Mosfellingur - 24.10.2024, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 24.10.2024, Blaðsíða 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Sóldís Sigurðardóttir kom í heiminn 27. júlí 2024. Hún var 3505 gr og 51 cm. Foreldrar eru Sigurður Atli Sigurðsson og Helga Jónsdóttir. Í eldhúsinu Sara skorar á Kolbrúnu G. Þorsteinsdóttur að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi Pylsupasta fjölskyldunnar Sara Gunnarsdóttir deilir hér með okkur uppskrift að pylsupasta fjölskyldunnar. „Magn innihalds- efna er metið hverju sinni eftir því hvað er til í ísskápnum og hve margir verða í mat.“ Innihaldsefni: • Pastaskrúfur • Pylsur • Döðlur • Tómatar • Brokkolí • Paprika • Sveppir • Smá hvítlaukur • Ostasósa: • Rjómi • Mexíkóostur • Hvítlauksostur • Skinkumyrja • Smá dass af sykri • Salt og pipar Aðferð: Sósan þarf að malla svolítið því bæði mexíkóosturinn og hvítlauksosturinn bráðna ansi hægt, svo það er best að byrja á henni. Hellið rjóma í pott á miðlungshita, rífið niður ostana og setjið út í ásamt skinkumyrju og smá sykri. Leyfið að malla á meðan hitt eldast, og smakkið svo til. Gott að salta og pipra, en sykurinn spilar þó lykilhlutverk. Sjóðið pasta í saltvatni. Skerið pylsur, grænmeti og döðlur niður og smjörsteikið þar til mjúkt. Þegar allt er klárt, má annaðhvort blanda öllu saman í stóra skál, eða bera fram í þrennu lagi. DeilD þeirra bestu Komið þið sæl, kæru sveitungar, það er komið að reglubundnu röfli héðan frá mér. Nú er vetur konungur að banka á dyrnar og sveitin okkar hefur fengið örlítinn snjó þetta haustið og svona í tilefni þess þá er ríkisstjórnin sprungin enda hékk hún á slíkum bláþræði að hún þoldi ekki haustlægðirnar né þetta snjófok sem varð á dögunum. Þannig að bæjarstarfsmenn munu dusta rykið af fánaborgunum og skiltinu góða sem stendur á „kosningastaður“ síðan í forsetakosningunum því við þurfum að velja okkur flokk til að sjá um heimilisbókhaldið á klakanum góða. X-? Ja, það kemur svo í ljós. En ég ætla nú ekki bara að tuða og nöldra vegna þess að við Mosfellingar höfum heldur betur tilefni til að gleðjast vegna þess að Afturelding er komin í deild þeirra bestu í karlaboltanum loksins, og það meira að segja á 50 ára afmæli knattspyrnudeildarinnar. Stelpurnar voru fyrir löngu búnar að sýna karlpeningnum hvernig átti að gera þetta en eins og svo oft áður vorum við gaurarnir svolítið lengi að fatta og læra af stelpunum en það er loksins komið í höfn. Afturelding í Bestu deild. Það verður gaman næsta sumar að rassskella FH-inga og Stjörnumenn á heimavelli í deild þeirra bestu og við verðum að sjálfsögðu að vera dugleg að mæta á völlinn og styðja okkar fólk næsta sumar. En bara svona svo að því sé haldið til haga í stækkandi bæjarfélagi að þeir sem eru aðfluttir í sveitina okkar og búa hér þá eru reglurnar þannig að um leið og þið keyrið yfir bæjarmörkin í Mosfellsbæ og ég tala nú ekki um að þið eruð komin með aðsetur hér í síma- skránni þá er það skylda að halda með Aftureldingu. Mér er bara slétt sama hvort þú fluttir hingað frá Selfossi eða úr Vesturbænum, hingað ertu kominn og hér gilda sérstakar reglur. Punktur. Nú ert