Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Page 16
—
FJÓLA GUBLEIFSDÓTTIR, Reykjavík
KIUSTÍX II. PÁLSDÓTTIII. Hafnarfirði
Perla
Austurlandsins
Noregur er jafntignarlegur, hvort sem þar ríkir suniar eða
vetur. Báðar myndirnar eru frá Hurdal Verk, sem Fjóla og
Kristín segja frá í bréfinu. — Kristilegir æskulýðsskólar
eru fjölmargir í Noregi. Þeir hafa liaft ómetanlegt gildi í
kristni- og menningarlífi Noregs. Þar hefur margur æsku-
maðurinn fundið öruggan grundvöll, sem hann gat byggt
líf sitt á, og notið þeirra áhrifa, sem entust honum jafnvel
ævina alla.
Kæru vinir. Okkur hefur verið falið að segja lítils
háttar frá dvöl okkar hér í skólanum Hurdal Verk í
Romerike í Noregi. Við höfum nú verið hérna í nær-
fellt fimm mánuði, þegar þetta er ritað, og hefur
margt á daga okkar drifið. Ættum við því að geta
sagt ykkur sitt af hverju.
Skólinn Hurdal Verk stendur í dal, sem heitir Hur-
dalur og er um það bil 90 km frá Osló. Skólinn er
svo til í miðjum dalnum, og er umhverfið mjög fall-
egt. Fjöllin eru skógi klædd. Þessi dalur hefur verið
kallaður „Perla Austurlandsins“, þ.e. Austur-Noregs.
Hurdal Verk var byggt árið 1775, ekki sem skóli,
heldur glerverksmiðja. Á sínum tíma var þessi gler-
verksmiðja ein hin stærsta í Noregi. Við verksmiðj-
una vann fólk af alls kyns þjóðum og tungum. Þar
voru m. a. Englendingar, Frakkar, Belgir og Þjóð-
verjar.
Árið 1859 var Hurdal Verk keypt af ríkri fjöl-
skyldu, Tannberg að nafni. Seinna varð staðurinn
ferðamannahótel.
En eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari, árið 1945,
keypti Norska lútherska kristniboðssambandið þenn-
an stað og kom þar á fót lýðháskóla. Áður hafði sami
skóli haft aðsetur á Fjellhaug í Osló, þar sem eru
Biblíuskóli og kristniboðaskóli Kristniboðssambands-
ins, en þar var orðið of þröngt fyrir alla skólana.
Var æskulýðsskólinn því fluttur á Hurdal Verk.
Skólinn er í tveimur byggingum. Önnur þeirra er
nokkuð fornleg í útliti, og er það aðalhúsið. Það er
reglulega fallegt hús og byggt i gömlum stil. Þar eru
herbergi stúlknanna, eldhúsið ásamt matsalnum og
hinn svokallaði „Hvíti salur“, sem er notaður til ým-
issa samkomuhalda og við öll hátíðleg tækifæri.
Hitt húsið er alveg nýtt af nálinni og var fyrst
tekið í notkun fyrir tveimur árum. Þar eru vistar-
verur piltanna og allar kennslustofurnar, sem eru
mjög fullkomnar. Einnig er þar leikfimissalurinn,
nýtízku skólaeldhús og vefstofa.
Við ætlum til gamans að lýsa einum degi héma
á skólanum.
Það er morgunn. Kl. 7 hringir skólaklukkan frammi
á ganginum, í minnst fimm mínútur, ekki dugir ann-
að. Þá verða allir að rísa úr rekkju. Fjömtíu mínút-
um síðar hringir hún aftur og þá til morgunverðar.
En fyrir þann tíma eiga allir að hafa tekið til í her-
bergjum sínum.
Morgunhugvekja er höfð í „Hvíta salnum“ strax
eftir morgunverð. Þar koma saman bæði kennarar og
nemendur og hugleiða Guðs orð. Á slíkn stund stíga
14 KRISTILEGT SKOLABLAÐ