Mosfellingur - 09.05.2024, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið
- Bæjarblað í rúm 20 ár4
HelgiHald næstu vikna
Tvær fermingarathafnir verða Hvíta-
sunnudaginn 19. maí í Lágafellskirkju
og þær síðustu á þessari „vertíð”.
Um 160 börn hafa fermst í 13
athöfnum.
sunnudagur 12. maí - lágafellskirkja
Kl. 11: Blessunarguðsþjónusta
skírnarbarna. Skírnarbörn síðustu ára
boðin sérstaklega velkomin á krúttlega
fjölskyldustund með krílasálmasniði í
umsjón Áslaugar Helgu Hálfdánardótt-
ur djákna, Guðlaugar Helgu Guðlaugs-
dóttur og presta kirkjunnar.
Kl. 13:00 - 15:30: Vorhátíð barnastarfs-
ins. Barnakór, saga, hoppukastalar,
Dr. Bæk og léttar veitingar í boði!
sunnudagur 26. maí
Kl. 20: Heilunarguðsþjónusta í
Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn þjónar.
sunnudagur 2. júní
Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju.
Sr. Arndís Linn þjónar.
kyrrðardagur 18. maí
Á þessum laugardegi verður dagskrá
frá 9 til 11 í og við Lágafellskirkju.
Upplýsingar og skráning á lagafells-
kirkja@lagafellskirkja.is.
Ekkert gjald er tekið fyrir kyrrðardaga
og eru allir sem áhuga hafa velkomnir!
sumarmessur 2024
Samstarfsverkefni kirknanna í Mosfells-
bæ, Kjalarnesi & Kjós.
Nánar á Facebook og Instagram.
Rafræn fermingarskráning 2025
Skráning er hafinn inn á heimasíðunni
okkar fyrir börn fædd 2011.
sumarnámskeið lágafellssóknar
Uppl. og skráning á lagafellskirkja.is
Opnað fyrir umsóknir
um matjurtagarða
Matjurtagarðar bæjarins verða stað-
settir austan Varmárskóla þar sem
gömlu skólagarðarnir hafa verið.
Aðkoma að görðunum er að norð-
anverðu frá Kvíslarskóla. Leiguverð
fyrir matjurtargarða er óbreytt, eða
2.500 kr. fyrir 50 fm garð. Aðgengi
að vatni og kaffiskúr verður við
garðana. Tekið er við umsóknum í
gegnum netfangið matjurtagardar@
mos.is en garðarnir verða tilbúnir til
noktunar 17. maí.
KB þrautin haldin í
fjórða sinn 18. maí
KB þrautin fer fram laugardaginn
18. maí í Mosfellsbæ. Þetta er
fjórða árið í röð sem Kettlebells.
is stendur fyrir þessu skemmtilega
þrautahlaupi. KB þrautin er frábært
tækifæri fyrir vinahópa, fjölskyldur
og vinnufélaga að takast saman
á við fjölbreyttar, krefjandi og
skemmtilegar þrautir í einstöku
útivistarumhverfi Mosfellsbæjar.
Þrautirnar verða um 30 talsins og
hlaupið sjálft í kringum 10 kílómetr-
ar. Ræst er í hlaupið um kl. 9.30 og
verður fjöldi þátttakenda takmark-
aður. Allar frekari upplýsingar má
nálgast á www.kettlebells.is.
Jarðvegsvinna á Varmárvelli í fullum gangi • Nýr fótboltavöllur og 200 m hlaupabraut
gervigras lagt á aðalvöllinn
að Varmá sumarið 2025
Eins og Mosfellingar hafa væntanlega
tekið eftir er vinna við Varmárvöll í fullum
gangi.
Á dögunum var skrifað undir samning
um fyrsta áfanga nýframkvæmda við
fyrirtækið Óskatak. Verkið var boðið út
fyrr í vetur og var fyrirtækið Óskatak ehf
með lægsta tilboðið eða kr. 136.359.500
sem var töluvert undir kostnaðaráætlun.
Verkið felur í sér jarðvinnu og fergingu
vegna gervigrasvallar. Auk þess felst
verkið í uppgreftri fyrir frjálsíþróttavelli,
fyllingu og fergingu á honum þegar
fergingu er lokið á gervigrasvelli.
efnið af svæðinu endurnýtt
Endurvinnsla og nýting er í hávegum
höfð og mest af því sem fjarlægt er af
svæðinu fer í nýtingu annars staðar.
Tartaninu úr hlaupabrautinni var rúllað
upp og flutt í Skemmtigarðinn í Gufunesi
þar sem það verður endurlagt. Sandur er
notaður sem íblöndunarefni fyrir gæða-
mold, mold fór í uppgræðslu á námum
við Krýsuvík og í nýjan kirkjugarð við
Úlfarsfell og malbikið verður notað sem
mulningslag á bílaplani Icelandair.
Vegna aðstæðna þarf farg að liggja á
vellinum þar til sig undirlagsins hefur
komið fram. Áætlað er að það gæti tekið
allt að fjóra mánuði.
Næstu áfangar eru lýsing, lagnavinna og
yfirborðsfrágangur sem verður boðið út í
þremur útboðum.
Sumarið 2025 verður lagt gervigras
á fótboltavöllinn og í framhaldi verður
gengið frá 200 metra hlaupabraut ásamt
frjálsíþróttasvæði.
Að auki verður jarðvegurinn undir fram-
tíðar stúkubyggingu undirbúinn.
Leikvöllur við Leiru-
tanga endurgerður
Á hverju ári eru 1-2 leikvellir á
opnum svæðum endurgerðir og
leiktækjum skipt út. Framkvæmdir
hafa nú staðið yfir við endurgerð
leikvallar við Leirutanga þar sem
búið er að rífa allt malbik af og
verið er að jarðvegsskipta fyrir nýtt
undirlag. Fótboltavöllurinn verður
með gervigrasi og verða ný mörk
sett upp. Á svæðinu er einnig körfu-
boltavöllur og verða gúmmímottur
á honum auk þess sem nýjar körfur
verða settar upp. Samhliða er skipt
um girðingar umhverfis vellina.
Mynd/RaggiÓla varmársvæðið í dag
svona gæti nýtt vallarstæði litið út
Á dögunum veitti íþrótta- og tómstundanefnd
Mosfellsbæjar styrki til ungra og efnilegra ung-
menna.
Styrkirnir eru í formi launa yfir sumartímann
og ungmenni sem hafa sýnt sérstaka hæfileika á
sínu sviði geta sótt um styrk til nefndarinnar.
Markmiðið með styrknum er að koma til
móts við þau ungmenni sem geta ekki með
sama hætti og jafnaldrar þeirra unnið sumar-
vinnu hjá Mosfellsbæ vegna æfinga eða keppni,
skipulags eða annarra þátta sem tengist íþrótt
þeirra, tómstundum eða listum.
Styrkhafar ársins eru sjö talsins: Berglind
Erla Baldursdóttir, golf; Daníel Bæring, hand-
bolti; Eberg Óttarr Elefsen, trompet; Oddný
Þórarinsdóttir, fiðla; Skarphéðinn Hjaltason,
júdó; Sól Snorradóttir, hjólreiðar og Stefán
Magni Hjartarson, handbolti.
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitir styrki í formi launa yfir sumartímann
styrkir til efnilegra ungmenna
Erla Edvardsdóttir, formaður nEfndarinnar, mEð styrkhöfum