Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Blaðsíða 24

Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Blaðsíða 24
Indriði Waage leikstjóri er fæddur í Reykjavík 1. desember 1902, sonur Jens B. Waage bankastjóra og konu hans Eufemíu Indriðadóttur, sem bæði voru um langt skeið meðal forustumanna um leiklist í Reykjavík. — Að loknu gagn- fræðaprófi tók liugur Indriða að snúast að leiklist og árin 1922 og 1923 stund- aði hann leiklistarnám erlendis m. a. í Danmörku og Þýzkalandi. Sótti hann leikhús af kappi þessi árin og varð einkum fyrir miklum áhrifum frá Max Reinhardt, sem þá var fremstur leikstjóra í Þýzkalandi og einn með merkustu leikstjórum, sem uppi hafa verið fyrr og síðar. Þegar eftir heimkomuna tók Indriði við leikstjórn hjá leikfélagi bæjarins og varð brátt afkasta- og atkvæða mikill í leiklistarmálum. Vakti hann samstundis athygli í hlutverki Valentins í Ævintýrinu eftir Caillaveit, de Fleur og Etienne Rey, en það var 1924. Atti Indriði því 25 ára leikafniæli á síðast liðnu ári. Auk fjölda hlutverka, sem hann hefur leikið þessi árin, hefiir hann tíðum liaft leikstjórn á hendi og hlotið almenna viðurkenningu sem smekkvís og hugvitssamúr leikstjóri. Hér er ástæða til að minnast á hlutverk, sem hann lék, eins og: Tom Prior í A útleið, sioninn í Sex verur leita höfundar, Galdra-Loft, Lob í I annáð sinn, Van Van Dorn í Ilái Þór og þó einkanlega Dr. Görtler í leikriti Priestleys Eg hef lcornið hér áður. Minnistæðar eru sýningar, sem hann hefur sett á svið, eins og: A útleið, Gluggar, Afritið, Loginn helgi, Dansinn í Hruna, Eg hef komið hér áður og Tondéleyo. Fyrir meðferð sína á gamansömum viðfángsefnum, bæði sem Ieik- ari og leikstjóri, hefur Indriði getið sér orð framar flestum. Indriði Waage var fastráðiiln leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinú 1. okt. 1949, og sviðsetti hann fyrsta viðfangsefni leikhússins, Nýársnóttina. Hann var sæmdur riddarakrossi Danebrogs-orðunnár 1949 og riddarakrossi Fálka- orðunnar 1950. |ls| [ 22 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.