Golf á Íslandi - 01.06.2017, Blaðsíða 82
Hola 1 2 3 4 5 6 7 8 9
Lengd 355 m 145 m 500 m 297 m 361 m 305 m 484 m 215 m 295 m
Par 4 3 5 4 4 4 5 3 4 36
Hákon 4 3 5 3 4 4 4 2 4 33
Hola 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Alls
Lengd 116 m 379 m 358 m 448 m. 144 m. 316 m 109 m 294 m 487 m 5608 m
Par 3 4 4 5 3 4 3 4 5 35 71
Hákon 3 4 4 4 3 3 3 3 5 32 65
Hákon jafnaði
vallarmetið á
Símamótinu
Hákon Örn Magnússon úr GR jafnaði
vallarmetið á Hamarsvelli á fyrsta
keppnisdeginum á Símamótinu á
Eimskipsmótaröðinni. Hákon lék á 65
höggum eða -6 en par vallar er 71 högg.
Hákon gerði engin mistök á hringnum
og fékk alls 12 pör og 6 fugla. Hann deilir
því vallarmetinu með heimamanninum
Bjarka Péturssyni sem setti vallarmetið
árið 2012.
Glompuhöggið á lokaholunni
var höggið sem stóð upp úr
á þessu móti. Þar sló ég með 60 gráðu
fleygjárninu af um 20–25 metra færi.
Slík högg eru erfið og þetta högg var
með því betra sem ég hef slegið úr slíkri
aðstöðu,“ sagði Vikar Jónasson.
Vikar Jónasson slær hér höggið, sem
stóð upp úr að hans mati, við 18. flötina
á Hamarsvelli. 60 gráðu fleygjárn af um
25 metra færi og boltinn endaði rétt við
holuna. Mynd/seth@golf.is
1. Vikar Jónasson, GK (68-69-70) 207 högg -6
2. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70-73) 208 högg -5
3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76-67) 210 högg -3
3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71-68) 210 högg -3
5. Henning Darri Þórðarson, GK (71-71-69) 211 högg -2
6. Hlynur Bergsson, GKG (70-72-70) 212 högg -1
7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68-71) 213 högg par
8.-10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73-71) 214 högg +1
8.-10. Patrekur Nordquist Ragnars., GR (74-69-71) 214 högg +1
8.-10. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71-72) 214 högg +1
FORGJAFARLAUS
GÆÐI
Hljómar nokkuð betur en hinn fullkomni smellur, mjúkt skoppið
á flötinni eða hringlandi marrið þegar bolti fer í holu?
NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI
NÝHERJI / BORGARTÚNI 37 / KAUPANGI AKUREYRI / MÁN.-FÖS. KL. 9-18 & LAU. KL. 11-15 / NETVERSLUN.IS
Við höfum góða reynslu af framtíðinni
82 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Eimskipsmótaröðin