Mosfellingur - 09.05.2024, Side 12

Mosfellingur - 09.05.2024, Side 12
 - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ12 Fjórða árið í röð hafa Golfklúbbur Mos- fellsbæjar og Palli Líndal ákveðið að taka höndum saman og halda Palla Open styrkt- armótið í golfi. Í ár verður mótið haldið til styrktar sum- arbúðunum í Reykjadal. Verkefnið hófst með Palla Open á síðasta ári þar sem átti að nota styrktarfé, sem var yfir þrjár milljónir, til að útbúa 20 fermetra búningsklefa fyrir einstaklinga með miklar sérþarfir. Þessi búningsklefi átti að vera með tilheyrandi sérbúnaði. Eftir að verkefnið fór af stað og arkitekt- arnir Óskar Þór Óskarsson og Vífill Björns- son fóru að skoða málið fórum menn að velta fyrir sér hvort að þessi breyting á gömlu húsnæði myndi ganga. Áhættan við að fara í þessar breytingar þótti of mikil vegna óvissu um breytingar á gömlu hús- næði. Í framhaldi af þessu var ákveðið í samráði við sumarbúðirnar í Reykjadal, Golfklúbb Mosfellsbæjar og Palla Líndal að safna fyrir endurbótum á búningsklefum fyrir sundlaugina í Reykjadal og séraðstöðu fyrir einstaklinga með miklar sérþarfir. Verkefnið hefur því stækkað töluvert eða frá því að fara úr 20 fermetrum í rúmlega 120 fermetra rými. Eins má áætla að kostn- aður við þetta verkefni aukist töluvert og má ætla að hann verði um 12-15 milljónir. Það er þegar byrjað að leita að samstarfsaðilum að þessu verkefni sem eru vonandi tilbúnir að leggja styrktarfé á móti styrkjarfé Palla Open sem verður á milli 6-7 milljónir. Stefnir í metþátttöku Á Palla Open í fyrra mættu til leiks 244 kylfingar og var þetta stærsta golfmót GM á síðasta ári. Eins var þetta næst stærsta golfmót á Íslandi í fyrra. Í ár stefnir aftur í metþátttöku. Palla Open verður haldið laugardaginn 8. júní á Hlíðarvelli og er þátttökugjald 7.500 kr. Fyrsta holl verður ræst út kl. 7. Blik Bistro verður með sérstakt tilboð á steikarhlaðborði fyrir þátttakendur mótsins og verður hægt að skrá sig á það um leið og þátttakendur skrá sig á mótið. Eins verða góð tilboð á öðrum veigum. Skráning í mótið hefst á föstudaginn kl. 10:00 og fer fram í gegnum golfboxið. Samstarfshópurinn við Hlíðavöll: Óskar Þór arkitekt, Ágúst framkvæmdastjóri GM, Andrea, Hildur og Bergljót frá Reykjadal, Vífill Björnsson arkitekt og Palli Líndal. Palli Líndal og GM safna fyrir Reykjadal með móti 8. júní Styrktarmótið Palla Open haldið í 4. sinn Hreinsunarátak í Mosfellsbæ DAGANA 8.–20. MAÍ VERÐUR HREINSUNARÁTAK Í MOSFELLSBÆ Á því tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi. Hreinsun gróðurs og lóða Meðan á hreinsunarátakinu stendur er gott tækifæri fyrir íbúa að taka til hendinni í garðinum og snyrta runna og beð og eru þeir sérstaklega hvattir til að klippa hekk og tré sem ná yfir gangstéttar og stíga. Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir á þessu tímabili í hverfum bæjarins á eftirtöldum stöðum: Holta- og Tangahverfi – Neðan Þverholts (milli Akurholts og Arnartanga) Höfða og Hlíðahverfi – Vörubílastæði við Bogatanga Teiga- og Reykjahverfi – Skarhólabraut ofan Reykjavegar og við Sunnukrika Hlíðartúnshverfi – Við Aðaltún Helgafellshverfi – Efst í Brekkulandi og við Snæfríðargötu Leirvogstunga – Á stæði við stoppistöð á Tunguvegi Mosfellsdalur – Á bílastæði við Þingvallaveg Hreinsunardagar á opnum svæðum 17.–20. maí Helgina 17.–20. maí verður ráðist í hreinsunarátak á opnum svæðum bæjarins og með fram nýbyggingar- svæðum. Afturelding og skátafélagið Mosverjar munu að venju aðstoða við hreinsunina og taka vel til hendinni. Allir íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátaki Mosfellsbæjar og hjálpast að við að gera bæinn fallegan og snyrtilegan fyrir sumarið. Umhverfissvið Mosfellsbæjar SumarStarfSmaður óSkaSt Ráðið er í fjórar vikur yfir sumartímann á námskeiðin. Hægt er að semja um að vinna bæði heilan og hálfan vinnudag yfir þessar 4 vikur. Í sumar verður boðið upp á sumarnámskeið Lágafellssóknar fyrir 6-9 ára krakka eins og síðustu ár. Námskeiðin verða starfrækt að safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 270 mosfellsbæ. Vinnutími starfsfólks verður á bilinu kl. 8:30 - 16:30 með sveigjanleika eftir vinnuskipulagi. Vika 1: 10. – 14. júní / Vika 2: 18. – 21. júní / Vika 3: 24. – 28. júní / Vika 4: 12. – 16. ágúst Nánari upplýsingar veitir Bogi æskulýðsfulltrúi: bogi@lagafellskirkja.is s: 6906766, sr. Arndís Linn sóknarprestur s: 8668947, Ólína Margeirsdóttir formaður sóknarnefndar Lágafellssóknar s: 8981795. umsóknir sendast á: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.