Mosfellingur - 09.05.2024, Síða 20
- Bæjarblað í 20 ár20
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Guðrún
Ólafsdóttir sviðsstjóri upplýsingaráðgjafar
hjá Deloitte hafa undirritað samning milli
Mosfellsbæjar og Deloitte um úttekt á
upplýsingatækniþjónustu og kerfis- og
tækniumhverfi Mosfellsbæjar. Undirritunin
var að sjálfsögðu rafræn. Í úttektinni verður
lögð áhersla á þjónustustig, kostnað, örygg-
ismál, persónuvernd og innkaup.
Endurskoðun á upplýsingatæknimálum
Mosfellsbæjar er talin nauðsynlegt skref í
átt að nútímavæðingu þjónustunnar fyrir
áframhaldandi stafræna vegferð og styð-
ur við þá áherslu Mosfellsbæjar að vera í
fremstu röð í stafrænni þróun og nýtingu
upplýsingatækni í þágu bæjarbúa og starfs-
fólks.
Ráðgjafateymi Deloitte hefur mikla
reynslu í greiningum tæknilegra innviða,
upplýsingatækni ráðgjöf, bestun kostnað-
ar, netöryggis- og persónuverndarmálum.
Útkoman verður forgangsraðaður vegvísir
að innleiðingu breytinga á verklagi og
skipulagi upplýsingatæknimála.
Verkefnið er þegar hafið og mun Deloitte
vinna það í góðu samstarfi við stofnanir og
stjórnendur Mosfellsbæjar. Stefnt er að því
að kynna afurðir úttektarinnar í júní.
Samið um úttekt á
upplýsingatæknimálum
Mosfellsbær í samstarf við Deloitte • Rafræn undirskrift
Fræðsluerindi um erfðarétt og erfðamál með Elísabetu
Pétursdóttur, lögmanni hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar.
Elísabet mun fara yfir ýmis hagnýt atriði er varða erfðarétt, s.s. helstu
erfðareglur, hvernig standa ber að erfðaskrá, hvaða atriði algengt er að
erfðaskrá fjalli um og hvaða heimildir einstaklingur hefur sem situr í
óskiptu búi. Einnig atriði er lúta að fyrirframgreiddum arfi, erfðafjárskatti
og fleira. Tími gefst til almennra fyrirspurna og umræðu um efnið.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin!
RABBAÐ UM
ERFÐAMÁL
í Bókasafni Mosfellsbæjar
16. maí kl. 16:30
Listasalur Mosfellsbæjar opnaði sýninguna
Eiginleikar (e. Attributes) eftir Hönnu Dís
Whitehead þann 20. apríl. Á sýningunni er
leikið með ólíka eiginleika efniviða, forma
og hluta.
Litagleði og kómískt yfirbragð tekur á
móti gestum á þessari stórskemmtilegu
sýningu þar sem hverdagslegir munir dansa
á línu listar og hönnunar. Sýningin er hluti
af Hönnunar-mars og stendur til 17. maí.
Listasalur Mosfellsbæjar
Eiginleikar í Listasalnum
Næsta blað kemur út:
6. júNí
Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir
kl. 12, mánudaginn
3. júní.