Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Page 23
JOHN BOYNTON PRIESTLEY
Meðan styrjöldin stóð sem hæst og Bretar áttu í vök að verjast, en loftá-
rásir dundu yfir enskar borgir, var það oft, að maður heyrði rödd í brezka
útvarpinu segja rólega og æðrulaust frá tíðindum eða flytja erindi um eitt-
hvert efni með svo skemmtilegum og gamansömum áherzlum, að maður var
þegar í stað viðs fjarri stríði og váveiflegum hlutum. Þessa röd<l átti John
Boynton Priestly og henni var veitt athygli um víðan heim, líka hér á Iandi.
Hann var þá þegar þekktur rithiifundur, einn hinn fremsti, er reit á enska
tungu. Hann hafði samið leikrit og skáldsögur nokkuð svo jöfnum höndum.
en vinsældir hans og frægð byggðist þó aðallega á skáldsögum hans eins og
The Good Companions (1929) og Angel Pavement (1930), en fyrir þær hafa
sumir líkt honum við Dickens. Leikrit hans vöktu hins vegar ekki verulega
athygli fyrr en á árunum fyrir heimsstyrjöldina, en þá komst hann í fremstu
röð enskra leikritahöfunda með leikritum eins og Time and the Conways (1937)
og I have becn here before (1938). Síðara leikritið kannast menn hér við frá
sýningum Leikfélags Reykjavíkur 1942. Hlaut það hér sem annars staðar hina'
beztu dóma. I þessu leikriti koma einmitt mjög greinilega fram skoðanir
Priestleys um tímann og eilífðina, ef maður mætti segja svo, skoðanir, sem
hann byggir á vísindalegum athugunum manna eins og J. W. Dunne og P. D.
Ouspemky. — Til glöggvunar má taka dæmi frá Holberg, sem gerir að uppi-
stöðu í einum gamanleik sínum, Erasmus Montanus, andstæðuna milli skyn-
heims fólksins á Bjargi, sem treystir á skilningsvitin og fullyrðir, að jörðin
sé flöt, og raunheims, sem vísindin og Erasmus sanna, að sé hnöttóttur í lag-
inu. A svipaðan hátt segir nú Priestley, að tíminn sé í rauninni H'kynvill;! og
stutt lífsstund vor á Bjargi og annars staðar alls ekki takmörkuð af þröngum
sjóndeildarhring dauðans, heldur hluti raunheims — eilífðarinnar, og hver sál
þátttakandi í eilífri hringrás. Það er þetta, sem felst í heiti leiksins: Ég hef kom-
ið hér áður. Onnur hlið á leikritum Priestleys, sem er ekki síður athyglisverð. er
sálfræðileg könnum persónanna. I því efni lítur hann ekki síður stórt á hlut-
ina en á kenninguna um tímann. Gott dæmi þessa er leikritið An Inspector
CaUs (1945), sem hér er sýnt með heitinu: Óvœnt heimsólm. An þess að missa
nokkru sinni sjónar á hárfínum athugunum um persónulega eiginleika fólks-
ins, leggur höfundurinn alla áherzlu á samvizkuna sem slíka, og hana klæðir
hann holdi hins hversdagslega embættismanns, Iögreglufulltrúans.
Sem Ieikritahöfundur talar J. B. Priestley fyrst og fremst til skynsemi áhorf-
enda, þar næst til tilfinninganna, en jafn slingur leikhúsmaður og hann er,
tvinnar hann og þrinnar öriagaþráð persónanna svo vel, að þar finnur ekki á
nokkum hnökra. Usl
[ 21 ]