Mosfellingur - 09.05.2024, Side 28
- Íþróttir28
Íslandsmótið í skák fór fram í íþróttamið-
stöðinni Kletti í Mosfellsbæ dagana 16.- 27.
apríl. Lokaumferðin fór fram laugardag-
inn 27. apríl og tóku helstu stórmeistarar
landsins þátt.
Lokahófið fór fram á Blik þar sem að
Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands-
ins og Halla Karen Kristjánsdóttir formaður
bæjarráðs Mosfellsbæjar afhentu viður-
kenningar.
Helgi Áss Grétarsson varð Íslandsmeist-
ari og fór taplaus í gegnum mótið.
Í öðru sæti var Vignir Vatnar Stefáns-
son og saman í þriðja og fjórða sæti voru
Guðmundur Kjartansson og Hilmir Freyr
Heimisson.
Sterkustu skákmenn landsins öttu kappi í Kletti
Íslandsmótið í skák
haldið í Mosfellsbæ
Tindahlaup Mosfellsbæjar verður haldið
laugardaginn 31. ágúst, í tenglsum við
bæjarhátíðina Í túninu heima. Um er að
ræða 15 ára afmæli hlaupsins og verður
því mikið um húllumhæ í samstarfi við
aðalstyrktaraðila hlaupsins, Nettó.
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar, fulltrúi blak-
deildar Aftureldingar, fulltrúi björgunar-
sveitarinnar Kyndils og fulltrúi Nettó und-
irrituðu þann 11. apríl samning til þriggja
ára um að Nettó verði aðalstyrktaraðili
hlaupsins til ársins 2026.
Tindahlaup Mosfellsbæjar er krefjandi og
skemmtilegt utanvegahlaup sem haldið er í
Mosfellsbæ síðustu helgina í ágúst ár hvert
í tengslum við hátíðina Í túninu heima.
Boðið er upp á fjórar vegalengdir; 1, 3, 5 og
7 tinda, og því eiga byrjendur sem og lengra
komnir að finna leið við hæfi. Nettó hefur
verið aðalstyrktaraðili Tindahlaupsins frá
árinu 2022.
Stefnir í stærsta hlaupið hingað til
Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjar-
stjóra hefur Tindahlaupið vaxið gífurlega á
síðustu árum og farið úr 60 í um 450 þátt-
takendur sem gerir hlaupið eitt af stærstu
hlaupum ársins hérlendis. „Við fögnum
samstarfinu við Nettó og einnig farsælli
samvinnu við skipuleggjendur, blakdeild
Aftureldingar og björgunarsveitina Kyndil.
Ég veit að hlaupið í ár verður sérstaklega
skemmtilegt nú á 15 ára afmælinu. Miðað
við vöxt síðustu ára eigum við von á yfir 500
þátttakendum í ár og auðvitað nokkrum
nýjum Tindahöfðingjum sem eru þau sem
fara allar fjórar vegalengdir hlaupsins.“
Áhersla á heilsu og heilbrigði
Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri
Nettó, segir að það sé fyrirtækinu mikil
ánægja að halda áfram að styrkja Tinda-
hlaupið, sem hefur náð að festa sig í sessi í
dagatali utanvegahlaupara sem skemmtileg
en krefjandi áskorun.
„Það skiptir líka máli að hlaupið býður
upp á fjórar mismunandi leiðir og vega-
lengdir, sem gerir það aðgengilegra fyrir
fleiri. Við hjá Nettó leggjum mikla áherslu á
heilbrigði og heilsu í okkar starfi og Tinda-
hlaupið því fullkominn samstarfsaðili fyrir
okkur.“
Nettó áfram aðalstyrktaraðili • Þriggja ára samningur
Tindahlaupið verður
15 ára Í túninu heima
Fulltrúar Tindahlaupsins skrifa
undir. Hrannar frá Kyndli, Regína
bæjarstjóri, Heiðar frá Nettó og
Gunna Stína frá blakdeildinni.
verðlaunaafhending í kletti