Mosfellingur - 24.10.2024, Síða 34

Mosfellingur - 24.10.2024, Síða 34
Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar34 mín ákvörðun Ég er nú bara þannig að ég vil vera gerandi í eigin lífi og þess vegna er þetta ákvörðun mín,“ sagði frambjóðandi í stjórnmálaflokki um síðustu helgi eftir að uppstillingar- nefnd í flokknum hennar hafði raðað frambjóðendum á lista fyrir komandi kosningar. Ég er sammála henni. Við erum gerendur í eigin lífi. Við þurfum ekki að fara í gegnum lífið á forsend- um annarra. Við búum vissulega í samfélagi og höfum hlutverk, en við þurfum ekki að fylgja hópnum í einu og öllu. Okkur líður best og gerum mest gagn þegar við finnum okkar leið. Og það má skipta um kúrs. Við þurfum ekki að halda okkur á sömu leið út lífið. Það má breyta, það er bara hollt og gott að prófa, meta og breyta til. Það skiptir ekki öllu máli hvað öðrum finnst um þá leið sem við veljum að fara. Aðalmálið er að við séum sjálf sátt við leiðina okkar. Þetta á við um hreyfingu, svefn og mataræði alveg eins og stjórnmál. Mín viðhorf gagnvart þessari mögn- uðu þrenningu hafa breyst í gegnum árin og nálgunin sömuleiðis. Mér líður vel þegar ég hreyfi mig reglu- lega, en langbest þegar hreyfingin er á mínum forsendum. Ég veit núna hvað gerir mér gott og hvað ekki. Það kemur hugsanlega með aldrinum, en ekki endilega. Við þurfum að pæla í sjálfum okk- ur hvað þetta varðar og hugsa sjálfstætt. Er það til dæmis frábær hugmynd að hlaupa mörg hundruð kílómetra með rifinn liðþófa? Er góð hugmynd að keyra sig algjörlega út 2-3 sinnum í viku í tæknilega flókn- um styrktar- og úthaldsæfingum? Fjölmiðlar og sjálfskipaðir áhrifa- valdar elska öfgar og við hin, flest, fréttir sem snúast um öfgar og hetjusögur. En hvar verða þessar hetjur eftir mörg ár af öfgum? Geta þær hreyft sig? Æft? Leikið við barnabörnin? Hugsum sjálfstætt, finnum okkar leið. Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Mál málanna hjá bæjarstjórn í september var uppfærður sam- göngusáttmáli en markmiðið með honum er að liðka fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu og bjóða upp á fjölbreyttari valkosti til ferða á milli svæða. Það er margt gott í sáttmálanum en það eru líka margir þættir sem eru óljósir og þarfnast umræðu. Hvað er í þessu fyrir okkur? Einhverjir vilja að við horfum til þess hvað sáttmálinn færir höfuðborgarsvæðinu í heild sinni en við getum ekki annað en skoðað hvað þessi uppfærsla færir okkur, íbúum í Mosfellsbæ. Stutta svarið er í raun einfalt. Á komandi ári er lagt til að ferðir á leið 15 verði tíðari. En sú breyting ein og sér gerir ekki mik- ið. Aðrar samgöngubætur fyrir okkur eru annars vegar Borgarlína sem á, samkvæmt uppfærslunni, að fara í keyrslu upp úr 2032. Það er eftir átta ár. Og hins vegar Sundabraut sem á að vera tekin í gagnið á svipuðum tíma. En líkurnar á að það gerist myndi ég telja harla litlar. Á sama tíma mun ferðatími okkar lengjast ár frá ári samhliða gríðarlegri uppbyggingu í bæjarfélaginu, t.d. á Blikastöðum og á Korputúni. Af hverju segi ég nei? Eftir að hafa kynnt mér málin og rætt við fólk sem hefur meiri þekkingu á þessu sviði ákvað ég að segja nei við uppfærslunni. Ástæðan er ekki það fjármagn sem við leggjum til verkefnisins, heldur aðrir þættir málsins. Það er margt í sáttmálanum sem er óljóst, sem dæmi má nefna gríðarlegar fjárhæðir sem geta tengst hinum ýmsu verkefnum og framkvæmdum, en ekki hefur verið ákveðið hvar kostnaðarhliðin leggst. Við, oddvitarnir í minnihlutanum, bentum á þetta við umræðu