Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Side 10

Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Side 10
LEIKLIST OG GAGNRÍNl Það hefur oft verið sagt um listamenn, að þeir þoli öðrum fremur illa gagnrýni. Ef til vill er eitthvað hæft í því, enda ekki óeðlilegt, þegar alls er gætt. Listamenn flestir eru tilfinninga- ríkir og örgeðja og starf þeirra í nánari tengslum við persónu þeirra en á sér stað um flesta menn aðra. Verk þeirra eru þátt- ur af þeim sjálfum, ávöxtur innri baráttu og reynslu, sem þeim er sárt um. Þó verða þeir öðrum fremur að leggja verk sín undir smásjá gagnrýninnar, en eiga hins vegar flestir stundargengi sitt undir hylli og viðurkenningu samtíðar sinnar. A þetta við alla listamenn, þó að hér sé allmikill munur á eftir því, hver listgrein þeirra er. ILef ég hér einkum í huga eina stétt lista- manna, leikarana, sem í þessu efni eru ólíkt verr settir en aðrir listamenn. Verk málara og myndhöggvara eru varanleg. Þeir geta því skotið óhagstæðum dómi samtíðarinnar til æðra dóms ókomins tíma, í von um rétting mála sinna. Um leikar- ann gegnir öðru máli. List hans lifir aðeins hina líðandi stund, á meðan hún verður til. Og hann er sjálfur efniviðurinn, er hann mótar list sína í. Því er list hans svo nátengd persónu hans, að þar verður vart í milli greint. Það er því síst að undra, þótt leikarar séu öðrum listamönnum viðkvæmari fyrir gagn- rýni, þó að þeim svíði sárar undan hörðum dómum og finnist þeir jafnvel persónuleg árás á sig. Þetta er mannlegt og skiljan- legt, en þess ber þó að gæta, að oft eru það óheilbrigður metnað- ur og hégómagirni, er ráða óvild leikarans til gagnrýninnar. Þessi sérstaða leikaranna meðal listamanna er Ijós hverjum þeim gagnrýnanda, sem er starfi sínu vaxinn. Því tekur hann öllum árásum frá þeirra hendi með skilningi og jafnaðargeði. Honum er einnig ljós ábyrgð sú, er starf hans leggur honum á herðar. Iíann veit, að hann getur með dómum sínum, er svo ber undir, valdið miklu um örlög þeirra manna, er hann fjallar um. Því gengur hann að verki með alúð og alvöru. Hann reynir að kljúfa til mergjar viðfangsefni hverrar leiksýningar og gera sér sem gleggsta grein fyrir hverju atriði hennar, áður en hann lætur í ljós álit sitt um hana, og hann lætur aldrei vild eða óvild [ 8 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.