Mosfellingur - 24.10.2024, Side 10
Arna Kristín ráðin
til Mosfellsbæjar
Arna Kristín Hilmarsdóttir hefur
verið ráðin í starf verkefnastjóra
upplýsinga og miðlunar á umhverf-
issviði Mosfellsbæjar. Arna Kristín
er með B.Sc. próf í viðskiptafræði
frá Háskólanum
í Reykjavík með
áherslu á alþjóða
markaðsfræði.
Arna hefur
yfirgripsmikla
reynslu sem
nýtist í starfi
verkefnastjóra.
Undanfarin tvö ár hefur hún starfað
sem framkvæmdastjóri Stay in Vík
sem rekur hótel og íbúðahótel.
Þar á undan starfaði hún í sex ár
sem verkefna- og viðburðastjóri
hjá íþrótta- og sýningarhöllinni í
Laugardalshöll. Þar áður starfaði
hún sem rekstrarstjóri hjá Hotel
Luna apartments auk sem hún var
yfir fyrirtækjasviði Dohop og vöru-
merkjastjóri hjá Karli K. Karlssyni.
Í störfum sínum hefur hún öðast
mikla reynslu af verkefnastjórnun,
mótun þjónustuupplifunar og gerð
og framsetningu gagna og nýtist sú
reynsla afar vel í þessu starfi. Arna
er Mosfellingur í húð og hár og er
gift Erni Unnarssyni. Hún hefur
störf hjá Mosfellsbæ 1. nóvember.
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ10
MOSFELLINGUR
kemur
næst
út 28. nóv
mosfellingur@mosfellingur.is
Sælhús á Mosfells
heiði endurreist
Ferðafélag Íslands hefur undanfarin
misseri unnið að endurbyggingu á
sæluhúsi austarlega á Mosfellsheiði.
Það var upphaflega reist um 1890
við nýjan veg til Þingvalla sem
gengur núna undir nafninu Gamli
Þingvallavegurinn. Sumarið 2022
voru hleðslusteinarnir teknir ofan
og raðað við hliðina á rústinni.
Síðan var grafið niður á klöpp og
grunnurinn fylltur af grús. Eftir
það lagðist vinnan í vetrardvala
en í fyrrasumar var aftur tekið
til óspilltra málanna og steyptur
sökkull fyrir húsið. Á þeim grunni
hafa veggirnir verið endurhlaðnir á
sama hátt og gert var fyrir 130 árum.
Þeir Örvar og Ævar Aðalsteinssynir
hafa unnið þetta verk, með þeim
hafa starfað Bjarni Bjarnason fjall-
kóngur og verktaki á Hraðastöðum
í Mosfellsdal og Unnsteinn Elíasson
hleðslumeistari frá Ferjubakka í
Borgarfirði. Veggjahleðslunni lauk
haustið 2023 en í sumar hefur verið
unnið að frágangi og frekari smíði
og þak komið á húsið, en nú á eftir
að klára hurð, glugga, gólf og fleira
innanhúss.
J Ó L A B R U N C H H L A Ð B O R Ð
F Y R I R A L L A F J Ö L S K Y L D U N A
J Ó L A S V E I N A R N I R K O M A O G
G E F A G J A F I R
A L S K Y N N S J Ó L A F Ö N D U R
F Y R I R K R A K K A O G
J Ó L A S T E M N I N G
7 , 8 , 1 4 , 1 5 D E S E M B E R
M I L L I 1 1 : 3 0 O G 1 6 : 0 0
K Í K T U V I Ð O G N J Ó T T U H J Á O K K U R
Jólasveina
Brunch
BlikBistro
Bókaðu borð á
www.blikbistro.is
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega
nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttón-
leikadaga skólans sem fóru fram 15.–17. október í félagsheimilinu
Hlégarði.
Flygillinn er af gerðinni Yamaha S3X–PE Premium Grand og hef-
ur Listaskólinn lánað Hlégarði hljóðfærið á meðan eldri flygill sem
þar hefur verið, 50 ára gamall Bösendorfer konsertflygill, verður
tekinn í gegn og lagfærður. Reiknað er með að sú framkvæmd muni
taka 1-3 ár.
Flaggskip Yamaha frá Japan
Um svokallaðan S3 seríu flygil er að ræða og er hann framleidd-
ur af handverksmönnum Yamaha í Kakegawa í Japan. Sú sería
var þróuð út frá Yamaha CFX konsertflyglinum sem er flaggskip
Yamaha og eitt af fremstu tónleikahússhljóðfærum í heiminum.
Þessi tenging gefur flyglinum hljóm sem nálgast gæði konsertflygils
og setur flygilinn því skör hærra en flesta aðrir flygla af sambæri-
legri stærð.
S3 flyglar eru þekktir fyrir djúpan ríkulegan hljóm og jafnvægi
milli bjartari og mýkri tóna. Hljómborðið er lofað fyrir góða
ásláttarnæmni og gerir píanóleikurum kleift að tjá sig með meiri
nákvæmni í túlkun og tónstyrk. Byggingarefni flygilsins er hágæða
evrópskt greni, hannað til að standast álag og halda lögun og
gefur hljómbotninum sérstaka eiginleika þegar kemur að tónend-
urkasti.
Á myndinni eru Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Regína Ás-
valdsdóttir bæjarstjóri.
Nýr flygill í Hlégarði • Gjöf frá Mosfellsbæ • Gamli flygillinn þarfnast viðgerðar
Listaskólanum færður nýr flygill
Helga þórdís og regína við flygilinn