Leikskrár Þjóðleikhússins - 22.09.1950, Síða 18
sinnum til afnota. Sinfóníuhljómsveitin hélt þrisvar hljómleika
í húsinu. Þrisvar var húsið leigt fyrir listdanssýningu og einu
sinni fyrir söngskemmtun.
Þá fékk Félag ísl. leikara húsið til umráða 1. júlí eða raunar
degi eftir að leikárinu lauk. Sýndu leikararnir íslandsklukkuna
til ágóða fyrir styrktarsjóð sinn.
Þjóðleikhúsið hafði efnt til leikritasamkeppni og voru úrslit
keppninnar gerð heyrum kunn um svipað leyti og leikstarf-
semin hófst. — Úrslitin urðu þau, að leikritið Útlagar eft-
ir Tryggva Sveinbjörnsson var dæmt bezt þeirra leikrita, er
dómnefndinni bárust, en í henni áttu sæti: Guðlaugur Rósin-
kranz, þjóðleikhússtjóri; Lárus Sigurbjörnsson, rithöfundur;
Alexander Jóhannesson, prófessor; Indriði Waage, leikari og
Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri.
Alls bárust 18 leikrit fyrir áskilinn tíma og sennilega munu
nokkur þeirra verða sýnd bráðlega á vegum Þjóðleikhússins.
Má það teljast góður árangur, að svo mörg leikrit skuli hafa
borizt. Ber það vott um gróanda í íslenzkri leikritagerð.
í maímánuði kom hingað til lands á vegum Háskóla Islands
og Þjóðleikhússins, Roger McHugh kennari við Þjóðháskóla
fra í Dyflinni (University College Dublin). Prófessor McHugh
flutti hér tvo fyrirlestra á vegum Þjóðleikhússins um írska leik-
list. Erindin voru flutt í „Litla salnum“ og var það í fyrsta
skipti, að sá salur var tekinn til opinberrar notkunar.
Erindi þessu eru einnig fyrsti þátturinn í fræðslustarfsemi
leikhússins um slík efni og á þessu leikári mun Ieikskóli Þjóð-
leikhússins taka til starfa.
Á vígsludegi Þjóðleikhússins stofnaði þjóðleikhússtjóri sjóð,
er nefnist Menningarsjóður Þjóðleikhússins og er markmið
sjóðsins að veita starfsmönnum leikhússins, þeim, sem vilja
afla sér frekari menntunar, styrki til náms. Mcðstofnendur
sjóðsihs urðu samtals 34 og greiddu af hendi kr. 24.866,85
Úr sjóði þessum má eigi veita styrki fyrr en hann er orðinn
40.000,00 kr. Vafalaust mun sjóður þessi verða mörgum að liði,
er fram líða stundir. Það er og hagur leikhússins ef starfsmenn
þess í framtíðinni sjá sér fært að auka menntun sína og fylgjast
með því, sem gerist í leiklistarmálum annarra þjóða.
Eastráðnir starfsmenn voru 36. en þegar flest var, störfuðu
135 manns við leiksýningar Þjóðleikhússins. S. J.
[ 16 ]