Golf á Íslandi - 01.06.2017, Blaðsíða 92

Golf á Íslandi - 01.06.2017, Blaðsíða 92
E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Akralind 4 - 201 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is Víti eða vítalaus lausn Í golfi er ein grundvallarreglan sú að við leikum boltanum eins og hann liggur, þ.e. við sláum boltann af teignum og hreyfum svo ekki við honum öðruvísi en með höggi þar til boltinn hafnar í holunni. Frá þessu eru svo auðvitað ýmsar undantekningar. Sú algengasta er að á flötinni megum við lyfta boltanum en eigum þá að leggja hann aftur á sama stað. Yfirleitt gerum við þetta vegna þess að boltinn truflar pútt hjá meðkeppendum okkar eða vegna þess að við þurfum að hreinsa boltann. Stundum megum við svo lyfta boltanum og leika honum af öðrum stað. Þetta er frávik frá grundvallarreglunni um að leika boltanum þar sem hann liggur og því má ekki gera þetta nema samkvæmt heimild í golfreglunum. Þegar við lyftum boltanum til að leika honum af öðrum stað er það ýmist vegna þess að eigum rétt á vítalausri lausn eða vegna þess að við kjósum að taka víti, t.d.: Vítalaus lausn Víti Lausn frá óhreyfanlegum hindrunum, s.s. göngustígum. Bolti dæmdur ósláanlegur. Lausn úr grund í aðgerð, t.d. blámerktum svæðum. Víti tekið úr vatnstorfæru. Lausn frá aðkomuvatni. Fjarlægðarvíti þegar bolti týnist eða hafnar utan vallar. Undir þessum kringumstæðum, þ.e. þegar við lyftum boltanum til að leika honum af öðrum stað, eigum við oftast að láta boltann falla. Hvar við megum láta boltann falla ræðst síðan af því hvaða reglu við erum að fylgja. Mjög algengt er að kylfingar blandi þessum reglum saman og ruglist í því hvernig eigi að bera sig að. Á vissan hátt er vítalausa lausnin mjög einföld, því við notum alltaf sömu aðferðina: Vítalaus lausn Aðferð Lausn frá óhreyfanlegum hindrunum, s.s. göngustígum. 1. Finnum næsta stað fyrir lausn. 2. Látum boltann falla innan einnar kylfulengdar frá þeim stað, ekki nær holunni.Lausn úr grund í aðgerð, t.d. blámerktum svæðum. Lausn frá aðkomuvatni. Lausn frá rangri flöt. Ef við þurfum svo að taka víti flækjast málin aðeins því eðli vítisins ræður því hvaða möguleika við höfum: Víti Aðferð Bolti dæmdur ósláanlegur (má gera hvar sem er nema ef boltinn er í vatnstorfæru). Látum boltann falla á beina línu frá holunni í gegnum staðinn þar sem boltinn lá eða Látum boltann falla innan tveggja kylfulengda frá staðnum þar sem boltinn lá Víti tekið úr almennri vatnstorfæru (gulmerktri). Látum boltann falla á beina línu frá holunni í gegnum staðinn þar sem boltinn fór (síðast) inn í torfæruna Víti tekið úr hliðarvatnstorfæru (rauðmerktri.) Látum boltann falla á beina línu frá holunni í gegnum staðinn þar sem boltinn fór (síðast) inn í torfæruna eða Látum boltann falla innan tveggja kylfulengda frá staðnum þar sem boltinn fór (síðast) inn í torfæruna eða Látum boltann falla innan tveggja kylfulengda frá stað hinum megin við torfæruna sem er jafnlangt frá holunni og þar sem boltinn fór (síðast) inn í torfæruna Fjarlægðarvíti (má gera hvar sem er). Leikum boltanum þaðan sem síðasta högg var slegið. Ef um upphafshögg var að ræða má tía boltann. Flestir muna grundvallaratriðin varðandi þessar reglur, svo sem hvaða möguleikar eru í boði ef maður dæmir bolta sinn ósláanlegan. Tvennt þvælist helst fyrir kylfingum: 1. Að finna „næsta stað fyrir lausn“ þegar fengin er vítalaus lausn. Í stuttu máli er það sá staður sem er styst frá núverandi staðsetningu boltans og sem er (a) ekki nær holunni, (b) ekki í torfæru, á flöt eða utan vallar og (c) þar sem við erum laus við truflun frá hindruninni. 2. Mönnum hættir til að ruglast á einni og tveimur kylfulengdum. Reglan er sú að í vítalausum lausnum megum við alltaf láta boltann falla innan einnar kylfulengdar frá næsta stað fyrir lausn en ef við tökum víti og megum láta boltann falla innan ákveðins svæðis er alltaf um tvær kylfulengdir að ræða. Nái kylfingar að læra þessar aðferðir við að koma boltanum aftur í leik eru þeir komnir vel á veg með að tileinka sér golfreglurnar, því flest okkar þurfa að beita einni eða fleirum þessara aðferða í svo til hverjum einasta hring sem við leikum. Hörður Geirsson hordur.geirsson@gmail.com 92 GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.