Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Qupperneq 17
FY RST A LEIK AR
ÞJÓÐLEIKHÚSSINS
Fyrsta leikár Þjóðleikhússins hófst með sýningu á Nýárs-
nóttinni eftir Indriða Einarsson á vígsludegi þess, sumardag-
inn fyrsta, 20. apríl 1950. Starfsárinu lauk 30. júní með 23. sýn-
ingu á Islandsklukkunni eftir Halldór Kiljan Laxness.
Leikstarfsemin stóð því yfir í 72 daga og voru flutt þrjú ís-
lenzk leikrit samtals fimmtíu og sjö sinnum. Leikritin voru:
Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson. Fjalla-Eyvindur eftir Jó-
hann Sigurjónsson og Islandsklukkan eftir Halldór Kiljan Lax-
ness. Þá átti Þjóðleikhúsið því láni að fagna að fá hingað lista-
menn frá konunglegu óperunni í Stokkhólmi, er fluttu söng-
leikinn Brúðkaup Fígarós eftir W. A. Mozart. Yegna mikils til-
kostnaðar, sem heimsókn óperunnar hafði í för með sér, varð að
selja aðgöngumiða að Brúðkaupi Fígarós með hækkuðu verði,
eða frá 45,00—75.00 kr. sætið. Samt sem áður var aðsókn mjög
mikil, og sýndu sænsku gestirnir alls sjö sinnum fyrir fullu húsi
áhorfenda. Leiksýningar á vegum Þjóðleikhússins urðu því sam-
tals 64 og leikhúsgestir samtals 41381, cn skiptast sem hér segir:
Nýársnóttin var sýnd 18 sinnum. Leikhúsgestir 11690. Fjalla-
Eyvindur var sýndur 16 sinnum. Leikhúsgestir 9803. Islands-
klukkan var sýnd 23. sinnum. Leikhúsgestir 15099. Brúðkaup
Fígarós 7 sinnum. Leikhúsgestir 4789.
Verð aðgöngumiða þetta fyrsta starfsár var frá kr. 12,00 til
35,00. Þó var verð aðg.m. á frumsýningu 50% hærra. Algengast
verð aðgöngumiða var kr. 30,00 og var almennt álit að tekist
hefði að stilla aðgangseyri mjög í hóf.
Samtals námu tekjur af aðgöngumiðasölu kr. 1.283.246,50 og
verður það að teljast góð útkoma, en á hinn bóginn verða út-
gjöld leikhússins mjög mikil, ekki sízt á fyrstu starfsárum þess
á meðan það er að eignast ýmsa nauðsynlega hluti, er það van-
hagar nú um.
Á leikárinu var húsið leigt ýmsum aðilum, samtals tólf sinn-
um. Þar af fékk Listamannaþingið, sem háð var í vor og að
nokkru leyti haldið Þjóðleikhúsinu til heiðurs, húsið fjórum
[ 15 ]