Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 37
37ViðtalBændablaðið | Fimmtudagur 15. ágúst 2024 Það er því mikill samgangur og oft glatt á hjalla hjá Melsurum eins og þau kalla sig, enda barnabörnin 22 og barnabarnabörnin orðin tvö. Jólaboðið og þorrabót Melsara er haldið á heimili þeirra Guðrúnar og Olla en hápunkturinn eru Melsleikar sem haldnir eru á hverju sumri. Hlaupið í skarðið, Yfir og aðrir gamlir og góðir útileikir eru teknir til kostanna og Melsarar taka viðburðinn alvarlega, skipt er í tvö lið og þau merkt með sérhönnuðum bolum og í lokin eru afhentir bikarar fyrir góða frammistöðu og reyndar líka skammarverðlaun þegar það á við. Verðlaunagripir skreyta hillur þessarar elstu kynslóðar Melsara en þar má líka finna skammar- verðlaun. Ánægð og hlakka til næstu ára „Við erum mjög sátt hérna í skóginum, okkur hefur verið gefið afskaplega mikið,“ segja þau. Húsið þeirra heitir Furumelur og sitt til hvorrar handar eru synirnir Rögnvaldur á Reynimel og Jónas á Birkimel með sínar fjölskyldur og stutt til Þóreyjar. „Lífið hefur verið okkur gott, ég mæti á fjalirnar þegar leikfélagið kallar,“ segir Olli en hann hefur verið afar liðtækur hjá leikfélaginu og sama má segja um afkomendur þeirra sem kunna vel við sig á sviði. „Svo er ég í tveimur kórum,“ segir hann og augljóslega „helsáttur“ eins og unga fólkið segir. Guðrún hefur nú nógan tíma í handverkið og opinberar draum sinn um húsbíl svo hægt sé að ferðast um landið. Hver skyldi nú hafa séð það fyrir að þessir ungu bræður, Olli og Brandur, sem upp úr miðri síðustu öld fylgdu draumum sínum, hefðu síðan þá margfaldað sig mörgum sinnum og framleitt matvæli fyrir landann í ómældu magni? Ef þeir, og spúsur þeirra, geta ekki horft stolt um öxl, hver getur það þá? Melur um það leyti þegar nýju eigendurnir tóku við búrekstrinum og fluttu með manni og mús. Nýju bændurnir á Mel. Þarna er hundurinn Glámur, með hjónin Guðbrand Guðbrandsson og Jónu Jónsdóttur sér á vinstri hönd og hárprúði ungi maðurinn er Þorkell Guðbrandsson. Dökkhærða barnið er Áslaug Guðbrandsdóttir og það ljóshærða Úlfar Guðbrandsson Það er mörg búmannsraunin. Hér eru þau hjón, Guðbrandur og Jóna, í búreikningum á Staðarhrauni. Ný kynslóð útihitara Gæða útihitarar á verönd, svalir og öll útisvæði. Þola regn og mega vera úti allan ársins hring. Stillanleg veggfesting fylgir og fjarstýring með 3 hitastillingum. Skjólveggir fyrir bústaðinn Sérlega fallegir skjólveggir úr gleri sem veita gott skjól án þess að trua útsýnið. Veggirnir koma í ýmsum stærðum og útfærslum. Verið velkomin í Flísabúðina og fáið ráðgjōf sérfræðinga okkar. Stórhöfða 21, 110 Reykjavík | 545 5500 | flis@flis.is | flisabudin.is Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is TILBOÐSVERÐ Kr. 4.100.000 Við auglýsum svo sannarlega ekki “verð frá”. VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ SERES 3 Luxury Rafmagnsbíllinn býður upp á ríkulegan staðalbúnað og frágang í hæsta gæðaflokki! Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is HILLTIP VETRARBÚNAÐUR ____________________ SNJÓTENNUR, FJÖLPLÓGAR, SALT - OG SANDDREIFARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.