Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 9
VERK
GUÐS
■•ÓRIUK
ÓLAFER
IUASOX,
Monntaskólanuin
í Kfykjavík
Hvert, sem við lítum, verða fyrir augum okkar
verk Guðs. Sólin, tunglið, stjörnurnar og jörðin með
öllu, sem á henni er, allt varð þetta til fyrir hans orð.
Drottinn talaði og það varð.
Davíð konungur segir í Sálm. 8, 4—7:
„Þá er ég horfi á himininn, verk handa þinna,
tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, —
hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans,
og mannsins barn, að þú vitjir þessP
Og þó lézt þú hann lítið á vanta við Guð;
méð sæmd og heiðri krýndir þú hann.
Þú lézt hann ríkja yfir handaverkum þínum;
allt lagðir þú að fótum hans.“
Maðurinn, svo smár sem hann er, hvernig getur
hann verið kóróna sköpunarverksins? Svarið finnum
við í I. Mós. 1,26—27: „Og Guð sagði: Vér viljum
gjöra menn eftir vorri mynd, líka oss, og þeir skulu
drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins
og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum, og yfir öll-
um skriðkvikindum, sem skríða á jörðunni. Og Guð
skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði
hann eftir Guðs mynd; hann skapaði þau karl og
konu.“ Þannig skapaði Guð mennina lika sér, til sam-
félags við sig, og lét þá drottna yfir öllu, sem á jörð-
unni hrærðist. „Og Drottinn Guð bauð manninum
og sagði: Af öllum trjám í aldingarðinum máttu eta
eftir vild; en af skilnings-trénu góðs og ills — af því
máttu ekki eta; því að jafnskjótt og þú etur af því,
skalt þú vissulega deyja“ (I. Mós. 2, 16—17).
En maðurinn braut boð Guðs og hann át ávöxtinn
af skilnings-trénu góðs og ills. Guð lét manninn þá
fara burt úr aldingarðinum Eden, rak hann á burt.
Sambandið milli Guðs og mannsins var rofið, af því
að maðurinn syndgaði, en Guð er heilagur og þolir
ekki synd. Þótt maðurinn hefði þannig brotið gegn
vilja Guðs, þá elskaði Guð hann svo mikið, að hann
gat ekki látið syndina þannig gera eilífan aðskilnað
milli sín og mannsins og afkvæma hans.
Og þegar í stað gefur Guð fyrirheiti um þann,
sem sigrast muni á valdi syndarinnar, er aðskilur
Guð og mennina, þann, sem sigrast muni á höggorm-
inum, Satan, er tældi mennina til þess að syndga.
„Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar,
milli þíns sæðis og hennar sæðis; það skal merja
höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess“ (I.Mós.3,16).
Þegar timinn var fullnaður, hljómaði rödd engils-
ins á Bethlehemsvöllum: „Sjá, ég boða yður mikinn
fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður
er i dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í
borg Davíðs.“ Það var frelsari mannanna, sem var
fæddur.
Og þetta var uppfylling fyrirheitsins um þann,
sem rjúfa myndi vald syndarinnar. Ef mennirnir
áttu að eignast samfélag við Guð, varð einhver að
taka á sig syndir þein'a og hljóta refsingu fyrir þær
i stað mannanna. Og kærleikur Guðs til mannanna
var svo mikill, að hann í Jesú Kristi gerðist maður,
lifði og dó að lokum á krossi og tók þannig út refs-
ingu fyrir syndir mannanna. „En hann var særður
vegna vorra synda og kraminn vegna vorra mis-
gjörða; hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom
niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heil-
brigðir“ (Jes. 53, 5).
í Jesú Kristi vann Drottinn okkur eilift líf. „Því
að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn
eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist
ekki, heldur hafi eilíft líf“ (Jóh. 3, 16). Engin leið
önnur er fær, því að allir menn hafa syndgað og
skortir Guðs dýrð. Og Kristur segir: „Enginn kemur
til föðurins, nema fyrir mig.“
Frh. á bls. 33.
KRISTILEGT SKOLABLAÐ J