Mosfellingur - 24.10.2024, Blaðsíða 23
Bambaló í
Bókasafninu
Notaleg samveru- og tónlistarstund fyrir yngstu
krílin og foreldra þeirra í umsjón Sigrúnar
Harðardóttur, fiðluleikara og tónlistarkennara, í
Bókasafni Mosfellsbæjar 8. nóvember kl. 10:30.
20 pláss eru í boði - Skráning fer fram með því
að senda póst á netfangið bokasafn@mos.is.
Mosfellsbær Þverholti 2 525-6700 www.mos.is
Bókasafn Mosfellsbæjar kynnir:
Sýnishornið
í Bókasafninu
Mosfellsbær
Langar þig að leyfa list þinni að
njóta sín í Bókasafni Mosfellsbæjar?
www.mos.is
Nú stendur listfengum Mosfellingum
til boða að sýna verk sitt í
Sýnishorninu í tvo mánuði í senn.
Sýnishornið er lítið sýningarrými
í Bókasafninu sem rúmar eina
mynd og/eða verk í glerskáp.
Hafið samband á netfangið
bokasafn@mos.is fyrir frekari
upplýsingar.
Næsta blað kemur út:
fimmtudagiNN
28. Nóvember
Efni og auglýsingar skulu
berast fyrir kl. 12, mánu-
daginn 25. nóvember.
mosfellingur@mosfellingur.is
Um fjögur hundruð nemendur í Varmár-
skóla luku á dögunum hringferð sinni
um Ísland, þegar gengið var sem svarar
fjarlægðinni milli Víkur í Mýrdal og Mos-
fellsbæjar.
Megnið af hringveginum var hlaupið á
einum degi þegar nemendur skólans hlupu
samanlagt vel yfir eitt þúsund kílómetra
vegalengd.
Hlaupið var í tilefni af evrópskri íþrótta-
viku en að þessu sinni var ákveðið að setja
það markmið að ná að hlaupa sem nemur
öllum hringveginum, Þjóðvegi 1, en það
eru 1.321 kílómetri.
„Það einfaldlega kviknaði sú hugmynd
að við gætum sett okkur sameiginlegt
markmið, ekki bara fyrir nemendur, heldur
starfsmenn líka,“ segir Jóhanna Jónsdóttir
íþróttakennari við Varmárskóla.
Krakkarnir gáfust ekki upp
„Við náðum um þúsund kílómetrum. Það
er eins og við hefðum náð til Víkur í Mýr-
dal, hefðum við farið norður fyrir. Þannig
að það má segja að krakkarnir hafi stoppað
í Vík yfir nótt, en síðan náð að ganga heim
daginn eftir,“ segir Jóhanna hlæjandi, en
bætir síðan við: „Krakkarnir gáfust ekki upp
og við getum verið stolt af okkur.“
Nemendur og starfsfólk hlupu ákveðinn
hring á skólasvæðinu, svokallaðan Hlé-
garðshring, 450 metra leið. Hver hlaupari
fékk punkt á handarbak fyrir hvern hring
sem hlaupinn var. Svo var vegalengdin lögð
saman. Glaðir og þreyttir nemendur fengu
síðan frostpinna eftir langt hlaup.
Um 400 nemendur í 1.-6. bekk eru í
Varmárskóla. Þetta eru krakkar á aldrinum
6-11 ára.
Hlégarðshlaup í lok september • Evrópsk íþróttavika
400 grunnskólanemar
festust í Vík í Mýrdal
Fréttir úr bæjarlífinu - 23