyfi. Námskeið fyrir nýja leiðsögu- menn með hreindýraveiðum var haldið í vetur. „Þeir sem sátu það þurfa svo að fara tvær veiðiferðir sem nemar með reyndum leiðsögumanni og þegar það er í höfn ásamt öðrum skilyrðum þá fá þeir skírteinið í hendur,“ útskýrir Jóhann. Um miðjan ágúst voru 11 af 32 komnir með réttindin. Veitt sé sem vestast Sérstök tilmæli eru frá Umhverfis- stofnun um að veiðimenn leitist við að veiða sem stærstan hluta kvótans á svæði níu vestast á svæðinu í Suðursveit. Er tilgangurinn að draga úr líkum á að hreindýrin á svæði níu leiti milli sauðfjárveikivarnahólfa yfir í Öræfasveit, sem og að stuðla að fækkun hreindýra sem gengið hafi á Breiðamerkursandi og valdi þar gróðurskemmdum. /sá Hreindýraveiðar: Þoka hefur torveldað veiðiskap Heimilt er að veiða 800 hreindýr í ár. Nú er búið að veiða rúmlega 120 tarfa og á annan tug kúa. Mynd / pvdberg Veiðisvæði hreindýra. Fiskeldisskóli slær í gegn Nemendur Fiskeldisskóla unga fólksins í Þorlákshöfn en krakkarnir heimsóttu meðal annars laxeldisfyrirtækið First Water. Mynd / Aðsend Fiskeldisskóli unga fólksins hefur víða verið vel sóttur í sumar. Fiskeldisskólinn er samstarfs- verkefni vinnuskóla sveitarfélaga, Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og fyrirtækja í fiskeldi. Honum er ætlað að bæta menntun tengda fiskeldi og miðla þekkingu til krakka á aldrinum 14-16 ára. Kennarar eru nemendur sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri, ýmist útskrifaðir eða enn í námi. „Skólinn hefur gengið mjög vel og mikill áhugi er á honum. Í sumar vorum við til dæmis að kenna í fyrsta sinn á Húsavík og í Þorlákshöfn en við höfum einnig kennt hann í Vesturbyggð og á Djúpavogi. Fiskeldisskólinn er hluti af „Bridges VET“ verkefni, sem er samstarfsverkefni Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands um nám í fiskeldi,“ segir Guðrún Arndís Jónsdóttir, forstöðumaður í Háskólanum í Akureyri, alsæl með áhuga unga fólksins á fiskeldisskólanum. /mhh Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa gert með sér samstarfs- samning til að auka þekkingu og bæta þjónustu á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu. Samningurinn var staðfestur í júlíbyrjun og er um rannsóknasamstarf bæði í innlendum sem erlendum verkefnum og samstarf um tillögur og sérverkefni fyrir stjórnvöld á sviði landbúnaðar og matvæla. Segir í fréttatilkynningu að samstarf verði um uppbyggingu rannsókna- innviða og sérfræðiþekkingar þar sem við á. Sérfræðingar beggja munu tengjast betur í gegnum sameiginleg verkefni. Áherslusviðin þar sem samstarfið mun gagnast eru t.d. sauðfjárrækt, kynbætur (erfðafræði), ný prótein, tenging vinnslu og frumframleiðslu, nýting hliðarafurða, fóður, áburður, vöruþróun og samstarf við neytendur. Þá er stefnt að nýtingu sértækra rannsóknainnviða hvorrar stofnunar um sig til að skapa samlegðaráhrif í starfsemi og um leið að styrkja rekstrarforsendur innviðanna. Gert er ráð fyrir vinnu nýdoktora, doktors- og eða meistaranema í völdum samstarfsverkefnum og skulu þeir að jafnaði vera undir leiðsögn sérfræðinga annars eða beggja aðila. Leitast verður við að fjölga doktorsnemum á sviði landbúnaðar og matvæla. Jafnframt verður lögð sérstök áhersla á nýtingu á erlendum tengslanetum í Evrópu og Norðurlöndum, sbr. UNIgreen og öðrum samstarfsaðilum eftir því sem við á. /sá Saman í rannsóknir Nú í byrjun ágúst staðfestu íslensk stjórnvöld aðgerða- áætlun gegn sýklalyfjaónæmi, sem talin er vera ein helsta heilbrigðisógn samtímans. Hingað til hefur sýklalyfjaónæmi ekki verið jafnstórt vandamál á Íslandi og víða annars staðar, en samkvæmt aðgerðaáætluninni hefur það farið vaxandi hér á undanförnum árum. Talið er að aukið sýklalyfjaónæmi muni valda erfiðleikum við meðhöndlun ýmissa sjúkdóma og sýkinga, auka dánartíðni og kostnað í heilbrigðiskerfinu. Sú hætta er metin raunveruleg að í náinni framtíð verði ekki hægt að meðhöndla einfaldar og alvarlegar sýkingar með sýklalyfjum. Regluleg vöktun Undir aðgerðaáætlunina skrifuðu Willum Þór Þórs- son heilbrigðisráðherra, Bjarkey Olsen Gunnars- dóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Aðgerðaáætluninni var skilað til Willums í byrjun árs en að vinnu hennar kom þverfaglegur starfshópur. Eitt af markmiðum áætlunarinnar er að bæta yfirsýn og þekkingu á útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería og sýklalyfjaleifa í umhverfinu, hjá mönnum, dýrum og í matvælum. Það verður gert með því að koma á reglulegri vöktun en til þess þarf Umhverfisstofnun úrræði eins og mannafla og fjármagn – en fyrir því er gert ráð fyrir í kostnaðaráætlun aðgerðaáætlunarinnar. Meira eftirlit og aukin fræðsla Helstu aðgerðir sem snúa að landbúnaði og matvælaframleiðslu snúa að meira eftirliti með notkun sýklalyfja í dýrum, auka fræðslu til almennings, dýralækna og matvælaframleiðenda. Áætlunin nær til áranna 2025–2029 og inniheldur sex aðgerðir sem fela í sér 24 markmið og 75 verkefni sem nauðsynlegt er að hrinda í framkvæmd. /smh Sýklalyfjaónæmi: Aðgerðaáætlun staðfest Aukin fræðsla til almennings, dýralækna og matvæla- framleiðenda er meðal helstu aðgerða sem snúa að landbúnaði og matvælaframleiðslu. Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.