Mosfellingur - 09.05.2024, Qupperneq 36

Mosfellingur - 09.05.2024, Qupperneq 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Anastasía Líf og Carmen Lára fæddust 16. júlí 2023. Anastasía fæddist kl. 20.35 og var 1380g og 40 cm svo fæddist Carmen kl. 20.43 og hún var 1430g og 41cm. Þær voru að drífa sig þessar elskur og áttu ekki að fæðast fyrr en 24. september þannig þær fengu að koma tíu vikum fyrir tímann en hafa staðið sig eins og hetjur frá fyrsta degi. Foreldrar eru Petra Ingibjörg Eiríksdóttir og Páll Arnar Jónsson. Carmen er vinstra megin og Anastasía hægra megin á myndinni. Í eldhúsinu Signý skorar á Kristínu Eyjólfsdóttur að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi Sesamhjúpaður lax - Heyrst hefur...36 Signý Guðmundsdóttir deilir að þessu sinni með okkur uppskrift að vinsælum rétti hjá fjölskyldunni að matarmiklu salati eða sesamhjúpuðum lax með sinnepssósu sem bæði er hægt að nota sem forrétt eða aðalrétt. Hráefni: • 800g lax Sesamhjúpur: • 3 egg • 1 ½ dl mjólk • 3 dl haframjöl • 3 dl sesamfræ • 1 dl hveiti • Salt, pipar og fiskikrydd. Aðferð: Pískið saman egg og mjólk, saltið, piprið og kryddið. Laxinn er skorinn í teninga og lagður í eggjahræruna. Blandið saman haframjöli, hveiti og sesamfræjum og veltið laxinum upp úr blöndunni. Steikið bitana í olíu á pönnu. Leggið bitana á eldhúspappír og kælið. Sinnepssósa • 1 egg • 1 msk dijon sinnep • ½ dl hvítvínsedik • ½ dl hunang • ½ tsk salt • 1 msk karrý • 2 dl olífuolía • ½ dl mangó chutney • Hrært saman • Salatblandan • 1 bakki salatblanda • 1 rauð paprika • 1 box piccolo tómatar • 2 lárperur • ½ granatepli Laxinn blandaður saman við og sósan borin fram með og gott súrdeigsbrauð. Verði ykkur að góðu! Mosó, suMir kalla það pizzabæ! Jæja, ég held að það sé löngu kominn tími til þess að við tökum mikilvægt mál fyrir. Ég er einstaklega stolt að því að vera uppalin í Mosfellsbæ og á erfitt með að ímynda mér að búa annars staðar. Þegar ég kynni mig þá hef ég gaman að því að segjast vera úr Mosó, aka Pizzabæ. Oftar en ekki veit fólk ekkert hvað ég á við þegar ég segi Pizzabær! Það finnst mér ekki boðlegt. Ég tilkynni hér með að Pizzabær er komið aftur í tísku sem gælunafn Mosfellsbæjar (það datt aldrei úr tísku). Ég á erfitt með að trúa því að fólk hafi ekki hlustað á Mosó lagið með Dóra DNA, það ætti að vera fastur liður að þegar fólk keyrir í gegnum Mosó þá er lagið sett á. Sama þegar þú keyrir í gegnum Borgarnes þá setur þú væntanlega Borgarnes er happiness með Magga Mix í tækið. Ef þú hefur ekki búið áður í Mosó, þá velkomin. Ef þú hefur ekki heyrt þetta lag þá mæli ég með að þú setjir það á þegar þú ert búinn að lesa þennan pistil. Nú ert þú ábyggilega að hugsa „af hverju er Mosfellsbær kallaður Pizzabær?“. Jú, ég skal segja þér það. Í den var pizzastaðurinn Pizzabær starfandi þar sem fengust rosalegar pizzur og víðfræga kryddbrauðið (þau sem þekkja þetta eru ábyggilega með vatn í munninum núna). Út af þessum stað var Mosó kallaður Pizzabær, auk þess hafa þó nokkrir pizzastaðir komið við sögu í Mosó. Heyrst hefur að fræga kryddbrauðið fáist á Blik Bistro í dag! Ég veit ekki með þig en ég ætla að fá mér það um helgina … Skilaboðin skýrt ég sendi. ÁFRAM, ÁFRAM AFTURELDING! embla líf hjá Signýju heyrSt hefur... ...að Foldabassa, Myndó og Sigurbjörg ætli að færa sig úr Kradimommu- bænum yfir í rýmið við Miðbæjar- torgið sem Evíta var með. ...að grænmetismarkaðurinn í Mosfellsdal heyri nú sögunni til. ...að bæjarstjórn sé búin að gefa XB Leifi leyfi frá störfum vegna skólagöngu erlendis. ...að Gylfi Þór og félagar í Val komi í heimsókn í Mosó 17. maí og keppi við Aftureldingu í bikarnum. ...að loft sé komið í ærslabelgina vinsælu í Mosó. ...að Valgarð Már sé eini umsækjand- inn um embætti skólameistara FMOS sem verður skipað í frá 1. ágúst, til næstu fimm ára. ...að Tóti Eggerts sé þriðji besti grænmetiskokkur landsins. ...söngkonan mosfellska Íris Hólm sé með íslenska söngflokknum á Eurovision í Malmö. ...að bærinn sé búinn að kaupa teppaflísar á íþróttahúsið til að nota á viðburðum í húsinu. ...að Aftureldingu séð spáð efsta sæti í Lengjudeild karla í sumar. ...að Skólahljómsveit Mosfellsbæjar ætli að halda upp á 60 ára afmæli sitt í Hlégarði þriðjudaginn 28. maí. ...að von sé á 1200 blökurum á öld- ungamót í Mosfellsbæ um helgina. ...að Mosfellskirkja sé orðin ónýt vegna myglu og rakaskemmda. ...að Eurovision-Hera sé flutt í Mosó og búa á Brúarhóli, neðst í Teiga- hverfinu. ...að sauðburður sé hafinn í Dalnum. ...að Ásgeir Jóns sé orðinn formaður Aftureldingar. ...að uppselt hafi orðið á sveitaball með Skímó og Á móti Sól sem fram fór í Hlégarði í lok apríl. ...að Gylfi Dalmann hafi haldið upp á 60 ára afmælið sitt með því að fá sér eina með öllu á Bæjarins bestu. ...að verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem Afturelding er að undirbúa hafi feng- ið styrk frá hvatasjóði „Allir með“. ...að Katrín Jak forsetaframbjóðandi bjóði Mosfellingum í göngu á Mosfell 15. maí. ...að forsetaframbjóðandinn Arnar Þór hafi haldið opinn fund í Hlégarði og Halla Hrund hafi heimsótt eldri borgara. Aðrir ekki sést enn í Mosó. ...að mosfellska hljómsveitin Kaleo sé að fara túra með Rolling Stones í þriðja skiptið í júní. ...að Tjaldur sé búinn að hreiðra um sig í bönkernum á 12. braut á Hlíðavelli. ...að einn keppandi í skákmótinu í golfskálanum hafi hætt keppni vegna hávaða frá golfhermum. ...að styrktarmótið Palla Open fari fram á Hlíðavelli 8. júní. mosfellingur@mosfellingur.is Mosfellskórinn hélt vortónleika í Hlégarði 5. maí. Kórinn er á sínu 36. starfsári og hafa aðeins tveir kórstjórar stjórnað kórnum, Páll Helgason og nú Vilberg Viggósson. Á tónleikunum voru sungin hin ýmsu dægurlög við undirleik hljómsveitar. Vortónleikar Mosfellskórsins

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.