Mosfellingur - 09.05.2024, Qupperneq 33
Aðsendar greinar - 33
Okkar kæra Varmársvæði hefur
þjónað bæjarbúum og fleirum
einstaklega vel í gegnum árin,
flestir íbúar nýta sér þá frábæru
aðstöðu sem þar er að finna á einn
eða annan hátt.
Svæðið er sannarlega mikilvæg
lífæð okkar samfélags. Íbúum er
stöðugt að fjölga og iðkendum
sem stunda íþróttir að Varmá
einnig, það kallar því á áfram-
haldandi uppbyggingu á svæðinu
svo aðstaðan geti staðist nútíma
kröfur.
Nýr aðalvöllur
Framkvæmdirnar á aðalvell-
inum að Varmá hafa eflaust ekki
farið framhjá neinum, enda stórar vélar
þar að störfum. Unnið er hörðum hönd-
um að því að skipta um jarðveg á hinum
sögufræga aðalvelli, í framhaldinu þarf
að fergja áður en hægt verður að hefjast
handa við að leggja á nýtt gervigras á
knattspyrnuvöllinn.
Í næstu áföngum þar á eftir mun svo
nýr frjálsíþróttavöllur líta dagsins ljós,
við hlið knattspyrnuvallarins, með 200
metra hlaupabraut sem mun geta nýst
öllum bæjarbúum vel. Að auki verður
jarðvegurinn undir framtíðar stúku-
byggingu undirbúinn. Það er því verið
að taka stór skref í átt að enn betri aðal-
velli að Varmá.
Sparkvöllur við Varmárskóla
Á skólalóðinni við Varmárskóla er
fyrsti hluti endurbóta á skólalóðinni
hafinn sem felur í sér að koma upp
nýjum upphituðum sparkvelli ásamt
stálrimlagirðingu umhverfis völlinn,
hellulögn og ljósastaurum.
Kallað var eftir hugmyndum frá nem-
endum Varmárskóla þegar
hugmyndavinna við nýja
skólalóð hófst og voru flestir
sem óskuðu eftir sparkvelli.
Hjólabraut í
Ævintýragarðinum
Í Ævintýragarðinum eru
framkvæmdir hafnar við nýja
fjallahjólabraut sem gert
er ráð fyrir að verði tilbúin
í júní. Brautin verður mikil
lyftistöng fyrir hjólreiðafólk
og kærkomin viðbót. Þá
verður farið í að uppfæra
frisbígolfvöllinn í sumar,
færa til nokkrar brautir og
leggja heilsárspalla.
Núverandi meirihluti hefur lagt mik-
ið upp úr því að eiga gott samráð með
hagsmunaaðilum við uppbyggingu á
Varmársvæðinu, það er mikilvægt að
vandað sé til verka og verkefnið unnið
faglega, með hagsmuni allra að leiðar-
ljósi.
Til að styðja við næstu skref sem þarf
að taka við uppbyggingu Varmársvæðis
var unnin skýrsla um þarfagreiningu
þjónustu- og aðkomubyggingar að
Varmá. Mun hún hjálpa til við að ná
enn betur utan um framtíðarsýn fyrir
svæðið og þá uppbyggingu mannvirkja
sem framundan er.
Það eru því mörg spennandi verkefni
í gangi og á döfinni á Varmársvæðinu
sem munu vafalítið efla íþróttastarf í
Mosfellsbæ enn frekar.
Erla Edvardsdóttir formaður
íþrótta- og tómstundanefndar,
Sævar Birgisson varaformaður
íþrótta- og tómstundanefndar
Uppbygging á Varmársvæði
Fuglaganga
Fuglaganga í Leiruvoginum 25. maí
Hið íslenska náttúrufræðifélag og Mosfellsbær bjóða upp á
fræðslugöngu og fuglaskoðun í Leiruvogi þann 25. maí.
Fuglalíf í voginum er mikið allt árið um kring en í lok maí ættum við að sjá stóra
hópa vaðfugla á leið til Grænlands og Kanada ásamt mörgum öðrum erlendum
og hérlendum fargestum ofan á þá fánu sem heldur til þar á varptíma.
Upphafsstaður göngu er frá dælustöð neðan
Holtahverfis kl. 10 laugardaginn 25. maí.
Mælst er með því að allir mæti með kíki og fuglabók.