Mosfellingur - 24.10.2024, Qupperneq 20

Mosfellingur - 24.10.2024, Qupperneq 20
Sérsniðin þjónusta til byggingaraðila A L L T . I S - A L L T @ A L L T . I S - 5 6 0 5 5 0 5 - Fréttir úr bæjarlífinu20 Helgina 18.-20. október fóru bæði fál- kaskátar og dróttskátar í haustútilegu. Hóparnir fóru hvor í sína áttina, fálka- skátarnir í Lundareykjadal og dróttskát- arnir á Úlfljótsvatn. Allir sváfu þó í skálum og höfðu hlýtt og notalegt í kringum sig, útilegur þurfa nefnilega ekki að vera í tjaldi. Það er þó alltaf sama góða stemmingin og krakk- arnir skemmtu sér saman í alls konar áskorunum, hópefli og gleði. Fjölbreytt afþreying Fálkaskátarnir bökuð pönnukök- ur yfir eldi, göldruðu fram dýrindis kræsingar í útieldun, böðuðu sig í einkalaug, skemmtu sér og öðrum með töfrabrögðum, tónlistarleik og leikþáttum. Að sjálfsögðu voru nýir fálkaskátar vígðir og allir reyndu fyrir sér í ullarþæfingarlist. Dróttskátarnir tóku meðal annars þátt í stórmóti í kokkalistum, spiluðu um dreka og dýflissur, vígðu nýja drótt- skáta, nutu norðurljósanna og leystu æsispennandi morðgátu í næturleik. Bæði drekaskátar og rekkaskátar eru svo að fara í sínar ferðir á næstu vikum því skátastarfið hjá Mosverjum er fullt af gleði og áskorunum. Skátalíf er útilíf Falleg haustmynd yfir nýjasta hluta Helgafellshverfis en fyrsti vetrardagur er á laugardaginn. Nýjar götur taka óðum á sig mynd, Liljugata, Lóugata, Huldugata og Úugata. Haust í Helgafellshverfi

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.