Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Qupperneq 6
llti.VKUIKT JASOXARSO!V, kri.>>tiiilioAi
Sonur særingamannsins
/ þorpinu Burgudeyja, skammt
frá kristniboSsstöðinni í Konsó,
býr særingamaðurinn Sím-
gúggu. Hann kvað sjá fyrir
óorðna hluti og kunna ráð til
að bægja óláni frá mönnum
með særingaþulum og kænsku-
brögðum, sem eiga að blíðka
illa andann, meinvaldinn, eða
snúa á bann. Oft rekja menn
Iionum raunir sínar eða ótta
við það, sem framtíðin ber í
skauti sínu. Fyrir ,,hæfilega“
þóknun tekur hann svo að sér
að firra skjólstæðinga sína vand-
ræðum með samkomulagsum-
leitunum við meinvættina, eða
með því að tefla annarri öflugri
gegn áformum fjandmanna, er
hafa magnað illan anda Jieim til
höfuðs.
Stundum er hann beðinn að
varna því, að óhapp hendi feröa-
langa með því að gefa þeini
magnaðan verntlargrip, sem
haldi illvættum í hæfilegri fjar-
lægð eða magna seið gegn því,
að slys hendi menn við ýinis
störf, t. d. varna því, að nokkur
falli ofan af strákofa, sem ver-
ið er að reisa.
Þegar erjur eru milli þorpa
eða þjóðflokka, þykir ekki að-
eins sjálfsagt, heldur jafnframt
hrýn nauðsyn að tryggja sér að-
stoð Símgúggu eða annarra
hans líka. Annað væri vítavert
áhyrgðarleysi, líkast því að nálg-
ast alvopnaðan fjandmann
vopnlaus.
Þegar Símgúggu leitaði frétta
liinna válegu afla eða magnaði
seið gegn illum örlögum, var
Gebbino, sonur hans, oft við-
staddur. Hann átti að erfa emh-
ættið eftir föður sinn, en var
skelfingu lostinn við tilliugsun-
ina eina saman.
Oft liélt umhugsunin um
tengslin við illu andana vöku
fvrir Iionum. Feginn hefði hann
viljað losna, en þetta var ekki
aðeins val föður hans, heldur
hafði illi andinn, sem faðir hans
þjónaði, látið að því liggja, að
hann kysi soninn sem hústað
sinn og umboðsmann, þegar
faðir lians væri allur. Honum
yrði því ekki undankomu auðið.
Andinn mundi leita hann uppi,
livert sem hann færi. Mótþrói
mundi aðeins gera illt verra.
Hann ætti þá hefnd hans vísa
og mundi nauðugur verða að
hýsa hann og þjóna honum, ef
andstaðan við vald og vilja and-
ans yrði þá ekki hani hans, áð-
ur en af embættistökunni yrði.
Gebbino átti því vísa fram-
tíð sem liandbendi liins illa
anda, og hlutskipti hans lá á
honum eins og mara. Þessi
skuggi livíldi yfir hernsku hans
allri. Honum var glaðlyndi eig-
inlegt, en samt var eins og hann
gæti sjaldnast verið glaður í
liópi leikfélaga. Dimma djöfla-
dýrkunarinnar hvíldi einnig
yfir leikbræðrum hans, en þó
ineð öðrum hætti.
Hann átti í vænduin að verða
ríkur og voldugur, en hefði
samt feginn liaft lilutverkaskipti
við hvern, sem vera skyldi. En
ekki var til neins að óska sér
slíks. Andinn léti ekki að sér
hæða. Hann var seldur undir
vilja hans og lieltekinn ótta.
Þegar Gebbino var 10 ára,
gerðust þó atburðir, sem áttu
eftir að hafa mikil áhrif á líf
hans. I þorpinu Dokottó, neöar
í hlíðinni, liafði Barsja Germo,
máttugur töframaður (einn
fjögurra hinna æðstu í félagi
djöflapresta í Konsó), gerzt svo
djarfur að segja upp vistinni,
en Iifði samt í hezta velgengi,
þrátt fyrir lirakspár um skjót-
an dauða. Og nú trúði hann á
einhvern Jeso, sem verndaði
hann gegn hefnd andans.
Fregnin flaug eins og eldur
í sinu um allt héraðið, og sjálf-
ur hafði hann séð Barsja á
Hátíðaliöld eru í
vændum. Þessir
mála sig með litum
og sóti. Snyrtingin
getur tekið margar
klukkustundir.
4 KRISTXLEGT SKOLABLAÐ