Félagsrit Ungmennafélags Reykjavíkur - 19.04.1957, Page 30

Félagsrit Ungmennafélags Reykjavíkur - 19.04.1957, Page 30
Kjartan Bergmann: fslcnzka glíman og Ungmcnnafélag Hcykjavikur Ungmennafélag Heykjavíkur var stofnab 19. aprfl 1942. Fyrstu tvo árin, sem þaS starfa&i, gaf félagif) sig ekki a?) fþráttamálum. ÁriS 1944 var Stefán Run- ólfs.son frá Iiólmi kosinn forma5ur þess, en hann hafhi um margra ára skeih starfah ötullega ah íþróttamáluit: f Reykjavfk, bæ6i sem keppandi og síbar sem forrrabur f- þróttaráSs Reykjavíkur, en á þeim árum heyrbi glfman einnig undir fþróttará5ib. Beitti hann sér, strax eft- ir a<S hann tók vi5 formennsku U.M.F.R. , fyrir því, a5 þa?> tæki fþróttirnar á stefnuskrá sfna. Varb þah a5 rábi, a6 fyrsta íþróttin, sem félagiS hóf a5 æfa, var ísjenzka glfman. Þa5 má vissulega segja, a5 þa5 hafi veri5 vel og gæfulega rá5i5, a5 U.M.F.R. skyldi taka a5 æfa glfmunu, sem hinga5 til hefur verib tali5 þjó5- aríþrótt olckar Islendinga. Glímuæfingar Ungmennafélags Reykjávfkur hófust me5 glfmunámskei5i þann 7. nóvember 1944, og stó5 nám- skeibib ti1 27. nóvember. Kennslan fór fram f Mi5- bæjarskólanum. Kennari var Kjartan BergmannGuójónsson. Þátttakendur á námskeibinu voru 23. Námskeib þetta tókst ágætlega. Rfkti mikill áhugi hjá þátttakendum og formanni félagsins, Stefáni Runólfssyni, sem var ágæt- ur glímuma5ur, a5 halda nu glfmunni áfram a5 námslíeibi loknu. Var5 þa5 þvf a5 rá5i, a5 til félagsins var fenginn þjóbkunnur glímukappi og mikill áhugama5ur um glímu, Lárus Salómonsson, fyrrverandi glfmukóngur fs- lands, og tók hann ná a5 æfa ungmennafélagana af miklu kappi og dugnabi. Sfban 1945 hefur hann óslitib verib glímukennari Ungmennafélags Reykjavfkur,og er óhætt a5 fullyrba, a5 hann hefur unnib miki5 og fórnfúst starf fyrir félagib öll þessi ár. Er nú svo komib, a5 telja má, a5 Ungmennafélag Reykjavíkur sé í dag öflugasta glímuféjag landsins. 30 Félagsrit Umf. Reykjavikur

x

Félagsrit Ungmennafélags Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit Ungmennafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/2017

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.