Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Qupperneq 17
upp bænir um kraft og styrk, áður en gengið er út
i dagsins önn.
Að því búnu hefst kennslan, og stendur hún fyrst
yfir til kl. 11. Þá taka við langar frímínútur, og göng-
um við þá út í eldri bygginguna og gæðum okkur
á brauði og heitu hafraseyði. Þá kemur pósturinn, og
allir bíða með eftirvæntingu eftir bréfum að heiman.
En margur verður að hverfa frá vonsvikinn og dauf-
ur í dálkinn — því að ekkert fékk hann bréfið i það
sinnið.
Kennslan kallar aftur eftir hálftíma og stendur
yfir til nóns. Þá fáum við miðdegisverð. Eftir það er
yfirleitt frí frá kennslu, nema suma daga, sem við
þurfum að fara i siðdegistíma.
1 frístundum hafa menn margt fyrir stafni. Við
getum t. d. farið í gönguferð inn i skóginn. Um þess-
ar mundir notum við tækifærið og föi*um á skíði.
Hérna er nægur snjór, og rétt fyrir ofan skólann er
veglegur skíðaskáli og ein bezta og stærsta skíðalyfta
Noregs.
Við borðum kvöldmat kl. 7, en eftir það eiga allir
að fara á herbergi sín og lesa lexíurnar.
Áður en við förum í háttinn, fáum við að viðra
okkur i stundarfjórðung, frá kl. 9,30 til 9,45. Kl. 10
eiga allir að vera komnir á herbergi sín, og hálftima
síðar á að vera komin á kyrrð og ró. — Þannig líður
dagurinn.
Það kemur oft fyrir, að við fáum heimsókn. Koma
þá kristniboðar, prédikarar, hljómlistarmenn og ýms-
ir aðrir. Einu sinni kom hingað kristinn kínverskur
læknir. Hann talaði á kínversku, en norskur kristni-
boði túlkaði. Annað sinn bar að garði japönsk hjón.
Einnig töluðu þau á sínu móðurmáli, og það var
kristniboði, sem túlkaði. Þau fræddu okkur mikið
um Japan, og var konan í japanska þjóðbúningnum.
— Hingað kom eitt sinn söngstjóri, sem æfði okkur
i söng. Við sungum við raust frá morgni til kvölds
í tvo daga samfleytt!
f „Hvíta salnum“ eru haldin sérstök nemenda-
kvöld á hverjum laugardegi. Það eru nemendumir
sjálfir, sem sjá um þessi kvöld að mestu leyti. Vald-
ir eru um það bil sex nemendur til að annast hvert
kvöld.
Þessar samkomur eru mjög líkar fundunum í
Kristilegum skólasamtökum heima. Bæði gaman og
alvara. Samverunni lýkur jafnan með Guðs orði, og
það er alltaf einn af nemendunum, sem tekur þann
þátt að sér.
Á miðvikudagskvöldum safnast nemendur aftur
saman í „Hvíta salnum“. Þá eru gefin tækifæri til
vitnisburðar, og síðan er sambænastund. Þetta eru
einhverjar dásamlegustu stundirnar, sem við eigum
hérna á „Verkinu“, þegar ungt fólk vitnar um sinn
bezta vin og frelsara og þegar hljóðar bænir um frelsi
og frið stíga upp til hans, sem hefur allt vald á himni
og jörðu. Og hann stendur með útbreiddan faðminn
og segir: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og
þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld“
(Matt. 11,28).
KRISTILEGT SKOLABLAÐ J5