Mosfellingur - 09.05.2024, Side 26
- Íþróttir26
j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
AftureldingAr
vörurnAr
fást hjá okkur sport íslandi
Á aukafundi aðalstjórnar Aftureldingar þann 2. maí var Ásgeir Jóns-
son kjörinn nýr formaður félagsins. Þá voru þau Níels Reynisson og
Hildur Bæringsdóttir einnig kjörin í stjórn.
Ásgeir leysir Birnu Kristínu Jónsdóttur af hólmi sem hefur gengt
formennsku síðustu sex ár og Níels og Hildur koma inn í stað
Sigurðar Rúnars Magnússonar og Reynis Inga Árnasonar.
Fyrir sitja einnig í aðalstjórn þau Hrafn Ingvarsson varaformaður,
Geirarður Long, Inga Hallsteinsdóttir og Hildur Pála Gunnarsdóttir.
Stærsta uppgjafarglímumót Íslands,
Mjölnir Open, var haldið hjá Mjölni í
apríl. Alls voru rúmlega níutíu keppendur
skráðir til leiks frá átta félögum víðs vegar
um landið. Keppt var í 10 þyngdarflokk-
um, 6 hjá körlum og 4 hjá konum.
Í opnum flokki karla sigraði Mosfell-
ingurinn Logi Geirsson en hann vann
allt sem hægt var að vinna á mótinu en
auk þess að sigra opna flokkinn, sigraði
hann einn sinn þyngdarflokk (-99kg) og
hlaut auk þess verðlaun fyrir uppgjafartak
mótsins.
Nýtti sumarið vel á styrk frá Mosó
Nýlega fór Logi til Finnlands og tók
þátt, með öðrum Mjölnisstrákum, í ADCC
North European Open.
Logi gerði sér lítið fyrir og vann gull í
-88 kg flokki.
Fram undan er svo Íslandsmót í
uppgjafarglímu sem fram fer 25. maí.
Það er gaman að segja frá því hann er
einn af þeim ungmennum sem hlaut styrk
frá Mosfellsbæ síðastliðið sumar til þess
að stunda sína íþrótt (brazilian jiu jitzu)
af krafti. Hann nýtti sumarið og æfði vel.
Hann er fæddur 2005 og hefur æft í Mjölni
síðan 2017 ásamt því að æfa taekwondo,
handbolta og körfubolta hjá Aftureldingu
á grunnskólaaldri.
Óstöðvandi
í glímunni
Mosfellingurinn Logi Geirsson
Logi geirsson
Kraftlyftingafélag
Mosfellsbæjar, Kraft
Mos, nældi sér í tvö
brons á Íslandsmeist-
aramóti unglinga um
helgina.
Alexander Fannar
Hallsson í 83 kg
flokkki og Helgi Krist-
berg Ólafsson Born í
93 kg flokki en hann er nú kominn í landsliðshóp.
Gríðarlegur áhugi er um þessar mundir á kraft-
lyftingum, þá sérstaklega á meðal eldri borgara.
Má greina þennan mikla áhuga eftir að Rúv fór
að fjalla um kraftlyftingar sem heilsurækt.
Íslandsmóti karla og kvenna
í júdó fór fram laugardaginn
27. apríl í Laugardalshöllinni.
Skarphéðinn Hjaltason úr JR
sigraði bæði -90 kg flokkinn og
Opinn flokk en þar mætti hann
Aðalsteini í úrslitum og vann
með glæsilegu kasti.
Þetta voru fyrstu Ísland-
meistaratitlar Skarphéðins í
flokki fullorðinna. Fram undan
er Norðulandamót í lok maí
þar sem hann keppir bæði í
U-21 og fullorðinsflokki.
Tvöfaldur Íslandsmeistari
Skarphéðinn Hjaltason landaði sínum fyrstu stóru titlum í júdó
skarphéðinn fyrir miðju
Brons hjá Kraft Mos
ásgeir og birna
Ásgeir nýr formaður
Fótboltasumarið er komið á fleygiferð og meistara-
flokkar Aftureldingar eiga spennandi heimaleiki í
16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Meistaraflokkur
kvenna mætir bikarmeisturum Víkings sunnudaginn
19. maí kl. 14:00 en þjálfari Víkings er John Andrews
fyrrum þjálfari og leikmaður hjá Aftureldingu.
Meistaraflokkur karla fær stórlið Vals í heimsókn
föstudaginn 17. maí kl. 19:30. Í liði Vals má meðal
annars finna Gylfa Þór Sigurðsson, Birki Má Sævars-
son og Aron Jóhannsson sem hafa allir spilað á HM í
fótbolta. Birkir Már er einmitt bróðir Arons Elí Sæv-
arssonar fyrirliða Aftureldingar og því munu bræður
berjast á Malbikstöðinni að Varmá í þeim leik.
Þá eiga strákarnir næsta heimaleik í deild gegn
Grindavík föstudaginn 24. maí kl. 19:15. Mosfellingar
eru hvattir til að mæta á völlinn í sumar.
Stelpurnar Lengjubikarmeistarar B-deilda
Mikil gleði er í kringum stelpurnar en þær byrjuðu
tímabilið á því að sækja þrjú stig á móti ÍBV.
Breytingar urðu á þjálfarateymi fyrir tímabilið en við
liðinu tóku Perry Maclachlan og Toni Deion Pressley,
með þeim er Ingvar Þór Kale markmannsþjálfari.
Stelpurnar tryggðu sér í fyrsta skipti í sögu félagsins
sigur í Lengjudeildarkeppni kvenna B-deild. Undir-
búningstímabilið gefur fyrirheit um skemmtilegt og
gott sumar. Næsti heimaleikur í Lengjudeildinni er
gegn Grindavík 23. maí kl. 19:15.
Boltinn byrjaður að rúlla • Heimaleikir í Mjólkurbikarnum 17. og 19. maí
Stórleikir í bikarnum
fyrsta sigri sumarsins fagnað
hafsteinn páLsson fyrsti formaður
knattspyrnudeiLdarinnar heiðraður