Mosfellingur - 24.10.2024, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 24.10.2024, Blaðsíða 6
 - Bæjarblað í 22 ár6 Ari Eldjárn með uppi- stand í Hlégarði Ari Eldjárn, einn allra vinsælasti uppistandari þjóðarinnar ætlar að kitla hláturtaugarnar í Hlégarði föstudags- kvöldið 22. nóvember kl. 21. Ari stendur fyrir skemmtilegri og tilrauna- kenndri uppi- standssýningu þar sem hann prófar nýtt grín. Sýningin er ákveðinn upp- taktur að hans árlega Áramótaskopi sem slegið hefur í gegn síðustu ár. Sýningin varir í rúma klukkustund og má nálgast miða á Tix.is. Það ríkti mikil gleði í Lágafellskirkju sunnudaginn 22. septem- ber þegar innsetningarguðsþjónusta allra presta safnaðarins fór fram. Segja mætti að met hafi verið slegið í Mosfellsbænum þar sem haft var á orði að mögulega væri þetta í fyrsta skipti í sögu þjóðkirkjunnar þar sem þrír prestar eru settir inn í söfnuð í sömu athöfninni. Prófastur Kjalarnesprófastdæmis sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónaði fyrir altari og setti þau sr. Arndísi G. Bernhardsdóttur Linn, sr. Guðlaugu Helgu Guðlaugsdóttur og sr. Henning Emil Magnús- son inn í störf sín og færði þeim erindisbréf. Henning Emil hefur starfað hjá söfnuðinum frá 1. ágúst 2022 og Arndís tók við starfi sóknarprests 1. ágúst 2023. Guðlaug Helga bættist svo í hóp prestanna um síðustu hvíta- sunnu þegar hún vígðist til prests í Skálholtskirkju. Mikil gróska einkennt safnaðarstarfið Mikill söngur einkenndi þessa fallegu guðsþjónustu þar sem allt starfsfólk og prestar safnaðarins tóku þátt. Andrea Gréta Axelsdóttir kirkjuvörður og meðhjálpari og Jó- hanna Ýr Jóhannsdóttir nýráðinn framkvæmdastjóri safnaðarins lásu ritningarlestra. Auk prestanna lásu Bogi Benediktsson æskulýðsfulltrúi og Kristj- án Júlíus Kristjánsson kirkjukórsfélagi bænir. Kirkjukór Lágafellssóknar leiddi kirkjugesti í söng undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista. „Hjá Lágafellssókn hefur starfað öflugur hópur síðustu misser- in og mikil gróska hefur verið einkennandi fyrir safnaðarstarf og endurnýjun í helgihaldi,“ segir Arndís Linn. „Það má því með sanni segja að framtíð kirkjunnar sé björt í Mosfellsbænum.“ Prestarnir þrír með Prófasti Stór dagur í Lágafellskirkju • Arndís, Henning og Guðlaug sett í embætti í sömu athöfn Þrír prestar settir í embætti Lágafellssókn þakkar fyrir vel unnin störf Lágafellssókn þakkaði á dögunum Kristínu Davíðsdóttur fyrir vel unn- in störf í nútíð og framtíð. Kristín hefur lengi vel verið kirkjugörðum Lágafellssóknar mikill liðsstyrkur. „Hennar grænu fingur hafa m.a. leitt gróðursetningu á fjölda birki- trjáa til að veita gott skjól í Mosfells- dalnum, veitt endalausa gróður- ráðgjöf til Boga umsjónarmanns, verið flokksstjóri ásamt Boga þegar bærinn lánaði okkur starfsfólk eina viku til verkefna í Covid, almennri gróðurumhirðu og tínslu á rusli í veðrum og vindum. Mest af þessu hefur hún unnið í frítíma sínum, einhent sér í verkin enda mikil hjálp þar sem kirkjugarðarnir eru jú þrír talsins í Mosó. Þetta lýsir eldmóð- inum í Kristínu. Sjálfboðaliðar eru dýrmætir.“ Myndin er tekin af Kristínu og Boga í fallegu umhverfi Lágafellskirkjugarðs. Gabríel Kristinn gefur út matreiðslubók Mosfellingurinn Gabríel Kristinn Bjarnason, matreiðslumaður og landsliðskokkur, var að gefa út sína fyrstu matreiðslubók sem ber heitið Þetta verður veisla!. „Síðastliðin tvö ár hef ég verið að skrifa, græja og gera fyrir þessa skemmtilegu matreiðslu- bók, hönnuð fyrir fólkið sem elskar að bjóða í veislu heima en vantar nýjar framandi hug- myndi, allt frá þeyttu smjöri í aðalrétti og deserta,“ segir Gabríel sem er glaður og þakklátur fyrir að sjá draum, sem hann hefur alið með sér frá því hann byrjaði ungur að kokka, rætast. „Bókin er fáanleg í öllum helstu verslunum og verður klárlega jólagjöfin í ár. Ég er mjög spenntur að fylgja bókinni eftir og kynna hana vel,“ segir Gabríel en hægt er að fylgjast með honum á samfélagsmiðlum þar sem hann deilir góðum ráðum. Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar síðastliðinn föstudag voru tekin fyrir drög að skipulagslýsingu varðandi verkefnið Farsældartún, áður Skálatún í Mosfellsbæ. Til stendur að koma upp þjónustukjarna fyrir börn og ungmenni á svæðinu í sam- ræmi við samning frá því í júní 2023 á milli sjálfseignarstofnunarinnar Skálatúns og ríkisins um uppbyggingu á þjónustu fyrir börn og ungmenni á Skálatúni. IOGT sem rak Skálatún ánafnaði fast- eignum og lóðum Skálatúns til nýtingar í málefnum barna og fjölskyldna. Þá var sjálfseignarstofnun stofnuð um fasteignir Skálatúns og framsal lóðaréttinda til sjálfs- eignarstofnunarinnar bundið þeirri kvöð að framtíðaruppbygging á svæðinu verði einungis í þágu hagsmuna barna og fjöl- skyldna auk þess sem frekari takmarkanir eru á framsali landsins. Blanda af skrifstofubyggingum og meðferðarstarfsemi Þá var skrifað undir viljayfirlýsingu milli mennta- og barnamálaráðuneytis og Mos- fellsbæjar sem lýtur að því að stofnanir rík- isins sem sinna málefnum barna, samtök sem vinna í þágu barna og þjónustuaðilar barna, verði staðsett að Skálatúni í nokkurs konar miðstöð barna auk þess að byggð yrði upp þjónusta við börn með fjölþættan vanda. Efnt var til nafnasamkeppni í vetur og varð nafnið Farsældartún fyrir valinu. Sjálfseignarstofnunin Farsældartún hef- ur unnið að deiliskipulagi svæðisins og voru fyrstu drögin kynnt í skipulagsnefnd síðastliðinn föstudag. Framtíðarskipulag svæðisins verður kynnt vel fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum en þar er stefnt að því að hafa blöndu af skrifstofubyggingum og meðferðarstarfsemi. Nýtt úrræði á Skálatúni Barna- og fjölskyldustofa hefur óskað eft- ir tímabundnum afnotum af einu húsanna sem er í Skálatúni fyrir meðferðardeild fyrir fimm börn og unglinga. Með því að stofna sérstakt úrræði í Skálatúni er hægt að aðgreina börn betur sem eru í greiningu og meðferð frá þeim börnum sem eiga við alvarlegasta vandann að stríða en þau verða áfram á meðferðar- deild Stuðla. Um er að ræða nýtt úrræði. Vegna mikillar umræðu um blöndun hópa og smitáhrif er verið að vinna að framan- greindri aðgreiningu. Einnig munu þau fá þjónustu meðferðar- teymis á vegum BOFS en það eru sálfræð- ingar sem sinna þeirra meðferð. Áætlaður fjöldi starfsmanna er 17. Staðan erfið á Stuðlum Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjar- stjóra er það mikið fagnaðarefni ef það verður hægt að opna meðferðardeild fljótlega fyrir börn og unglinga sem þurfa meðferð í rólegu umhverfi. Staðan hafi verið erfið á Stuðlum og ekki hægt að þjón- usta nægilega vel þau börn sem geta verið í opnu meðferðarúrræði vegna plássleysis. „Við höfum fundið mjög mikið fyrir því hér í Mosfellsbæ hvað það vantar meðferð- arheimili fyrir börn og unglinga og höfum þrýst mjög á ríkisvaldið að stíga þar inn. Þó svo að húsnæðið sé ekki sérhannað fyrir slíka meðferð þá getur heimilislegt umhverfi og fallegt nærumhverfi haft góð áhrif á líðan barnanna meðan á meðferð stendur.“ Aðspurð segir Regína að sex einstakl- ingar hafa verið í neyðarvistun á Stuðlum á vegum Mosfellsbæjar í alls 16 skipti á árunum 2023 og 2024 og fjórir þeirra verið á meðferðardeild eða stuðningsheimili. Koma upp þjónustukjarna fyrir börn og ungmenni • Vöntun á meðferðarheimili Drög kynnt að skipulagslýs- ingu varðandi Farsældartún Mosfellingarnir Ásmundur Einar barnamála- ráðherra, Sigrún Lóa íbúi á Skálatúni og Regína bæjarstjóri Mosfellsbæjar í maí 2023 þegar undirritaðir voru samningar um að bærinn tæki alfarið við rekstri Skálatúns. j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is sport íslandi

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.