Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Blaðsíða 14
I
i;nmi\
EDDA
GUBnVARSDÓXTItt,
MenntaNkólanuin
í Keykjavík
Knsturkallar
Til kross þíns, kœri Jesú,
ég kom og hlaut þar frið,
því aldrei ég í huga hef
það hœli aS skiljast við.
Og hvaS sem býður heimur mér,
ég hismi met og tál,
en ég hrósa mér af krossi Krists,
þar Guðs kærleik vann mín sál.
Kall Krists hljómar til allra: „Komið til mín att-
ir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og ég mun
veita yður hvíld“ (Matt. 11,28).
Hvílíkt náðarfyrirheiti, sem þér stendur til boða
að þiggja. Þú, sem hefur syndgað á móti Guði, þú
mátt koma til hans með allar þínar svndir og mis-
gjörðir, varpa öllu á hann, sem leið þjáningardauða
á krossi, svo að þú mættir öðlast fyrrigefningingu
synda þinna; svo að þú mættir eignast eilíft líf; svo
að þér mætti veitast friður hans.
Finnst þér þú geta hafnað boði Krists, sem elskar
þig svona heitt að fyrra bragði, sem er að leita þín
og vill finna þig, til þess að taka þig að sér í opinn,
kærleiksríkan faðm sinn, fyrirgefa þér og varðveita
þig í sér að eilífu?
Ætlar þú að hlýðnast kalli Krists?
Ef þú svarar játandi, þá verður þú að játa syndir
þínar fyrir honum og biðja hann að fyrirgefa þér.
Þá mun hann fyrirgefa þér öll afbrot þín og hreinsa
þig af öllu ranglæti. Og hann mun taka þig að sér
12 KRISTILEGT SKOLABLAÐ
og gefa þér sinn frið, sem er sannur, varanlegur
friður.
En það er ekki nóg að koma bara einu sinni tdl
hans, heldur verður þú að koma daglega, já oft á dag,
frám fyrir auglit hans og meðtaka náð og kærleika,
fyrirgefningu og blessun frá honum.
Og þú, sem hlýðir kalli Krists, þér ber einnig að
vera stöðugur í honum, byggja allt á honum, sem
vill sjá þér fyrir öllu.
Kristur hefur sagt: „Ég er ljós heimsins. Hver, sem
fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa
Ijós lífsins“ (Jóh. 8, 12).
Og annars staðar: „Munuð þér komast að raun um,
að ég er í föður minum og þér í mér og ég í yður“
(Jóh. 14, 20).
„Og sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda ver-
aldarinnar" (Matt. 28, 20).
Þú, sem nú þegar trúir, finndu fögnuð þinn í að
vera í Jesú Kristi, frelsara þínum.
Taktu afstöðu til Jesú Krists, annað hvort með eða
á móti. Hann sagði sjálfur: „Sá, sem ekki er með mér,
er á móti mér“ (Matt. 12, 30).
Og þú, sem tekur afstöðu á móti Jesú Kristi, laun
þín verða dauði, „því laun syndarinnar er dauði“
(Róm. 6, 23). — En þú, sem ákveður að fylgja Jesú
Kristi og lifa honum, náðargjöf Guðs til þín er eilíft
líf fyrir samfélagið við Jesúm Krist (Róm. 6,23).
Guð hefur gefið þér þinn eigin vilja, og nú er það
þitt að velja.
Hvort kýstu, lífið eða dauðann?