Kristilegt skólablað - 01.09.1963, Blaðsíða 23
(Það er eg. ó, Droítinn, sem
þarfnast bænar, ekki bróSir minn
né systir mín, helcLur eg, ó, Drott-
inn.)
Til eru menn, sem hafa flúið
lönd kommúnista og halda því
fram, að á slíkum stöðum sé ekki
unnt dð vera kristinn, kirkjan
hafi misst frelsi sitt, þar sé allt
trúarlíf drepið í dróma. En méðal
hinna svörtu þræla Vesturheims
sjáum við annað viðhorf, já, aðra
reynslu. Þeir hafa nefnilega ekki
látið bugast, þótt að þeim væri
þjarmað. Þvert á móti eiga þeir
glóð trúarinnar. Samvizkan er
vakandi, þeir berjast við sínar
eigin syndir og breyskleika og
biðja Guð um huggun og styrk.
Lítum t. d. á sálminn „Balm in
Gilead“:
There is a balm in Gilead
To make the wounded whole.
There is a balm in Gilead
To heal the sin-sick soul.
(Til er balsam í Gíleað til að
lækna hinn sœrða. Til er balsam
í Gíleað til að grœða hina synd-
þjáðu sál.)
Og þeim nœgir ekki að halda í
horfinu. Löngunin lifir að vaxa í
þekkingu á Jesú, og enda þótt þeir
geti ekki látið það í Ijósi méð stór-
fenglegri játningu eins og Pétur,
þá geta þeir sagt frá kærleika sín-
um til hans, sem lagði sjálfan sig
í sölurnar fyrir þci.
Gaman er að virða fyrir sér,
hvernig Svertingjarnir syngja um
kirkju Krists, söfnuð hans á
jörðunni. Svo segir á einum stað:
„I am working on the building
for my Lord“. (Eg vinn að því
að reisa hús Drottins míns.) Og í
nœstu versum skýra þeir frá,
hversu fúsir þeir séu til að leggja
fram krafta sína kirkju Krists til
útbreiðslu og eflingar. 1 öðrum
sálmum kvéður við sá tónn, að
söfnuður Guðs geti ekki glaðzt
sannri gleði, méðan til séu í hópn-
um menn, sem lifa ekki í gléði
Krists, eru latir og hirðulausir
Svartir æskumenn
horfa vonglaðir
til framtíðarinnar.
Skyldu þeir læra
sönginn uni Jesúm?
eða jafnvel hrœsnarar.
Slíkir menn hindra fram-
gang Guðs ríkis, og þess
vegna þarf hver einstak-
lingur að endurnýjast.
Enn eitt dœmi þess, að
trú negranna var lifandi
trú.
Skipting kirkjunnar í
ýmsar deildir kemur líka
við sögu.
The Church is out of
union,
That’s what worry me.
ú %% •i
;v
ÆMÉ 4
y m
1 if ‘
(Iíirkjan hefur týnt einingu sinni;
það er þetta, sem veldur mér hug-
arangri.)
Það fór ekki fram hjá Svert-
ingjunum, að baptistar og meþó-
distar kepptust um að vinna hylli
þeirra. Það er ekki laust við, að
kímni gœti í þessum Ijöðlínum:
The baptist go by water,
The methodist go by land.
But when they come to heaven,
They shake each other’s hand.
(Baptistarnir fara um vatnið,
meþódistarnir fara á landi, en
þegar þeir koma til himins, tak-
ast þeir í hendur.)
„Það skiptir ekki máli, hvaða
kirkju þú tilheyrir“, syngja þeir.
„Það, sem allt veltur á, er að þú
lifir fyrir Jesúm. Ef þú gerir það,
bróðir minn, þá réttu mér hönd
þína.“ —
Sálmalögin sjál f eru bæði
runnin frá Afríku og úr söfnuð-
um þeim, sem þrœlarnir komust
í snertingu við í Ameríku. Þau
hafa á sér sérstakan blœ. Mörg eru
ákaflega einföld og barnsleg eins
og textinn og oft dillandi og takt-
föst, svo sem algengt er um tón-
list Afríkumanna. Víxlsöngur er
tíður, og ekki er alltaf lögð áherzla
á að halda skýrri laglínu, heldur
hafa söngvarar — og hljóðfœra-
leikarar frjálsar hendur að
vissu marki, þeir „leika af fingr-
um fram“, svo að lagið getur birzt
í ýmsum tilbrigðum. Svo segja
þeir, sem verið hafa á samkom-
um Svertingja í Ameríku, að lög-
in hafi mjög sefjandi áhrif á
Svertingjana.
Hér hefur verið bent á, að
negro spirituals eru fyrst og
fremst scdmar. Þeir tjá djúpa og
einatt dýrkeypta reynslu fólks,
sem hafði fundið, að Kristur Jes-
ús fer ekki í manngreinarálit,
heldur er hann einnig nálægur
til hjálpar þeim, sem mennirnir
hafa yfirgefið eða jafnvel valdið
hinni sárustu ógæfu. Þess vegna
skyldum við ekki misþyrma þess-
um söngvum, eins og stundum á
sér stað, heldur meta þá að verð-
leikum og njóta þeirra á réttan
hátt. —ened—.
KRISTILEGT SKOLABLAÐ 21