Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 15.08.2024, Blaðsíða 1
14. tölublað 2024 ▯ Fimmtudagur 15. ágúst ▯ Blað nr. 661 ▯ 30 árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Nautgripabændurnir Karen Ósk Guðmundsdóttir og Ásgeir Ósmann Valdemarsson á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu ásamt börnum sínum, Emil Jóhanni, fimm ára, og Dagbjörtu Ósk, fjögurra ára. Þau festu kaup á búinu árið 2022 og hafa síðan þá fjölgað kúnum, sett upp mjaltaþjón og tvöfaldað framleiðslugetuna en auk þess eru þau með holdakýr. – Sjá nánar á síðum 32–33. Mynd / Ásvaldur Lárusson Xxxxxxx 24 Unga fólkið í Víkum Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkju- framleiðendur á Íslandi. Aðeins eitt fyrirtæki á Íslandi útvegar alla kolsýru hér á landi. Að sögn bænda hefur fyrirtækið Linde Gas, sem er í markaðsráðandi stöðu, ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart framleiðendum. Hvorki hafa viðskiptavinir Linde Gas fengið umsamið magn koltvísýrings né á þeim tíma sem þeir þarfnast hans. Dæmi séu um að fyrirtækið hóti skerðingu á þjónustu og niðurfellingu á viðskiptakjörum ef hreyft sé við mótmælum. „Það hafa komið tímabil þar sem við fáum annaðhvort tilkynningu um að ekki sé hægt að afhenda vöruna, eða þá að það sé frestun á afhendingu og við því beðin um að skrúfa niður í gróðurhúsunum og spara á meðan,“ segir Axel Sæland, formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökunum. Bændur hafi lent í því að vera koltví- sýringslausir svo vikum skiptir sem hefur bein áhrif á framleiðslumagn og gæði afurðanna. Þetta kemur aftur niður á rekstraröryggi garðyrkjustöðvanna. Axel segir að Linde Gas hafi borið fyrir sig skort á koltvísýringi. „Þeir vitna yfirleitt í þá borholu sem þeir hafa verið að vinna úr hér á landi.“ Hann bendir á að fyrirtæki sem séu með einokun á markaði lúti ákveðnum skuldbindingum gagnvart markaðnum. „Markaðurinn er í dag háður þessu fyrirtæki á Íslandi. Þeir þurfa að vanda til verks og það á að vera viðskiptavinum til góða að geta leitað til trausts aðila.“ Viðskiptasamband Linde Gas við garðyrkjubændur felst í því að bændur gera samning um að leigja af þeim tanka fyrir ákveðið mánaðargjald og skuldbinda sig um leið til að kaupa af þeim áætlað magn af koltvísýringi. Fyrirtækið á að sjá um að fylla á tankana þegar þeir tæmast. „Bændur þurfa ákveðið afhendingaröryggi svo framleiðslan detti ekki niður. Fyrirtækið vill líka öryggi á notkun tanka sem þeir útvega. Bændur skuldbinda sig fyrirtækinu alveg með því að leigja tank frá þeim, því þeir mega eingöngu kaupa koltvísýring frá Linde Gas,“ segir Axel. Hins vegar hafi margir bændur orðið fyrir framleiðslubresti vegna þess að fyrirtækið afhendir ekki koltvísýring á réttum tíma. „Það er bagalegt fyrir bændur að vera að leigja tank sem ekki er fyllt á. Það virðist vera undir hverjum bónda fyrir sig komið, eins og staðan er í dag, að fá leigu á tanki niðurfellda ef tankur er tómur eða ef þeir geta ekki afhent koltvísýring.“ Dæmi séu um að úr sér gengnir tankar hafi verði í notkun á garðyrkjustöðvum og bændur hafi skoðað þann möguleika að fjárfesta sjálfir í tanki en forsvarsmenn Linde Gas þá sett þeim stólinn fyrir dyrnar með því að skerða þjónustu við þá og hækka verð. Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis, sleit viðskiptasambandi við fyrirtækið og stendur nú sjálf að innflutningi á koltvísýringi. „Við fórum því í þá vegferð að kaupa sjálf tanka erlendis frá, sem varð til þess að Linde Gas, eini aðilinn á landinu sem selur koltvísýring, hótaði því að þau myndu ekki afgreiða okkur nema á hærra verði,“ segir hún. Draumurinn sé að geta fengið koltví- sýringinn hér heima en á Hæðarenda í Grímsnesi er slík framleiðsla fyrir hendi. Linde Gas hefur hins vegar yfir þeirri auðlind að ráða. Linde Gas á Íslandi er í fullri eigu langstærsta gasfyrirtækis heims, Linde plc. Fyrirtækið hér á landi er afar stöndugt, hefur skilað hagnaði svo árum skiptir og greitt eigendum sínum þrjá milljarða króna í arðgreiðslu á síðastliðnum fimm árum. /ghp – Sjá nánar á síðum 20–21. Koltvísýringur í garðyrkju: Einokun og afleit þjónusta Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir fræðir lesendur um sveppatínslu auk þess sem hún upplýsir um fund nýs afbrigðis tröllasmjörs sem situr nú hæst á kurlhaugi við Kjarnaskóg. – 30 – Sveppatínsla Fjölskyldan á Þurranesi í Dalabyggð hefur nóg fyrir stafni allan ársins hring. Auk þess að vera sauðfjárbú er þar rekin ferðaþjónusta. Einnig rækta bændurnir nípur og gulrætur. – 53 – Óendanlegur verkefnalisti Sex ný naut í notkun 40 Fann unnustuna í fuglaleit 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.