Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Qupperneq 13

Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Qupperneq 13
DlSARHÖLL H I N N Ý J A Hugsað til Þjóðleikhússins jyrsta sumardag 1950, við útvarpstœki norður í Þing- eyjarsýslu. Rís heil, þú tinnudökka töfrahöll, með tign sem fjöll. Bergkastali og borgar stolt og prýði. Rís, heill, þú demantssteinn og dvergasmíði. Af Draupnis liagleik skóp þig munclin snjöll. Eg sá þig ungur byggða af breiðum grunni; minn barmur kunni síðan engan annan dýrri hljóm en þann, sem greiptur var í clulardóm dökkra súlna þinna, né heitar unni. A lágri þúfu lék sér drengur smár, með lokkað liár, og ævintýri um óskasteininn geymd.i. Þú hamraborg ert draumur, sem hann dreymdi um dökka nótt í tíuhundruð ár. Neistinn, sem sló eldi í Edduljóð og Egils glóð, var kyndill, sem æ gekk frá hönd til handar, frá Hólastól til Hallgríms furðustrandar, og heitur lýsti og vermdi kalda þjóð. [ 11 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.