Mosfellingur - 09.05.2024, Qupperneq 16

Mosfellingur - 09.05.2024, Qupperneq 16
 - Fréttir úr bæjarlífinu16 Fram­kvæm­d­ir eru hafnar við nýja fjalla- hjólabraut í Ævintýragarðinum­ í Ullarnes- brekkum­. Magne Kvam­ hjá Icebike, sem­ sá um­ að leggja gönguskíðabrautirnar í Blikastaðaland­inu í vetur, sér um­ fram­- kvæm­d­ina. Stefnt er að því að brautin verði tilbú­in um­ m­iðjan jú­ní. Fljótlega verður einnig farið í að uppfæra frisbígolfvöllinn í Ævintýragarðinum­ þar sem­ nokkrum­ brautum­ verður hliðrað til og heilsár- spallar lagðir. Vax­and­i áhugi er fyrir bæði frisbígolfi og fjallahjólreiðum­ og aðstæður í Mosfellsbæ þykja henta sérstaklega vel fyrir báðar greinar. Fram­kvæm­d­irnar í Ævintýragarðinum­ eru hluti af því að styrkja og efla Mosfellsbæ sem­ heilsuefland­i sam­félag. Tilbúin braut um miðjan júní • Frisbígolfvöllur uppfærður Útbúa fjallahjólabraut í Ævintýragarðinum Und­irritaður hefur verið sam­ningur við nýja verta í golfskálanum­ í Bakkakoti. Það eru þau Jónína Unnur Gunnarsd­óttir og Birgir Örn Sigþórsson sem­ m­unu sjá um­ rekstur golfskálans í Bakkakoti næstu árin. Jónína og Birgir eru m­argreynd­ í veitinga- bransanum­ og hafa kom­ið víða við. Þau eru bæði virkilega spennt fyrir þessari nýju áskorun sem­ og golfklú­bburinn. Það hafa verið m­iklar breytingar í Bakkakoti síðastliðið ár, fyrst ber að nefna fram­kvæm­d­ir við breytingar á vellinum­. Kláraðar verða tvær nýjar brautir nú­na í byrjun sum­ars. Risinn er glæsilegur garðskáli sem­ stór- bætir aðstöðuna fyrir alla kylfinga. Í gam­la skálanum­ hefur eld­hú­sið verið tekið í gegn og verið er að leggja lokahönd­ á breytingar á afgreiðslunni þar. Einnig hafa verið keypt ný hú­sgögn. Biggi og NíNa ásamt ágústi framkvæmdastjóra gm Nýir vertar í Bakkakoti hjólaBraut í uNdirBúNiNgi Hjónin Biggi og Nína taka við veitingarekstrinum í dalnum Laus störf í Mosfellsbæ Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins: www.mos.is/storf Auglýsing um skipulag Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Álafosskvosar fyrir Álanesskóg Breytingin felur í sér stækkun á mörkum deiliskipulags Álafosskvosar um Álanesskóg. Markmiðið er að skilgreina frekar áætlanir og heimildir til framkvæmda, grisjunar og viðhalds skógarins í samræmi við kröfur Umhverfisstofnunar. Áætlað er að gera Álanesskóg að útivistarskógi með áningarstöðum og trjákurluðum stígum. Hægt er að kynna sér tillögurnar á vef Mosfellsbæjar á slóðinni mos.is/skipulagsauglysingar og á vef Skipulagsstofnunar á slóðinni skipulagsgatt.is Athugasemdir skulu berast með rafrænum hætti í gegnum skipulagsgáttina. Athugasemdafrestur er til og með 24. júní 2024. Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir lokahús við Völuteig Veitudeild Mosfellsbæjar vinnur að því að koma upp svokölluðu lokahúsi milli íbúðarsvæðis við Víðiteig og athafnasvæðis við Völuteig. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 70 m² mannvirki sem hýsir loka auk rafmagns og stýriskápa. Aðkoma að lóðinni er frá Völuteig.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.