Mosfellingur - 24.10.2024, Page 11
Bókasafn Mosfellsbæjar
Svakalega sögusmiðjan
Hrekkjavökusögur fimmtudaginn
24. október kl. 13–15. Í sögusmiðjunni
búum við til skemmtilegar og hrikalegar
hrekkjavökupersónur, skrifum spennandi
og hrollvekjandi sögur, ásamt því að teikna
hryllilegar hrekkjavökumyndir. Aldursviðmið:
9–12 ára. Skráning á sumar.vala.is
Krakka Macramé
Regnbogar og lauf föstudaginn 25.
október kl. 10–12. Í smiðjunni lærum við
að gera lauf og regnboga með macramé-
hnýtingaraðferðinni. Smiðjan er fullbókuð en
tekið er við skráningum á biðlista á sumar.
vala.is
Hrekkjavökugetraun
24.–30. október á opnunartíma safnsins.
Getur þú giskað á hve mikið af ormum
og leðurblökum Hexía de Trix notar í
nornaseiðinn sinn? Sá þátttakandi sem giskar
á rétt magn getur unnið hrekkjavökubók,
andlitsmálningu og innihald pokanna!
Í kjölfar bangsasögustundar í Bókasafni
Mosfellsbæjar sem haldin var miðvikudaginn
23. október er börnum boðið að lita
bangsamyndir, leysa bangsaþrautir og
leita að bangsanum Fergus í safninu.
Þátttökuverðlaun í boði. Bangsaleitin
og -þrautir verða í boði út mánudaginn
28. október.
Lágafellslaug
Mosfellsbær hvetur til samveru fjölskyld-
unnar í vetrarfríi og býður fullorðnum sem
koma í fylgd barna frítt í sund fimmtudaginn
24. október kl. 14–17.
Tilvalið er fyrir börn og fjölskyldur að fara í
sund og grípa í nýju borðleikina í laugunum
að lokinni góðri hreyfingu og spila sígild spil
eins og lúdó, skák, slönguspil eða myllu.
Boðið verður upp á wipeout-braut
í Lágafellslaug fimmtudaginn 24. og
föstudaginn 25. október kl. 10–13 báða
dagana.
Föstudaginn 25. október kl. 21–22 verður
haldið sundlaugapartý fyrir unglinga í
Mosfellsbæ í Lágafellslaug í samvinnu við
Bólið. Sprite Zero Klan sjá um tónlistina.
Ratleikur fyrir börn á öllum
aldri í Álafosskvos
Skemmtilegur ratleikur liggur úr
Álafosskvos og um Reykjalundarskóg og
hentar fyrir alla aldurshópa. Býður upp á
þraut og útiveru í fallegu umhverfi.
Þá eru fellin í Mosó galopin alla
daga og hentug í bæði styttri og lengri
ævintýragönguferðir.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Boðið verður upp á kynningartíma fyrir
börn í vetrarfríi kl. 12–14 fimmtudaginn 24.
og föstudaginn 25. október. Allur búnaður
á staðnum. Golfkennararnir Dagur og Andri
taka vel á móti gestum.
Hestafjör með hestamennt
Á félagssvæði Harðar við reiðhöllina
kl. 13–14 föstudaginn 25. október verður
teymt undir börnum.
Við hlökkum til að sjá
ykkur í vetrarfríinu!
Menning, íþróttir og lýðheilsa
Vetrarfrí í
Mosfellsbæ
Mosfellsbær Þverholti 2 525-6700 www.mos.is
Í vetrarfríinu verður að venju ýmislegt um að vera í
bókasafninu, íþróttamiðstöðvum og hjá íþróttafélögum.