Mosfellingur - 24.10.2024, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið
- Fréttir úr bæjarlífinu4
HelgiHald næstu vikna
sunnudagur 27. október
Kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju.
Sr. Henning Emil Magnússon þjónar.
Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju.
sunnudagur 3. nóvember
Kl. 13: Jól í skókassa sunnó í
Lágafellskirkju. Kl. 13: Alþjóðakaffi í
safnaðarheimilinu, Þverholti 3, fyrir fólk
af erlendum uppruna. Mánaðarlegir
hittingar fyrsta sunnudag í hverjum
mánuði. Kl. 20: Allra heilagra messa
í Lágafellskirkju. Sr. Guðlaug Helga
Guðlaugsdóttir þjónar.
sunnudagur 10. nóvember
Kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju.
Sr. Arndís Linn þjónar.
Kl. 13: Friðar sunnó í Lágafellskirkju.
sunnudagur 17. nóvember
Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju.
Kl. 20: Taizé messa í Lágafellskirkju.
Sr. Henning Emil Magnússon þjónar.
sunnudagur 24. nóvember
Kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju.
Sr. Arndís Linn þjónar.
Kl. 13: Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju.
Foreldramorgnar hefjast á ný!
Á fimmtudögum kl. 10-12 í safnaðar-
heimilinu. Kríli og krútt velkomin í fylgd
með fullorðnum! (sjá auglýsingu)
kyrrðarbænastundir
Á þriðjudögum kl. 17:30
í Lágafellskirkju.
kyrrðarbænastundir
Fermingarbörn safna fyrir vatnsverkefni
Hjálparstarfs kirkjunnar miðvikudag-
inn 6. nóvember kl. 17-21. Hvetjum
Mosfellinga til að taka vel á móti
fermingarbörnum.
Íslensku menntaverðlaunin eru árleg við-
urkenning fyrir framúrskarandi skólastarf
eða umbætur í menntamálum og í ár voru
tvær tilnefningar tengdar skólastarfi í Mos-
fellsbæ.
Tilnefningar hafa verið birtar en verð-
launin verða veitt við hátíðlega athöfn 5.
nóvember á Bessastöðum.
dóra guðrún Wild á Hlaðhömrum
Dóra Guðrún Wild kennari við leikskól-
ann Hlaðhamra er tilnefnd sem framúr-
skarandi kennari ársins fyrir faglega og
metnaðarfulla leikskólakennslu, meðal
annars fyrir útinám og fyrir að auðga líf
barna í Mosfellsbæ með fjölbreyttu lista-
og menningarstarfi.
Dóra Guðrún útskrifaðist frá Fósturskóla
Íslands 1984 og hefur starfað í leikskólanum
Hlaðhömrum frá árinu 1995 og er þar deild-
arstjóri í dag. Henni er lýst sem einstökum
leiðtoga, fyrirmynd og fagmanneskju.
Leikskólinn Hlaðhamrar starfar í anda
Reggio Emilia stefnunnar og hefur Dóru
tekist einstaklega vel að nálgast öll náms-
svið leikskóla í gegnum leik, sköpun og
jákvæð samskipti.
snjallræði í Helgafellsskóla
Í flokknum framúrskarandi þróunarverk-
efni er Helgafellsskóli tilnefndur fyrir verk-
efnið sitt Snjallræði sem nær frá leikskóla-
stigi til unglingastigs. Verkefnið er úr smiðju
Málfríðar Bjarnadóttur deildarstjóra.
Snjallræði er hönnunarstund þar sem
nemendur skólans efla sköpunargáfu sína
með mánaðarlegum áskorunum, þar sem
þeir takast á við raunveruleg samfélags-
vandamál eins og til dæmis plastmengun
í sjónum og matarsóun.
Nemendur glíma við hönnunaráskoranir
í hópum og læra ferli hönnunar og hönn-
unarhugsunar þar sem reynir á samvinnu,
samskipti og að hugsa út fyrir kassann.
Mosfellskar tilnefningar • Íslensku menntaverðlaunin 2024 verða afhent 5. nóvember
tilnefningar til menntaverðlauna
dóra guðrún wild Málfríður bjarnadóttir
Ráðist í vegabætur
í Mosfellsdalnum
Fyrir dyrum standa endurbætur á
Þingvallavegi um Mosfellsdal. Íbúar
í dalnum hafa margoft kvartað yfir
hraðakstri á þessum kafla og krafist
úrbóta. Þarna hafa orðið alvarleg
slys og sumarið 2018 varð banaslys
á kaflanum. Íbúar í dalnum eru vel
á þriðja hundrað. Vegagerðin, Mos-
fellsbær og Hitaveita Mosfellsbæjar
hafa boðið út for- og verkhönnun
á breytingum á Þingvallavegi um
Mosfellsdal. Kaflinn er um tveir
kílómetrar að lengd og nær frá
Norðurreykjaá við Hlaðgerðarkots-
veg að Gljúfrasteini. Innifalið í
verkinu er veg- og gatnahönnun,
vegamótahönnun, hönnun
undirganga, stíga, vatnsveitulagnar,
hitaveitulagnar og afvötnun.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar
en í maí 2025.
Nú á haustmánuðum hefur verið lagt kapp á vinnu við nauðsynleg-
ar framkvæmdir bæði við Mosfellskirkju og Lágafellskirkju.
Mosfellskirkja hefur verið lokuð vegna mygluskemmda frá því í
vor. Sóknarnefnd Lágafellssóknar tók þá ákvörðun á fundum sínum
í haust að hefja endurbætur á Mosfellskirkju til að koma í veg fyrir
frekari skemmdir sem og að opna kirkjuna að nýju.
Mosfellskirkja í Mosfellsdal var vígð 4. apríl 1965 og fagnar því 60
ára vígsluafmæli á næsta ári. Stefnt er að hátíðarhöldum að fram-
kvæmdum loknum. Mosfellskirkja er gerð eftir teikningu Ragnars
Emilssonar.
viðhald á
lágafellskirkju
Komið var að
nokkru viðhaldi á
Lágafellskirkju. Því er
nú unnið að lagfær-
ingum á tröppum við
skrúðhús kirkjunnar
en við þessar endur-
bætur mun aðgengi
fyrir öll bætast til
mikilla muna.
Fleiri framkvæmd-
ir eru í gangi, við
skrúðhúsið hefur
ný eldhúsinnrétting
verið sett upp, einnig
verður málað innan-
dyra fyrir jól.
Viðurkenning Jafn-
vægisvogarinnar
Mosfellsbær hlaut á dögunum,
ásamt góðum hópi fyrirtækja,
stofnana og sveitarfélaga, viður-
kenningu verkefnisins Jafnvægis-
vogin, sem er hreyfiaflsverkefni Fé-
lags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Árlega eru veittar viðurkenningar
til þeirra aðila sem náð hafa
markmiði verkefnisins um jafnt
hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja
og stofnana, þ.e. að hlutfallsleg
skipting karla og kvenna í stjórnum
sé aldrei ójafnari en 40/60. Inntak
Jafnvægisvogarinnar er einfalt og
skilaboðin mjög skýr um að jafn-
rétti sé ákvörðun sem þarf að taka
með formlegum hætti ef breytingar
eiga raunverulega að verða að
veruleika. Í ár voru viðurkenningar
um 130 talsins sem gefur von um
að jafnrétti þokist í rétta átt í æðstu
stjórnum.
Lokað vegna mygluskemmda frá því í vor
endurbætur á
Mosfellskirkju
einar sMiður við skrúðhúsiðMosfellskirkja í Mosfellsdal