þú orðin Aftureldingarmaður eða kona og þú getur þá hundskast aftur í Hafnarfjörðinn eða út á Seltjarnarnes eða hvaðan sem þú komst ef þú vilt ekki hlýða þessum reglum. Þetta gildir líka um þig Gestur :) Áfram Afturelding! Högni Snær hjá söru heyrst hefur... ...að það sé kominn nýr eigandi að Álafossbúðinni í Kvosinni sem ætli sér stóra hluti, opna kaffihús og bæta þjónustu til muna. ...að kennarar í Helgafells- og Lágafellsskóla séu á leið í námsferð til Tenerife í vetrarfríinu. ...að Olís muni opna sínu fyrstu bílaþvottastöð undir merkinu Glans í Langatanga í desember. ...Ari Eldjárn verði með uppistand í Hlégarði föstudaginn 22. nóvember þar sem hann prófar nýtt grín fyrir Áramótaskopið sitt. ...að lokahóf fótboltans og 50 ára afmæli deildarinnar verði fagnað í Bankanum á föstudagskvöldið. ...að Guðbjörg og Valdi hafi haldið sameiginlegt stórafmæli um síðustu helgi með mikilli tónlistarveislu. ...að hátt í 200 manns séu á leið í hóp- ferð Aftureldingar á Kaleo tónleika í Lissabon í næstu viku. ...að Hildur Péturs eigi afmæli í dag. ...að Afturelding sé á toppi Olís-deild- arinnar í handbolta eftir sjö fyrstu umferðirnar. ...að Bryndís Haralds hafi haft betur gegn Rósu Guðbjarts bæjarstjóra í Hafnarfirði um 3. sæti Sjálfstæðis- manna í Kraganum. ...að Mosfellingurinn og landsliðs- kokkurinn Gabríel Kristinn sé að gefa út matreiðslubókina Þetta verður veisla! ...að Þorgeir Leó sé nýr yfirþjálfari eldri flokka hjá knattspyrnudeild Aftureldingar. ...að Eyþór Wöhler og HubbaBubba hafi verið að gefa út Stórustu plötu í heimi sem tröllríður nú öllu á streymisveitum. ...að Mosfellingarnir Cecilia Rán og Hafrún Rakel séu mættar til Austin í Texas með íslenska knattspyrnu- landsliðinu að keppa við bandarísku Ólympíumeistarana í kvöld. ...að Guðbjörg Fanndal verði fimmtug um helgina. ...að Sveinn Óskar oddviti Miðflokks- ins í Mosó sækist eftir eftir forystu- sæti hjá flokknum fyrir Suðvestur- eða Suðurkjördæmi. ...að Mollý sem sló í gegn í Gaggó með Tik Tok skinkunni sé nú rísandi poppstjarna í Danmörku. ...að Hrossakjötsveisla 8villtra verði haldin í Harðarbóli 2. nóvember. ...að Íris Hólm sé búin að finna ástina í örmum tónlistarmannsins Arnars Jónssonar. ...að Guðný Jóna sé búin að fara yfir 200 ferðir á Úlfarsfell á árinu og stefnir á að fara 300. ferðinni í góðu föruneyti fyrir 1. desember. ...að ruslalyktin frá Álfsnesinu plagi íbúa Leirvogstungu sem aldrei fyrr. ...að stefnt sé að því að bókmennta- hlaðborðið vinsæla á bókasafninu verði haldið 28. nóvember. mosfellingur@mosfellingur.is - Heyrst hefur...36 Tvöfalt brúðkaupsafmæli Föstudaginn 18. október var haldið upp á tvöfalt brúpkaupsafmæli í Helgafellshverfinu. Birgir D. Sveinsson og Jórunn Árnadóttir áttu 65 ára brúðkaupsafmæli en þau voru gefin saman í Innri-Njarðvíkurkirkju 18. október 1959. Guðrún Kristjánsdóttir og Hilmar Sigurðsson voru gefin saman 10 árum síðar, eða 18. október 1969 og fór athöfn þeirra fram í Neskirkju í Reykjavík. Þess má geta að Birgir og Hilmar eru systkinasynir. birgir, jórunn, guðrún og Hilmar í moSfellSbæ 18. október 2024

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.