Mosfellingur - 09.05.2024, Qupperneq 22

Mosfellingur - 09.05.2024, Qupperneq 22
 - Bókasafn og Listasalur22 fyrir 10-12 ára í bókasafni mosfellsbæjar 11.-13. júní kl. 9:30-12:00 Myndasögusmiðja Hefur þú gaman af allskonar týpum? Flest okkar hafa sett upp grettu, fýlu eða gleðibros fyrir myndavélina, en hvernig teiknum við þessi ólíku svipbrigði? Í myndasögusmiðjunni skapa þátttakakendur sínar eigin myndasögupersónur frá grunni og læra að breyta hversdaglegum hlutum í stórskemmtilegar persónur. Smiðjustjóri er Vilborg Bjarkadóttir, myndlistarkennari. Smiðjan er ókeypis og er allt efni innfalið. Skráning er nauðsynleg og fer fram í gegnum sumarfrístundarvef Völu - sumar.vala.is. Langar þig til þess að prófa að tálga? Eða langar þig að tálga meira? Nú er tækifærið því laugardaginn 1. júní verður tálgunarsmiðja fyrir börn í Bókasafni Mosfellsbæjar. Smiðjan er ætluð 6-12 ára börnum en 9 ára og yngri komi í fylgd með fullorðnum. Smiðjustjóri er Bjarni Þór Kristjánsson, handverksmaður og kennari. Allur efniviður, tæki og tól verða til taks á staðnum. Tvær samskonar smiðjur eru í boði, sú fyrri kl. 13 og sú seinni kl. 14. Hámarksfjöldi í hvora smiðju eru 7 börn og er skráning nauðsynleg. Skráning fer fram í gegnum sumarfrístundarvef Völu - sumar.vala.is Tálgunarsmiðja FYR IR BÖRN 1 . J Ú N Í K L . 1 3 - 1 4 & 1 4 - 1 5 Í B Ó K A S A F N I M O S F E L L S B Æ J A R Síðasta sögustund vetrarins verður með heldur óhefðbundnu sniði en í stað upplesturs fáum við leikhópinn Mikil ósköp í heimsókn með skemmtilega ferðasýningu. Sýningin heitir „Ef ég væri grágæs“ og fjallar um veruna Grjótgerði sem þráir það að vera ekki bara grá, heldur líka glöð og hýr á brá, líkt og grágæsin. Sýningin er 25 mínútur að lengd, uppfull af tónlist, leik og dansi. Leikarar sýningarinnar eru Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman. „Ef ég væri grágæs“ í Bókasafni Mosfellsbæjar Miðvikudaginn 22. maí kl. 17 í Bókasafni Mosfellsbæjar 25. maí kl. 12-15 dr. bæk Við hvetjum allt hjólreiðafólk til að koma með hjólhestana sína í fría ástandsskoðun hjá doktornum í upphafi sumars. Hann með kemur farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla. Doktorinn skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.