málsins og ekki að ástæðulausu. Í dag er staðan sú að ríkisstjórnin er fallin og verkefnin í sáttmál- anum eru ófrágengin af ríkisins hálfu. Önnur ástæða fyrir því að ég var ekki tilbúin að segja já við þessari uppfærslu er sú að á sama tíma og uppbygging sam- gönguinnviða fer fram, verðum við í fram- kvæmdum á Blikastöðum sem eiga eftir að kosta bæinn gríðarlega fjármuni. Ég hefði viljað spyrja að því, fyrir und- irritun, hvað ætlum við að gera ef sam- gönguframkvæmdir sigla í strand eða kostnaður eykst, á sama tíma og fjárfrekar framkvæmdir eru í gangi hjá okkur. Það er okkar ábyrgð að hugsa út í það. Svo er það annað veigamikið atriði. Kjörnir fulltrúar eru fulltrúar íbúa. Ég er ekki tilbúin að koma fram sem kjörinn full- trúi og segja við mína kjósendur að ég hafi samþykkt sáttmála sem gefi okkur einhverj- ar umferðarbætur eftir átta ár, hið fyrsta. Hagsmunir bæjarfélagsins eru gríðarlegir, góðar samgöngur til og frá bænum eru ein forsenda þess að fólk vilji flytja í bæinn og það er okkar hlutverk að standa vörð um þann málstað. Hver og einn bæjarfulltrúi kaus eftir sinni sannfæringu. Mín sannfæring var þessi. Ég er ekki tilbúin að samþykkja svo stórt verkefni án þess að hafa allar staðreyndir á pappír fyrir framan mig. Þarna vantaði samráð og samtal, kjörnir fulltrúar fengu vitneskju um sáttmálann tveimur dögum fyrir undirritun. Svoleiðis vinnubrögð finnast mér ekki góð. Dagný Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar Uppfærsla samgöngusáttmála- nei takk Á 50 ára afmæli knattspyrnudeild- ar Aftureldingar tókst loks að ná langþráðu markmiði. Karlalið deildarinnar tryggði sér sæti í BESTU deildinni í hreinum úrslitaleik um sætið fyrir framan tæplega 3.000 áhorfendur á Laug- ardalsvelli. Þessi árangur er enginn tilviljun. Um árabil hefur uppbygging verið stigvaxandi, bæði innan liðsins og ekki síður í umgjörð- inni. Sjálfboðaliðar hafa unnið þrekvirki í að efla allt sem snýr að umgjörð fyrir liðið og framkvæmd leikja, án þess að ég taki nokkuð af frábærum árangri þjálfarateym- isins eða liðinu sjálfu. Ekki má heldur gleyma hlut styrktaraðil- anna í þessum árangri. Með stækkandi hóp öflugra styrktaraðila hefur verið hægt að auka fagmennskuna og bæta í á ýmsum stöðum. Nú byrjar hins vegar næsti kafli, að halda liðinu uppi, því við erum komin til að vera!! Um aðstöðuna þarf ekki að fjöl- yrða, en þar treystum við algjörlega á að Mosfellsbær sé í liði með okkur til að það gangi upp að fá undanþágur frá leyfiskerf- inu á meðan varanleg aðstaða rís vonandi sem allra fyrst. Þjálfarar og leikmenn munu leggja enn harðar að sér en áður, það vitum við. En það þurfum við sjálfboðaliðar líka að gera. Það vantar ekkert upp á að þetta er súper gaman, það vitnar fjöldinn um, sjálfboðaliðahópurinn telur tugi manna og kvenna. En lengi getur gott batnað, það er pláss fyrir mikið fleiri og þörf á ef við ætlum að bæta í. Þeir sem sitja heima og hugsa um að það gæti verið gaman að ganga til liðs við sjálfboðaliða íþróttastarfsins eru hvattir til að láta verða af því, við tökum öllum fagn- andi. Ekki síður ef einhverjir hafa áhuga á að styrkja starfið, þar er heldur betur hægt að taka við og fara vel með. Endilega setjið ykkur í samband við okk- ur ef þið hafið áhuga á að vera með okkur í þessari skemmtilegu vegferð, í gegnum netfangið: aftureldingmflkk@gmail.com Hanna Sím. sjálfboðaliði Við erum komin til að vera – Viltu vera með? www.fastmos.is 586 8080 Sími: Viltu selja? Hafðu samband Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.